Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 13
Helgin 13.-14. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 var þeirra auðsuppspretta, en hún nægði víst ekki til stórræðanna. Þá var landnámið liðin tíð og eflaust margar vonir. hrostoar sem höfðu glæðst þegar ,.út réð Ingólfur leita ógnreifur með Hjörleifi" (Land. fsl. XXIV) den grammat Afhandling. Khöfn. 1884. 87). eða er það misritun rimsiní' vegna fyrir Herjólfi? Vísubrotið mun vera frá 12. öld svo að Hjör- leifur kom snemma til skjalanna og forn vitleysa er merkilegri en sú sem yngri er. Ingólfur settist að á pólitískt mikilvægasta stað, s,em finnanlegur var á landinu. Innnesin og Mos- fellssveitin eru kostsæl kjarnasvæði- milli höfuðhéraða Vestur- og Suðurlands við góða skipaleið undan ströndum Faxaflóa. Aðrir hlutar Landnáms Ingólfs skiptu ekkimáli, afþvíað þeirvoru jaðar- svæði. Ekkert þýddi að bjóða Ing- ólfi bústað í Öifusinu og verstöð í Þorlákshöfn, eins og Haraldur ger- ir í Morgunblaðinu 10. október. Innnesin buðu Ingólfi og fé- lögum hans allsnægtaborð á ís- lenskan mælikvarða Þar var mikið undirlendi, varp og akureyjar, svo að hægt var að rækta bygg og brugga öl, en bygg er samstofna órðinu byggð; þar sem ekki var hægt að rækta bygg var óbyggilegt. Eyjar fyrir landi voru sjálfgirtir akrar sífrjóir af fugladriti, og sjór- inn varði þar gróður fyrir nætur- frosti vor og haust. Við Reykjavík voru laxár, veiðivötn og selalátur og fiskigengd upp að landsteinum og hvalavöður á firðinum mikla handan Esjunnar, fuglabjörg voru ekki langt undan og talsverður reki. Þá voru heitar laugar til baða og þvotta, og sjálf nesin voru all- miklu stærri en þau eru í dag. Þar var þægilegt að gæta búfjár bæði fyrir vargi og víðáttu, meðan það var fátt; hlaða mátti garð yfir eiði eða hafa það úti í Viðey. Innnesin tóku vel á móti gestum sínum, og beitiland á Reykjanesskaga brást aldr^i. Þar vissu menn brátt ekki sauða sinna tal, eins og sagt er um hann Hafur-Björn Gnúpsson landsnámsmann í Grindavík, en hann hefur líklega ekki fiust í vík- ina fyrr en um 940. Að landnáminu stóð fjöldi fólks. Hvaða seremoníur, sem Ingólfur og félagar hans höfðu í frammi, þegar þeir ákváðu bústað sinn, var þeim mikilvægara að fá fólk, trausta félaga, til þess að setjast að í héraðinu. Landhelgun, hvernig sem hún var framkvæmd, dugði skammt til þess að eignast land, ef mannafla skorti. Landnemahóp- arnir voru fámennir, aðeins ein eða tvær skipshafnir og þar af nokkrir tugir karla misjafnlega þrekaðir eftir langa sjóferð og hrakninga; þeim var ofviða að nema land í grennd byggðra héraða nema með samþykki nágrannanna. Nágrennis- vald höfðingja hefur snemma tekið talsvert út fyrir heima- byggðina, ef honum tókst að safna um sig bandamönnum og skjól- stæðingum. Landnáma greinir að frændur og tengdafólk Ingólfs landnámsmanns hafi smám saman raðað sér á ströndina sunnan úr Höfnum og inn í Kjós. Aðstreymi af fólki virðist ekki hafa verið mik- ið fyrstu áratugina, en þeir Ingólfur og Asbjörn, bróðursonur hans á Alftanesi eða Skúlastöðum, fá menn til þess að flytja til sín og eru örlátir á land. Þórður skeggi á að hafa kontið austan úr Lóni, að Skeggjastöðum og fékk Mosfells- sveitina, Örlygur gamli flyst vestan úr Patreksfirði, og Steinunn frænd- kona Ingólfs er frek til landa og hlýtur alla Vatnsleysuströnd, Njarð\íkur og Romshvalanes fyrir enska ti' kukápu dýrustu flík sem íslendingur hefur borið. Þetta eru merkilegar sögur. Ströndin við sunnanverðan Faxaflóa ásamt upp- landi sínu hlaut að verða ein félags- heild, þegar hún byggðist, eitt „fjársamgöngusvæði", eins og hánn Björn Birnir í Grafarholti segir í „Ingólfsskránni", marka- skrá fyrir Landnám Ingólfs í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1944. Ingólfur og félagar hans kepptu að því frá upphafi að efla valdamið- Höfundarnir Kristín Ólafsdóttir og Haraldur Matthíasson stöð á íslandi, stofna stórbænda- veldi og efna til þinghalds, líklega fyrst á Kjalarnesi, en flytja hann síðar að Elliðavatni, þegar hestur- inn var orðinn aðalsamgöngutækið í stað skipsins. Þeir flutningar hafa líklega orðið um eða litlu fyrir 900. Landnáma segir þá merkilegu sögu að Ketilbjörn gamli úr Naumudal í Noregi hafi verið teng- dasonur Þórðar skeggja og farið til Islands, „þá er landið var víða byggt með sjó“. Hann hafði vet- urvist hjá tengdasyni sínum, en fór þá austur um heiði og nam Gríms- nes, Laugardal og Tunguna ytri. Þetta var mjög mikilvægt svæði pó- litískt. Þar stóð höfuðstaður ís- lands í 7 aldir í Skálholti, en Þing- völlur lá á rhilli landnáms Ingólfs og Ketilbjarnar og þangað lágu þjóðleiðir. Landnám Ketilbjarnar rak smiðshöggið á landvinninga þeirra Ingólfsfrænda og tengdaliðs þeirra suðvestan lands. Þar höfðu þeir lagt undir sig kjarnasvæði, en ættmenn áttu þeir á Snæfellsnesi. urn Breiðafjörð, Eyjafjörð, austur á Síðu og víðar um land. Þegar Ketilbjörn gamli hafði komið sér fyrir á Mosfelli í Gríms- nesi, var kominn tfmi til þess að stofna alþingi á Þingvelli. S Landnám Islands er lítið rannsakað Haraldur er sjófróður um Land- námu og staðfræði og vitnar í lærða menn máli sínu til stuðnings, tekur suma í karphúsið en forðast að minnast á aðra. Þorhallur Vil- mundarson hefur manna mest fjall- að um örnefni og staðfræði og gef- ur út nafnfræðiritið Grímni, en hans er þó hvergi getið í riti Har- alds. Ekki er þar heldur minnst á ritgerð Baldurs Jónssonar unt nafnið Ölfus í íslenskri tungu 1963. Þar fjallar Baldur um Álf egska landnámsmann og segir m.a.: „Sannleikurinn er sá, að sögnin um hann er mjög tortryggileg og ekk- ert líklegra en hún sé sprottin af örnefninu" (51). Baldur telur lík- legast að Álfur egski sé skáld- skapur og verði að dæmast úr leik landnámsmannanna. Þá hefur Þór- hallur Viimundarson vegið að mar- gri landnámssögninni bæði í orði og riti (sjá Grímni, bis. 1Ö2-3,119- 25 o.v.) Með því að þegja um hörð- ustu gagnrýni sem fram hefur kom- ið á gildi Landnámu sem heim- ildar um landnámið, er Haraldur að dæma sjálfan sig úr leik í um- ræðum um það mál. Hver sem ræðst í það að skrifa landnáms- mannatal eins og Haraldur hefur gert, verður að taka afstöðu til þeirra rannsókna á tilvist land- námsmanna sent fyrir liggja. Landnáma er til oröin á goða- veldisöld af ríkum félagslegunt hvötum, bæði af fróðleiksfýsn og metnaði, og samin og endursamin, af því að efni hennar var lifandi veruleiki hjá fólkinu' í landinu. Hún var svo rækilega tengd goða- veldinu að henni var breytt til sam- ræmis við hagsmuni ráðandi ætta. Sturlungar með Snorra Sturluson í broddi fylkingar voru nýrík höfðingjaætt á 13. öld. ogeru aðal- höfundar Landnámu eins og við þekkjum hana. Þegar konungs- og kirkjuvald hafði skákað goðaveld- ii)uuml300, varð Haukur lögm. Erlendsson, útvegsbóndi úr Sel- vogi til þess að setja saman síðustu gerðina. Hann var tímamótamað- ur, sem stóð fótunt bæði í hinu nýja og gamla kerfi og reyndi að „mód- ernisera“ Landnámu, m.a. með því að gera Harald hárfagra að góðum kóngi og mannamætti. Eftir daga Hauks var Landnáma söguleg heimild frá horfnum tima, sem menn hafa ríslað sér við að mis- skilja allt fram á þennan dag. Haraldur á miklar þakkir skilið fyrir óeigingjörn hlaup um landið og skýrt og læsilegt rit, og útgef- andinn fyrir fagran og vandaðan frágang. Útgáfan er ntenningar- sögulegur atburður seint á 20. öld og vekur vonandi frjóar umræður um landnámið. Það þætti refsivert athæfi, ef gestur á handritastofnun rifi og eyðilegði síðu úr handriti. Ekkert þykir hins vegar athuga- vert, þótt sögulegar minjar séu eyðilagðar eftirlitslaust í stórum stíl. Landnámssaga íslands er skráð mannvistarminjum út um holt og móa, og einnig mörkuð sporum í sjálfan jarðveginn. Heil byggðahverfi hafa verið reist víða unt land án nokkurrabyggðarsögu- legra og vistfræðilegra athugana. Seltjarnarnes, Álftanes, Garðabær og Árnarnes hafa verið pæld upp og fornar mannvistarminjar fjar- lægðar án þess að neitt hafi verið fengist urn aldur þeirra og hlutverk og nauðalítið um ræktunarsögu byggðarinnar. Þessari eyðingu á Landnámu verður að linna. Hún er hvergi skráð. Hverja spildu, sem tekin er undir nýbyggð, verður að krefja sagna um byggðarsöguna. Þegar það hefur verið gert um allt land, þá er hægt að skrifa bók um landið og Landnámu. NÚER ÞAÐ SVART! \ hlj Svart/gyllta X-G línan er ein athyglisveróasta hljómtækjasamstæða á markaðinum í dag. Við bjóðum þér þrjár mismunandi samstæóur úr þessari línu, á hreint ótrúlegu verði: Frá kr. 20.853.- eða útb. kr. 6000 og afg. á 6 mán. fiö PION EEH ”83 árgerð PIONEER hljómtækja er komin til landsins. HUOMBÆR HLJOM-HEIMIUS-SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGOTU 103 SIMI 25999-17244

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.