Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 24
24 Sti>A — ÞJÓÐVILJINN Skáldsaga eftir Lili Palmer Út er komin hjá IÐUNNI skáld- sagan í faðmi örlaganna eftir Lili Palmer. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi. - Lili Palmer var kunn leik- kona, þegar hún sneri sér að rit- störfum. Hún er þýsk að uppruna, en hefur starfað vestan hafs og býr nú í Sviss. Ein af bókum hennar, Minningar, hefur komið út á ís- lensku. Þar rekur hún hinn við- burðaríka listferil sinn. Síðan hef- ur Lili Palmer samið nokkrar skáldsögur. Um efni sögunnnr segir svo á kápubaki: „í faðmi örlaganna er saganaf Sophiesem srdóttirþýsks kaupsýslumanns og tyrkneskrar konu. Hún elst upp í Berlín við allsnægtir en lítið ástríki. Móðir hennar snýr brátt til síns heima og föður sinn óttast hún. Seinna eign- ast Sophie stjúpmóður, unga konu sem hún dregst að af ómótstæði- legri ástríðu. Þetta mótar svo samband hennar við karlmenn og endaslepp hjónabönd. Sagan gerist á fyrstu tugum aldarinnar og heimsstyrjöldin fyrri kippirstoðum undan þeim heimi sem Sophie hafði alist upp í“. Hinn frjálsi ástalífs- marknður Veitingahúsin í Reykjavík eru veröld út af fyrir sig, skrýtinn heimur. Þar fer fram hinn frjálsi ástalífsmarkaður. Og þangað fara menn til að dansa og skemmta sér eða til að láta leiðast. Sumir fara til þess að láta sig hverfa út á ómælisvíðáttur gleymskunnar. Þar er hrátt, sterkt og stundum ruddalegt mannlíf. f stóru húsunum eins og Þórs- kaffi og Breiðvangi ganga menn hring eftir liring eftir hring í leit að einhverju sem þeir aldrei finna, skimandi í kringum sig heimóttarlegir með einhvern ó - kennilegan glampa í augunum. Svo rekast menn á kunningja, frænku eða konu úr næsta húsi og reka upp mikið fagnaðarbofs og fjasa svo heilmikið út af engu eða öllu. Svo halda þeir áfram veg- ferð sinni og muna svo kannski ekki eftir sér fyrr en uppi í rúmi daginn eftir og kynnast þá kann- ski konu sem þeir hafa kannski aidrei séð áður og á þó ef til vill eftiraðverða lífsförunautur þeirra. Svona er mannlífið skrýtið á veitingahúsunum. Hvert hús hefur sína sálfræði og hvergi er stéttaskiptingin og aldursskiptingin meira áberandi en þar. Það er allt annað fólk sem fer í Óðal en í Glæsibæ og það er allt annað fólk sem fer á Breiðvang en á Borgina og það er allt annað fóik sem fer í Holly- wood en í Þjóðleikhúskjallarann. Sjálfur fer ég stundum í Þjóð- leikhúskjallarann. Þar er sam- ankomið herjans mikið snobblið og heldur svona vinstri sinnað ef eitthvað er. Kannski er það sjálf sænska menningarmafían enda margt gáfulegt sagt þar um pó- litík listir og heimspeki. Ég þykist náttúrlega heldur betur maður með mönnum í Kjallaranum og reyni jafnan að leggja eitthvað gáfulegt til mála. Stundum er ég skammaður alveg hroðalega fyrir glöp mín og helst allra allaballa. Það mætti halda að ég væri einn allsherjar erki- allaballi sem er náttúrlega fjarri lagi. A.m.k. tel ég mér trú um að ég sé laumu-róttæklingur til vinstri við alla-balla-hvað sem það nú er. Svo koma stundum konur og skjalla mig sem er auðvitað afskaplega ánægjulegt. í Þjóðleikhúskjallaranum eru allir skildir, að skilja eða nýteknir saman við aftur. Það er því að sjálfsögðu vinsælt umræðuefni og skapast oft skilningsríkar sam- ræður um vandamál því viðvíkj- andi og geta þær samræður endað á hvern veg sem er. Ég fór í Þjóðleikhúskjallarann á laugardag. Þar hitti ég ákaflega fallega konu, sem er nýskilin sem aðrar, og fór svo að ég bauð henni upp í dans. Tókum við miklar sveiflur á dansgólfinu og var það stórum ánægjulegt. I einni sveiflunni varð það óhapþ að hún kræktist í kjól annarrar konu sem var líka í sveiflu - sú hafði sveipað sig einhverju hýja- líni sem auðvelt var að krækjast í. Skipti það engum togum að þessi fallegi dansfélagi minn tók bak- föll og hraut í gólfið. Þetta er í fyrsta skipti sem ég handleggsbrýt konu í dansi - og hefur þó oft gengið mikið á. Guðjón sunnudagskrossgátan Nr. 347 / z 3 7 sr b S" T- 3 7— S y *7 /p 9 J/ ?- )Z y /3 >f /s~ 3 N ~3~ 1? V 1 4 /4 i tp / s“ 2 <7 20 JíT 3 iT 15 3 4' ie V 10 12 )(o 'V' V 20 17 )? Uo )4 52 )& s- 52 )5 2/ jj>~ Jb 52 k? )¥ )L /4 /9 H7 5? 22 15 ! {? 2á )b >f >e V )L N )é> 15 ý /6 7f~ 20 >e (o ><i 52 /4 4 52 /3 rY' V T“ )? )t* 23 52 >2 u 3 52 5 )é z/ ¥ 2 V S" l(e 52 12 X X % 52 20 1<D ¥■ (VK y ? >s Uo ¥ 9 )i 7 3 S" 52 2? 2) V 22 2Í )5 )(d 22 7 3 É <V 22 JO 3 <2 25 9 15 7ú (? )¥- 52 3o Ko ¥ ¥- / (p ÍO 11? )& 1? 'V \ y /f 15 3 xr 2¥ 15 3 52 3/ AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ _________________________________ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá bæjarnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðu- múla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 347“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 2? 30 2) 15 9 /0 /9 1Ý s Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt.. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Verðlaunin fyrir krossgátu nr. 343 hlaut Agústa Harðar- dóttir, Stóragarði 6, 640 Húsavík. Þau eru ísafold, ferðamyndir frá íslandieftir Inu von Grumbkow.' Lausnarorðið var Blönduós. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.