Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 15
Helgin Í3.-14. nóvember 1982’ ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 kvikmyndir Undarlegt ferðalag: Um feðgin sem verða fyrir því óláni að eiginkonan týnist. Sjö fmnskar í Regnboganum Framtíðin er spilavíti Klukkan fjögur í dag, laugardag, verður sett í Regnboganum sjö- unda franska kvikmyndavikan með sýningu á fyrri hluta stór- myndarinnar Moliere eftir Ariane Mnouchkine. Sjö nýlegar franskar kvikmyndir verða sýndar á þessari kvikmyndaviku, sem lýkur sunnu- daginn 21. nóvember. Franska sendiráðið gengst fyrir þessum kvikmyndavikum, sem eru orðnar árlegur viðburður og kær- kominn í reykvísku menningarlífi. Okkur veitir svo sannarlega ekki af þvf að líta öðruhverju upp úr amer- íska ruslinu sem hér er venjulega á boðstólum og sjá eitthvað annað, og franskar kvikmyndir standa venjulega vel fyrir sínu. Myndin sem sýnd verður við opnunina Moliére eða líf heiðarlegs manns (Moliére ou la vie d’un honnéte homme), var gerð árið 1978 og hefur vakið mikla athygli. Leikstjórinn, Ariane Mnouchkine, er kona sem áður gerði garðinn frægan sem sviðsleikstjóri og hefur ekki þótt feta troðnar slóðir. í myndinni segir hún sögu leikrita- skáldsins fræga, Moliére. Myndin er sýnd í tveimur hlutum, enda er isýningartími hennar u.þ.b. fjórar klukkustundir í allt. Surtur (Anthracite) heitir fyrsta kvikmynd leikstjórans Edouard Niermans, sem verður viðstaddur frumsýningu myndarinnar í kvöld. Pessi mynd er gerð 1980 og segir frá krökkum í frönskum heimavistar- iskóla fyrir u.þ.b. þrjátíu árum. Surtur er sögð vera gott dæmi um jnýja stefnu í franskri kvikmynda- gerð, einskonar nýklassíska stefnu sem leggur áherslu á hrein og ströng form, nákvæmni og góðan leik. Annar leikstjóri á hér einnig sína fyrstu mynd, Jean-Jacques Beineix. Myndin hans heitir Stór- söngkonan (Diva) og var gerð í fyrra. Þar er afskaplega flókin og spennandi atburðarás snúin um óp- erusöngkonu nokkra og koma nokkrir gangsterar við sögu. Myndin þykir mjög tískuleg að formi og er annáluð fyrir frumlega notkun á tónlist og allskyns effekt- um. Bertrand Tavernier er kvik- myndaunnendum hér að góðu kunnur og hefur verið kynntur all- vel á Kvikmyndahátíð. Á frönsku kvikmyndavikunni verður sýnd ný mynd eftir hann og nefninst Hreinsunin (Coup de Torchon). Vafalaust leikur mörgum forvitni á að sjá þá mynd, enda er Tavernier talinn einn athyglisverðasti franski kvikmyndastjórinn um þessar mundir. Nótt / útitaka (Extérieur nuit) heitir mynd sem Jacques Bral stjórnaði árið 1980 og hlaut eink- um lof fyrir mjög góðan leik þeirra Christine Boisson, André Dusso- lier og Gerard Lanvin í hlutverkum kvenleigubílstjóra og tveggja kumpána hennar, sem lenda í ýms- um ævintýrum. í Undarlegu ferðalagi (Un étr- ange voyage) segir Alain Cavalier sögu feðgina, sem verða fyrir því óláni að týna eiginkonu og móður á lestarferðalagi. Þau hefja mikla leit að henni og meðan á leitinni stend- ur kynnast þau hvort öðru í fyrsta sinn á ævinni. Cavalier hefur starf- að að kvikmyndagerð í tuttugu ár en þessi mynd hans er sú fyrsta sem slær í gegn. Fyrir hana fékk leik- stjórinn hin eftirsóttu Louis Dellucverðlaun í fyrra. Sjöunda myndin er gamanmynd frá 1980, Harkaleg heimkoma (Ret- our en force), eftir Jean Marie Po- iré. Þarmeð er þessari stuttaralegu upptalningu lokið, en vonandi verður unnt að gera þessum mynd- um ýtarlegri skil seinna. Er þá ekki annað eftir en að hvetja alla þá sem kvikmyndum unna til að flykkjast í Regnbogann næstu daga og njóta þess sem þar verður á boðstólum. Atlantic City, USA Bandadrísk, 1981 Stjórn: Louis Malle Handrit: John Guare Tónlist: Michel Legrand Aðalhlutvcrk: Burt Lancaster, Susan Sarandon. Sýningarstaður: Bíóhöllin. Louis Malle var löngu orðinn 'heimsfrægur kvikmyndaleikstjóri þegar hann fetaði í fótspor svo margra annarra evrópskra lista- manna og fór að gera myndir i Bandaríkjunum. Ferill hans hófst i Frakklandi snemma á sjötta ára- tugnum, þegar hann lauk nárni við IDHEC, kvikmyndaskólann fræga í París og gerðist aðstoðarmaðui Cousteau við gerð heimildarmynd- arinnar Heimur þagnarinnar, sem tekin var neðansjávar. Síðan varð hann aðstoðarmaður Roberts Bresson, en fyrsta myndin sem hann stjórnaði sjálfur var Ascense- ur pour l’Echafaud, Lyfta uppá af- tökupallinn (1958). Sú mynd er jafnan talin með þegar rætt er um frönsku nýbylgjuna, og ekki síður næsta mynd Malle, Les Amants, Elskendurnir, sem einnig er frá ár- inu 1958. Þeir ungu leikstjórar sem báru uppi frönsku nýbylgjuna þróuðust gíðar í allar áttir- kannski áttu þeir ekki margt annað sameiginlegt en að vera á svipuðum aldri og fá sjaldgæft tækifæri til að láta að sér kveða í kvikmyndalistinni. Þetta eru afar ólíkir menn: Godard, Truffaut, Chabrol, Agnes Varda, Rohmer, Rivette - og Malle. Það er ekki gott að segja hvað það verð- ur sem menn koma til með að leggja höfuðáherslu á þegar kemur að þætti Malle í kvikmyndasög- unni, hvort það verða myndirnar sem gerðu Jeanne Moreau heimsfræga, Indlandsmyndir hans (Calcutta, 1968, og sjónvarpssería frá sama tíma, L’Inde 68) eða bandarísku myndirnar hans, sem nú eru orðnar tvær og verða að öll- um líkindum fleiri. Fyrsta banda- ríska myndin var Pretty Baby, sem hann gerði 1978, og nú er verið að sýna hér mynd númer tvö, Atlantic City, USA. Eitt er víst: Louis Malle verður ávallt álitinn fjölhæfur leik- stjóri með afbrigðum. Allt er falt Atlantic City er borg á austur- strönd Bandaríkjanna, nánar til- tekið í New Jersey. Þar mun Mafí- an hafa blómstrað fyrr á árum og margir lifa á endurminningum frá þeirri gullöld. Borgin hefur verið í Ingibjörg Haraldsdóttirl 'm' f skrifar niðurníðslu um skeið, en í ntynd- inni sjáum við hana rísa úr ösku- stónni. Allstaðar eru gömul hús að víkja fyrir nýjum, og í nýju húsun- um eiga að vera stór og glæsileg spilavíti, því von er á nýrri gullöld. Þessum framkvæmdum öllum fylg- ir sérkennilegt andrúmsloft, sem kemst einstaklega vel til skila í piyndinni. Lífið er lotterí, framtíð- in er spilavíti. Gamla fólkið hugsar með eftirsjá til spilltrar fortíðar, unga fólkið bindur vonir sínar við spillta framtíð. Peningar stjórna lífinu í þessari borg - allt er falt. Siðleysið veður uppi, borgaralegu gildismati hefur verið kastað fyrir róða, aðeins eitt skiptir máli: hver fær hæsta vinn- inginn í lotteríinu. Miklir atburðir Burt Lancaster er fulltrúi eldri kynslóðarinnar í hlutverki Lou, fyrrverandi sendisveins Mafíu- bófa. Hann hefur alltaf dreymt um að verða alvörubófi, og tekst það á gamalsaldri. Susan Sarandon leikur Sally, unga stúlku sem stundar nám í spilavítisfræðum og dreymir stóra drauma um að „meika það“ í Montecarlo. Þau tvö eru leigjendur í sama fjölbýlishúsi, heldur óhrjálegum hjalli, og þar býr einnig Grace (Kate Reid), fót- aveik ekkja Mafíubófans sem Lou þjónaði á sínum tíma, en eftir dauða hans hefur Lou þjónað ekkj- unni til borðs og sængur. Þetta fólk lendir í heilmiklum at-J burðum þegar brotthlaupinn eigin- maður Sallyar kemur á vettvang klyfjaður illa fengnu kókaíni ogfær Lou í lið með sér að koma því í! verð. Verða þeir atburðir ekki raktir hér af tillitssemi við væntan- lega áhorfendur. Þó er óhætt að halda því fram að söguþráðurinn sé laglega spunninn og myndin ágæt- lega spennandi - sjálfsagt er hægt að upplifa hana sem hina notaleg- ustu afþreyingu. Gestsaugað Mér fannst hún þó búa yfir fleiri eiginleikum en afþreyingunni einni sarnan. Satt að segja er það ekki algengt að á fjörur okkar reki svo nöturlegar myndir af bandarísku mannlífi, þrátt fyrir þær amerísku flóðbylgjur sem stöðugt ríða yfir reykvíska bíógesti. Glöggt er gests- augað, segir einhversstaðar, og Frakkinn Louis Malle sannar það með þessari mynd. Gestsauga hans er gagnrýnið og móralskt, án þess að það geri hann að uppáþrengj- andi predikara. Ég þóttist þekkja aftur í Atlantic City, USA þann gamla góða Malle sem gerði Calc- utta, magnaða heimildarmynd sem lifir í endurminningunni einsog óp eða krepptur hnefi. Burt Lancaster er einn af þessum leikurum sem minna á göfug vín: hann batnar með aldrinum. Sjald- an hef ég séð honum takast eins vel upp og hér, það væri þá helst leikur hans í hlutverki landeigandans í 1900 eftir Bertolucci. Susan Sar- andon er verðugur mótleikari hans, og reyndar eru allar persónur myndarinnar svo vel gerðar, bæði af leikstjóra, handritshöfundi og leikurum, að þær hljóta að eiga^ langt líf fyrir höndum í minningu áhorfenda. Úrvalið er frá Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbarðasölum um land allt Bridgestone diagonal (ekki radial) vetrarhjólbarðar. 25 ára reynsla Bridgestone á íslandi sannar öryggi og endingu. Gerió samanburð á verði og gæðum. BRIQGE STONE á Islandi BILABORG HF Smiðshöföa 23, sími 812 99.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.