Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 3
Helgin 13.-14. nóv’cmber 19821 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 3 sHráargatid Geir Haarde heitir hagfræðingur einn, starfsmaður Seðlabankans og því í opinberri þjónustu. Hann hefur hins vegar mörg áhugamál eins og gengur og eitt þeirra er að verða þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Þá gegnir hann aukastörfum ýmsum og þar á meðal að vera stjórnarmaður fyrir væntanlega kísilmálmverksmiðju á Reyðar- firði. Hefur Geir hagfræðingur lítið sést við vinnuborð sitt í Seðlabanka undanfarna mánuði vegna ferða á vegum Sambands ungra sjálfstæð- ismanna vítt og breitt um landið og utanlands á vegum Járnblendifél- agsins. Hafa menn spurt hvort ein- hver klásúla hafi verið í frumvarpi um orlof þess efnis að pólitískir framagosar í opinberri þjónustu ættu rétt á rýmri frítíma en aðrir sauðsvartir launamenn. Mikið hefur verið rætt um kaup Fram- kvæmdastofnunar ríkisins á eldu- nartækum í mötuneyti starfsfól- ksins sem kostuðu um 600 þúsund krónur. Þessi tæki munu vera svip- aðs eðlis og kosta álíka mikið og þau tæki sem Hótel Saga ætlar að fá sér þegar hótelið verður stækkað. Þeir sem hafa augum litið og gengið um hið nýja hús Framkvæmdastofnun- ar rekur í rogastans yfir bruðlinu sem þar er. M.a. er þar upphituð bílageymsla fyrir 10-15 bíla (þess skal hér getið að til skamms tíma hefur stofnunin engan bíl átt) og það sem meira er: I þessari bílag- eymslu er sérhannað loftræstikerfi svo að hægt sé að hafa bílana í gangi innan dyra. En til hvers? mætti spyrja. Þegar framkvæmdastofnunin flutti inn í hið nýja hús voru öll gömlu hús- gögnin seld fyrir slikk (vinum og vandamönnum aðallega) og keypt ný. Þetta er mjög sláandi þegar gengið er um húsið, því að á efstu hæðinni leigir Þjóðhagsstofnun sem ekki getur bruðlað með pen- inga almennings að vild. Hún flutti öll gömlu húsgögnin með sér í nýja húsið, enda er annar bragur þar en á neðri hæðunum. Sovéska sjónvarpið er milli tannanna á fólki, og nú eru tekin að berast les- endabréf í síðdegispressuna varð- andi málið eins og vænta mátti. Hér skal þess til gamans getið að s.l. sunnudag á byltingarafmælinu, 7.nóvember, fékk allt starfslið so- véska sendiráðsins að sitja í nokkra klukkutíma fyrir framan sjón- varpsskerminn í Hijómbæ og fylgj- ast með beinni útsendingu frá há- tíðahöldunum á Rauða torginu. Þess var getið í síðasta skráargati að Helgarpóstsmenn vildu fá Ásgeir Hannes Eiríkssontil að kaupa hluti í blaðinu, en nú höfum við frétt að þessu sé öðru vísi farið. Helgarp- ósturinn er til sölu og Ásgeir Hann- es vill ólmur kaupa. Helgarpóstsmenn hafa gripið til ýmissa úrræða að undanförnu til að rétta sig af. M.a. gengu nýlega ritstjórarnir Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sig- urpálsson á fund Sveins Eyjólfs- sonar, framkvæmdastjóra D&V, og buðu að Helgarpósturinn yrði aukaútgáfa Dagblaðsins og Vísis. Ritstjórarnir gátu hins vegar ekki gengið að þeim skilmálum sem Sveinn setti, og var það mál þá úr sögu. Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins hefur tekið fjörkipp að undanförnu. Hún stóð fyrir því, að ungt fólk fjölmennti á félagsfund í Alþýðubandalagsfé- Geir: Sérreglur um Ólafur: Langefstur hann? lyá ABR. laginu í Reykjavík þar sem kosið var í flokksráð er kemur saman um aðra helgi. Þetta uppskar þann ár- angur að Ólafur Ólafsson, formað- ur nefndarinnar, fékk langbesta kosningu, og auk þess kom hún 7 öðrum fulltrúum sínum sem aðal- mönnum á flokksráðsfund. Ýmsir af þungavigtarmönnum flokksins urðu m.a. af þessum sökum að láta sér lynda að þæfa varamannabekk- ina að þessu sinni. Sveinn: Boðinn Helg- Jón: Hvað fer mikið í arpósturinn. auglýsingar? Nú eru frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins farnir að aug- lýsa ágæti sitt í Morgunblaðinu og væntanlega í DV innan skamms. Sá sem ríður á vaðið er Jón Magnús- son lögfræðingur, en hann var með fjórdálka auglýsingu í Mogganum í gær, föstudag. Það verður athyglis- vert að sjá hvað einstakir fram- bjóðendur auglýsa mikið og síðan Guðmundur: Vinsœl- Stefán: KEA-valdið astur nyðra. kom honum að. hversu mikið fylgi þeir fá. Af því verður m.a. hægt að álýkta um auglýsingamátt hægri blaðanna tveggja þar sem allt er að drukkna í auglýsingum. Dálksentimetrinn kostar nú 78 krónur og hefur því auglýsing Jóns í gær kostað 4680 krónur. Ef hann fær 20% afslátt kostar hún 3740 krónur. KEA valdið á Akureyri lætur ekki að sér hæða. Framsóknarmenn efndu til skoðanakönnunar fyrir skömmu innan flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra um hvernig þinglisti skyldi skipaður. Guðmundur Bjarnason alþingismaður kom þingmanna sterkastur út úr þessari könnun, en á hæla honum komu Níels Á. Lund, Hákon Hákonar- son og fleira gott fólk. Hins vegar urðu þeir neðarlega Stefán Valg- eirsson (þingmaður, formaður bankaráðs Búnaðarbankans og stofnlánadeildar landbúnaðarins) og Ingvar Gíslason menntamála- ráðherra. Þetta mun hafa kallað fram harðsnúnar aðgerðir KEA- valdsins sem lét flokkinn stilla upp eftir gömlu formúlunni: Ingvar, Stefán og svo áfram. Vinstri Fram- sóknarmenn og Þingeyingar munu afar óánægðir með þessa niður- stöðu. Beindrifinn, hálfsjálfvirkur plötuspilari. 2x30 sínus vatta magnari meö tónjafnara og innstungu fyrir Digital Audio Disc. 2ja mótora kasettutæki meö snertitökkum, Dolby o.s.frv. 3ja bylgju útvarp FM steríó, MB, LB. 2 60 vatta hátalarar. Skápur meö glerhurö og glerloki. VERIÐ viöbúin verö aöeins 17.690.00 stgr. ef pantaö er strax. Keflavík EPLIÐ ísafiröi Kaupfélag Hafnfiröinga Strandgötu JAPIS hf Brautarholt 2 Reyfejavík Viö kynnum. SOHY HIGH-TECK 200 samstæöan er ekki bara stórglæsileg heldur býöur hún líka upp á margt þaö nýjasta og besta frá SONY.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.