Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 5
He’Igin 13.-14. nóvember 1982 ÞJöÐVILJINN — SÍÐA 5 kveðið á um að bráðabirgðalög skuli leggja fyrir Alþingi og þau gildi þar til Alþingi annað hvort fellir þau eða þingi er slitið án þess að lögin hafi verið samþykkt. í stjórnarskránni segir ekkert um hvenær bráðabirgðalög skuli leggja fyrir Alþingi. Það væri því fullkom- lega löglegt í samræmi við formleg ákvæði stjórnarskrárinnar að ríkis- stjórn setti bráðabirgðalög daginn eftir að þing færi heim að vori. Síð- an væru lögin í gildi allt sumarið og allan næsta vetur þar eð viðkom- andi ráðherra þyrfti ekki að leggja bráðabirgðalögin fram fyrr en nokkrum dögum fyrir þingslit eða tæpum tólf mánuðum eftir að þau hefðu verið sett. Lögin myndu að vísu falla úr gildi þegar þingið hætti störfum næstu daga, en þá gæti ríkisstjórnin einfaldlega sett þau strax að nýju eftir að þingið væri farið heim. Og þannig koll af kolli árum saman. Það væru aðeins fá- einir dagar á ári hverju sem lögin væru ekki í gildi. Til nánari skýringar má taka sem dæmi að formlega væri löglegt að leggja bráðabirgðalögin sem gefin voru út í ágúst á þessu ári ekki fyrir Alþingi fyrr en í maí 1983, jafnvel ekki fyrr en daginn áður en þingi yrði slitið næsta vor. Setja þau svo aftur daginn eftir að þingið færi heim! Þannig væri hægt að stjórna lögformlega árum saman eingöngu með bráðabirgðalögum. Núverandi ákvæði í stjórnar- skránni um setningu bráðabirgða- laga hafa löngum verið gagnrýnd. Ríkisstjórnir hafa á síðari ára- tugum ekki treyst sér til að nota þá formlegu möguleika, sem þar bjóðast, til þess að skapa stjórnar- far sem óháð væri vilja Alþingis. Þessi gagnrýni á núverandi bráða- birgðalagaákvæði hefur verið á- hrifaríkviðþá endurskoðun stjórn- arskrárinnar sem unnið er að í sér- stakri nefnd þar sem Gunnar Thor- oddsen er formaður. Allir nefndar- menn hafa verið sammála um að gömlu ákvæðin um bráðabirgðalög væru algjörlega úrelt. Þau brytu gegn því þingræði og lýðræði sem stjórnskipun lýðveldisins ætti að grundvallast á. Það er búið að greina svo mikið opinberlega frá efnisatriðum í störfum stjórnarskrárnefndar, að ég tel ekki brot á trúnaði þótt ég skýri frá því, að formaður stjórnar- skrárnefndar lagði fyrir nokkrum mánuðum fram tillögu að nýju ákvæði um bráðabirgðalög. Rök hans fyrir tillögunni voru byggð á nauðsyn þess að styrkja þingræðið í stjórnskipun lýðveldisins. Nefndin hefur síðan fallist á tillögu for- mannsins. Allir voru sammála því að nema brott þessa gömlu laga- króka frá dönskum arfakóngi til að koma í veg fyrir að ráðamenn freistuðust til að beita vinnubrögð- um, sem gætu tætt í sundur þing- rofsnefnd þjóðarinnar og lýðræðis- samstöðuna sem er hornsteinn í störfum Alþingis. I breytingartillögu formannsins sem stjórnarskrárnefnd samþykkti er kveðið á um að bráðabirgðalög skulu ætíð lögð fyrir næsta Alþingi í upphafi þings og hafi Alþingi ekki samþykkt bráðabirgðalögin þrem mánuðum eftir að þing er sett falli þau úr gildi. Slík ákvæði kæmu í veg fyrir að stjórnarfarið byggðist á sífelldri hringrás bráðabirgðalaga. í tillögu stjórnarskrárnefndar er því búið að binda skilning sem margir hafa talið nauðsynlegt að festa í form til að styrkja þingræði og lýðræði í landinu. Það er nauðsynlegt að á meðan verið er að kynna þessa og aðrar tillögur stjórnarskrárnefndar og skapa samstöðu um nýja stjórnar- skrá verði ekki gælt við þá freist- ingu sem felst í gömlu ákvæðunum um bráðabirgðalögin, einkum þar eð þráskákin, sem nú ríkir í annarri deild þjóðþingsins, kann að skapa slíka freistingu. Að falla fyrir þeirri freistingu og fara að beita í sífellu bráðabirgðalagaákvæðinu gamla væri bjarnargreiði við þá sem í ára- tugi hafa unnið að því að setja ís- lenska lýðveldinu nýja stjórnar- skrá. Samstaða um styrkara þing- ræði í nýrri stjórnarskrá næst ekki nema stjórnvöld kappkosti að starfa á næstu mánuðum og misser- um í anda hinna nýju ákvæða. Álver í Geldinganesi,: Fráleitt staðarval segir Álfheiður Ingadóttir, fulltrúi i umhverfismálaráði Staðsetning álvers í Geldinga- nesi er ekki eingöngu spurning um atvinnumál og því vil ég gagn- rýna það að borgarráð sendi um- hverfismálaráði ekki skýrslu staðarvalsnefndar til umsagnar, sagði Álfheiður Ingadóttir, full- trúi Alþýðubandalagsins í umhverfísmálaráði í gær. I Geld- inganesi eru gífurlegir umhverfis- og náttúruverndarhagsmunir í húfi og allt bendir til þess að ein- mitt álbræðsla sé mjög varhuga- verð á þeim stað, sagði Álfheiður. Umhverfismálaráð hefði því átt að fá þessa skýrslu rétt eins og atvinnumálanefnd. Á síðasta fundi umhverfismál- aráðs lagði Álfheiður fram tillögu um að ráðið fjallaði um hugsan- lega staðsetningu álvers í Geld- inganesi og fylgdist með þeim rannsóknum sem fyrirhugaðar eru. Ennfremur óska ég eftir því að teknar verði upp rannsóknir á hugsanlegri mengun vegna frárennslis og af völdum ker- brota, ekki síður en á loftmeng- un, sagði Álfheiður. Tillagan verður afgreidd á næsta fundi ráðsins. Það bendir allt'til þess að ein- mitt álbræðsla sé mjög varhuga- verð í Geldinganesi, sagði Alf- heiður, jafnvel þótt ítrustu vörn- um gegn loftmengun verði beitt og á það bendi ég í greinagerð með tillögunni. M.a. er gert ráð fyrir því að loftmengun af völdum brenniiteinsdíoxíðs verði breytt í írárennslismengun með svokall- aðri vothreinsun og einnig að kerbrotum, sem nema allt að 2 þúsund tonnum á ári verði fyrir- komið í sjó. Kerbrotin geta losað flúror og cyaníðsambönd, m.a. blásýru og með tilliti til þess að austur af Geldinganesi er viðkvæmt grunnsvæði sem er á náttúruminjaskrá tel ég fráleitt að reisa álver þar, sagði Álf- heiður. Auðvitað má segja að með full- komnum mengunarvörnum megi gera kraftaverk, en þau krafta- verk eru óheyrilega dýr og ger- breyta öllum kostnaðarútreikn- ingum og áætlaðri arðsemi, sagði Álfheiður ennfremur. Ráða- menn álversrins í Straumsvík bera sig illa þrátt fyrir gífurlega meðgjöf raforkukaupenda í landinu og lágmarksmengunar- varnir. Miðað við þann barlóm gæti álver sem greiddi eðlilegt raforkuverð og kæmi frá byrjun upp fullkomnustu mengunarv- örnum engan veginn staðið undir sér. Og þá er betur heima setið en af stað farið. Hins vegar er nauð- synlegt að framkvæma ítrustu rannsóknir á lífríki og vindafari í Geldinganesi því við vitum að í framtíðinni verður þar iðnaðar- og atvinnusvæði vegna mjög góðra hafnarskilyrða. Hvernig iðnaður það verður, hlýtur að byggjast á rannsóknum. En ég tel útilokað að álver verði sett niður á þessum stað - ekh Framkvæmdastjórí VSI fer fram á Suðurlandi Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands ísland hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs á Suður- landi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hefur Þjóðviljinn eftir áreiðan- legum heimildum að Þorsteinn hafi tekið þessa ákvörðun eftir að stuðningsmenn hans frá Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn komu á hans fund með áskorun, undirrit- aða af 5-600 kjósendum á Suður- landi. Kjördæmisþing Sjálfstæðis- flokksins verður haldið nú um helgina í Vestmannaeyjum. Þar verður tekin ákvörðun um próf- kjör en deildar meiningar munu vera um hvaða aðferð eigi að beita ef það verður ofaná, þ.e. hvort það skuli aðeins opið flokksmönnuip eða opið öllum. -AI Fjölbraut Breiðholti Starfsemin kynnt Starfsemi Fjölbrautaskólans í Breiðholti verður kynnt í dag laugardag frá kl. 14. - 17. Unnt verður að fylgjast með nemendum í kennslustundum auk þess sem kór skólans og nemendur á tónlistar- braut koma og skemmta gestum. Einnig verða veittar upplýsingar um starfsemi dagskóla og kvöld- skóla. 7 ár eru liðin síðan skólinn tók til starfaognústundanámíF.B. 1254 nemendur í dagskóla og 522 í kvöldskóla. Sjö námssvið eru í skólanum og 30 námsbrautir. Námssviðin eru: Almennt bók- námssvið, heilbrigðissvið, hús- stjórnarsvið, listasvið, tæknisvið, uppældissvið og viðskiptasvið. Að lokum má geta þess að mikil gróska er í nemendafélagi F.B. Þar starfa nefndir og klúbbar og nem- endur hafa allgóða félagsaðstöðu í kjalla sundlaugar skólans. ->g- Ragnar Lár í Gallerii Lækjartorg Ragnar Lár myndlistar- maður, sem nú er búsettur á Akureyri, opnar í dag myndlistasýningu í höfuðborg- inni, nánar tiltekið í Gallery Lækjartorg. Sýning hans verð- ur opin daglega til 21. nóvemb- er, en á henni eru bæði olíu- málverk og teikningar. Ljósm. eik. - Borgarafundur í Félagsstofnun stúdenta: Frelsisbarátta í Afganistan Stúdentaráð Háskóla íslands boðar í dag laugardag kl. 14.00 til almenns borgarafundar í Félagsstofnun stúdenta um frelsisbaráttu afgönsku þjóðarinnar. Framsögumaður á fundinum verður afgangsk- ur flóttarmaður að nafni Mohamed Akbar Saifi, sem dvelst um þessar mundir hér á landi. Þá verður á fundinum sýnd kvikmynd frá Afganist- an, fyrirspurnir og frjálsar umræður. HELO-SAUNA Höfum ávallt fyrirliggjandi saunaofna og klefa á mjög hag- stæðu verði. Helo I stærð 162x205x201 cm. Innifalið i verði er klefi með ofni, bekkjum, lofti, grindum á gólfi, höfuðpúða, Ijósi og full eingangaður. Verð 24.000.- Helo III. Stærð 205x205x201 cm. Innifalið í verði sáma og með Helo 1. Verð kr. 27.500.- Stakir ofnar 4.5 kw ofn kr., 5.573.- 6,0 kw kw ofn kr. 5.793.- 7.5 kw ofn kr., 6.315.- BENCO, Bolholti 4, sími 21945 Bréf milli landa á 20 sek. ACO hf. hefur hafið sölu á DEX fjarljósritunartækjum (“TELEFAX'1) frá BURROUGHS. Til þess að geta sent eða tekið á móti upplýsingum á pappír- innanlands, á milli landshluta eða landa, þarf aðeins aðgang að venjulegum síma ásamt DEX. VINSAMLEGAST LEITIÐ UPPLÝSINGA SlMI: 27333 Frá Flensborgarskóla Umsóknir nýrra nemenda um skólavist á vor- önn 1983 þurfa að hafa borist skrifstofu skól- ans fyrir 30.nóvember. Umsóknir um skólavist nýrra nemenda í öld- ungadeild þurfa að hafa borist á sama tíma. Skólameistari F.I.N. Félag íslenskra náttúrufræðinga heldur aðalfund sinn í fundarsal Orkustofnunar, Grensásvegi 9, fimmtudaginn 18. nóv. kl. 16.00 Dagskrá: Venjuieg aðalfundarstörf. Önnur mál Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.