Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 48
—-ji Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Rifstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Utanflokks- menn í nýju , flokksfélagi „Við ætlum að nýta okkur þær heimildir sem fmna má í lögum Al- þýðubandalagsins og stofna með okkur félag sem hefur heimild til að hafa óflokksbundna meðlimi innan sinna vébanda," sagði Árni Páll Árnason en á fundi um helgina var samþykkt að stofna nýtt félag innan Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Er rætt um að félagið heiti Birting og verður stofnfundur 18. júní. Á fundinum í gær var kosin undir- búningsstjórn sem í eru auk Árna Páls: Hrafn Jökulsson, Birna Bjarna- dóttir, Helgi Hjörvar, Vigfús Geirdal og Kjartan Valgarðsson. Árni Páil sagði að þeirra niður- ^staða væri sú að fullkomlega löglegt væri að stofna slíkt félag sem hefði óflokksbundna meðlimi. Félagið mun kjósa beint sína landsfundar- fulltrúa en þá í samræmi við fjölda flokksmanna. Framboðsmál munu vera meðhöndluð af kjördæmisráði beggja Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík. -SMJ Fríkirkjan: - Séra Cecil kosinn Prestskosning fór fram innan Frí- kirkjunnar um helgina. Einn prestur var í kjöri, sr. Cecil Haraldsson, og hlaut hann 775 af 1.151 greiddum at- kvæðum og telst þar með löglega kjörinn. 367 seðlar voru auðir og 9 ógildir. Á kjörskrá voru 4.409 og var kjör- sókn þvi um 26% sem er að sögn Einars Kristins Jónssonar, formanns safnaöarstjórnar, svipuö kjörsókn og venjulega. -Pá ’ Sautján ára piltur lést Sautján ára piltur frá Fáskrúðsfirði lést er hraðbáti var siglt upp í fjöru, utan viö Mjóeyri, neðan undir bæn- um Kappeyri, aðfaranótt laugardags. Fimm ungmenni voru í bátnum. Þrír piltar, allir frá Fáskrúðsfirði, og tvær stúlkur frá Reykjavík. Stúlk- urnar slösuðust talsvert og voru fluttar meö sjúkraflugi til Reykjavík- ur. Þær munu ekki vera í lífshættu. Lögreglan vinnur að rannsókn 'ehiálsins. Ekki er að fullu vitað hver " tildrög slyssins voru. Sjópróf verða væntanlega haldin á Eskifirði. -sme LOKI Þá er páfinn farinn - og sólin komin! Sambandið t m XM jm flPi ■HBS tapaði 1.5 milh- örðum af eigin fé - Reginn kaupir hlut Sambandsins 1 Álafossi Eigið fé Sambandsins rýrnaði um 1.030 milljónir á síöasta ári. Ef reiknað er með að eigiö fé fyrirtæk- isins eigi að halda verðgildi sínu jafngildir þessi rýrnun um 1.542 milijónum. Tap Sambandsins í fyrra varð 1.157 milljónir. Tap á rekstrinum sjálfum varð um 174 milljónir. Tap vegna fj ármagnskostnaðar um- fram -tekjur varð um 837 milljónir. Þar af er tap vegna hækkunar er- lendra lána vegna gengisfellinga í fyrra og strax eftir áramótin um 687 railljónir. Sambandið skuldaði um 8.649 milljónir um síðustu áramót. Það er um 2.030 milljónum meira en ári áður. Fyrirtækið tók ný langtíma- lán að upphæð um 908 milljónir á árinu 1988. Á sama tima og veltufé Sam- bandsins óx um 0,3 prósent á síð- asta ári uxu skammtímaskuldir fyrirtækisins um 25,3 prósent. Veltufjárhlutfall fyrirtækisins er nú failið i 0,83. Efþetta hlutfall fer niður fyrir 1 er taliö líklegt að fyrir- tæki getilent í greiðsiuerfiðleikum. Tekjur Sambandsins urðu í fyrra um 16,3 milljarðar og drógust sam- an um 1.247 milljónir frá fyrra ári. Þar veldur sjálfsagt mestu að áriö í fyrra er fyrsta uppgjörsárið eftir að iðnaðardeild Sambandsins var sameinuð Álafossi. Stjórn Sambandsins hefur sam- þykkt að Reginn, eignarhaldsfyrir- tæki sem meðal annars heldur hlut Sambandsins í íslenskum aðal- verktökum, kaupi hlutabréf Sam- bandsins i Álafossi. Reginn hefur þegar keypt nokkurn hluta af þess- um bréfum eða fyrir um 120 millj. samkvæmt nafnverði. í ræðu Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra Sambandsins, á aðlfundi. fyrirtækisins í morgun kom fram að samvinnuhreyfingin .yrði að hverfa frá taprekstri. „Annars er verið að eyða af eigin fé hreyfingarinnar sem samvinnu- menn í landinu hafa byggt upp í heila öld,“ sagði Guðjón. -gse Jóhannes Páll II. páfi flutti heilaga messu á Landakotstúni í gærmorgun. Við slikar athafnir taka margir þátt i sjálfri messugjörðinni, kardínálar, biskupar, prestar og safnaðarþjónar. Kórdrengirnir Árni Bjarnason og Friðrik Reynisson sjást hér aðstoða páfa, ásamt monsignor Marini, siðameistara Vatikansins. JJ/DV-mynd BG Veðriö á morgun: Dálítil rigning Á morgun verður suöaustanátt og dálítil rigning um vestanvert landið en sunnan- eða suðvestan- átt og skýjað með köflum á Norð- ur- og Austurlandi. Hitinn verður 6-10 stig. Athöfnin á Þingvöllum: Dreifirit gegn páfa Dreifiriti, sem í var lýst andstöðu við heimsókn páfa, var dreift við at- höfnina á Þingvöllum á laugardag- inn. Bréfið er skrifað í nafni Félags áhugamanna um íslenska sögu, menningu og reisn en enginn ábyrgðarmaður skrifar undir. í bréfrnu er vísað til sögu Þingvalla í sambandi við sjálfstæöi íslands og að þjóðin hafi missf sjálfstæðið við aukin áhrif kirkjunnar í Róm. Þessi góðlátlegi gamli maður, páfinn, bannfæri menn í guðs nafni og banni fóstureyðingar og getnaðarvarnir. Að lokum segir að íslendingar ættu að huga að öðrum verðmætum en slektinu í Róm. -JJ Kvennalistinn: Innáskipt- ingu Guð- rúnar frestað Á fundi Kvennalistans í Skálholti um helgina var ákveðið að Anna Ólafsdóttir Björnsson komi inn á þing í stað Kristínar Halldórsdóttur. Það er í samræmi við ákvörðun landsfundar fyrir kosningar 1986. Einnig var ætlunin að Guðrún Agn- arsdóttir færi af þingi og Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Náms- flokka Reykjavíkur, tæki við. Þær munu ekki skipta næsta haust en rætt er um að það verði um áramót eða jafnvel ekki fyrr en næsta vor. -SMJ Venjulegur kuldi: Mun hlýrra en fyrir tíu árum Meðalhiti í maí í ár var 4,8 stig sam- kvæmt upplýsingum Veðurstofu ís- lands. Árið 1979 var meðalhiti sama mánaðar 2,3 stig. Það þarf ekki að fara nema aftur til 1983 til að finna svipað kalt vor og nú ríkir. Þá var meðalhiti apríl og maí samanlagt 3,1 stig en meðalhiti sömu mánaða í ár mældust 3,2 stig en 2,2 stig 1979. „Það er meiri snjór nú en fólk á að venjast," sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur í samtali við DV. Hann taldi vorið nú vissulega vera kalt en eins og tölur sýna langt frá því að vera kaldasta vor í manna minnum. -Pá NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR BÍLALEIGA v/Flugvallarveg 91-6144-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.