Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 1989. 17 Lesendur Kaffistofuviðskipti í Svínahrauni Valgeir Matthiasson skrifar: Fimmtudaginn 25. mai sl. var ég við störf mín við að aka fólki úr sumarbústað í Ölfúsborgum til Kópavogshælis. Er ég kem að kaffi- stofunni í Svínahrauni á leið til Reykjavíkur taldi ég rétt að kaupa olíu á bílinn. Ég ek bílnum upp að olíutanki sem þama er en þar var enga hreyfingu að sjá. Ég fór inn og hitti þar fyrir konu eina sem ég sagöi erindiö, vildi kaupa olíu - en í þetta skipti aðeins fyrir 50 krónur (rétt til að vera viss um að næg olía væri á bönum til að komast alla leið). Konan brást ókvæða við, hellti úr skálum reiöi sinnar yfir fram- komu minni, aðallega vegna þess að ég skyldi dirfast að „þvæla sér út fyrir ekki hærri upphæð". Síðan bætti hún þvi við að „þetta ætti sko að seija i blöðin“. Mig setti hljóðan við ræðu þessa. Það skal tekið fram að ekki var sagt eitt einasta styggð- aryrði við konuna og eru fleiri til vitnis um þaö. Afgreiðslukonan talaði um það sjálf í upphafi að þetta væri svi- virðilegt (beiðni mín um 50 króna viðskiptin) og þetta þyrfti að skrifa um opinberlega þannig að mér finnst það skylda min að uppfyUa þessa einlægu ósk hennar og koma þessu á framfæri. - Að lokum tek ég fram að i leiöarlok tók ég effir því aö tappann vantaði á olíugeym- inn. Hefúr þessari heiðurskonu greinilega ekki fúndist þaö ómaks- ins vert að setja hann á og ekki væri það innifaiið i því gjaldi sem reitt var fram. Þetta er kannski ný stefna sem á að duga til að lokka til sin við- skiptavini. Spyr sá sem ekki veit. - Að minnsta kosti vil ég ráðleggja væntanlegum viðskiptavinum þama að spara ekki krónumar ef þeim dytti í hug að heiðra þessa sæmdarkonu með nærvem sinni. „Þrengingar" við Hjallasel Sigríður hringdi: Hér við Hjallaselið, eina ágæta og mikið ekna götu í borginni, er einn stór agnúi. Hann er sá að þar er mik- ið um svokallaðar „upphækkanir" og þrengingar sem era svo til trafala að engu er við að jafna. Ég veit ekki hvers vegna allar þessar hindranir eru settar í götu sem þessa þar sem aldrei hefur verið um hraðakstur að ræða í þessu hverfi. Til viðbótar hinum venjulegu hindrunum hefur svo verið komið fyrir steyptum blómakerum sitt hvorum megin við eina upphækkun- ina og eykur þetta enn á þrengingar þarna. Enda er það svo að ekið hefur veriö utan í kerin og moldin hrynur úr þeim á götuna þótt reynt sé að sópa því mesta að aftur. Þetta er nú búið að vera svona í meira en mánuð þótt tilkynnt hafi verið um máliö til borgarinnar. Við Hálsasel var líka komið fyrir tveimur upphækkunum og þar er sömu sögu að segja af því óhagræði sem af svona Á mótum Hjallasels og Hálsasels. - Mætti að skaðlausu losa okkur við þessar „þrengingar", segir hér m.a. ónauðsynlegum framkvæmdum tilbúnu „þrengingum" við þessar hlýst. Það mætti að skaðlausu losa tvær götur. okkur íbúana við eitthvaö af þessum Bestur dauður! G.H. skrifar: Mér brá illilega í brún þegar ég las lesendabréf Kristínar Jónsdótt- ur ÍT)V þann 25. maí sl. - að ég væri best kominn undir grænni torfu! Ég er 21 árs gamall eiturlyfia- neytandi (dópisti). Samkvæmt „hreinskilmslegri" skoðun bréfrit- ara ætti ég bara að fá að deyja drottni mínum án þess að eiga nokkra von um hjálp. - Þeir virð- ast ekki vera hátt skrifaðir hjá bréf- ritara sem vinna að áfengis- og eit- urlyfiávömum. Staðreyndin er hins vegar sú að þeir vinna mjög gott og þakkarvert starf og ég tel að ég eigi SÁÁ og þeirra starfsemi iíf mitt að launa. Þegar ég fór í meðferð var ég dag- legur neytandi og enginn átti von á að ég gæti lifaö eðlilegu lífi sem heiðarlegur og nýtur þjóðfélags- þegn. Þegar þetta er ritaö hef ég náð þriggja ára edrústandi og ég sam- þykki ekki að vera kallaður þriðja flokks persóna sem menn vildu frekar að dræpist heldur en að þurfa að horfa á mig ganga frjálsan um götur bæjarins. Ég vil einnig benda á að það era fordómar eins og þessir sem gera alkóhólistum/dópistum erfitt fyrir í daglegu lífi, eftir að fyrstu skrefin era stigin á bataveginum. Eða hver ræður dópista í vinnu, þótt hann hafi verið edrú í mánuð, ef vitað er að viðkomandi er fíkniefnaneyt- andi og gæti fallið hvenær sem er? - Jú, einhverjir, og reyndar þó nokkuð margir, en þó aöeins þeir sem vita um hvað málið snýst. Fyrir okkur fíkniefnaneytendur er aðeins eitt svar við fordómum af þessu tagi: Allir eiga von. Gabriel HÖGGDEYFAR_______ Amerísk jflr úrvaisvara ÆÆ Þú velur þá gerö sem hentar Viö eigum allar gerðir ★ Venjulega ★ Styrkta ★ Extra styrkta ★ Stillanlega ★ Gasfyllta ★ Stýrisdempara Póstsendum Tmjm r-. Skeifunni 5a - HÁBERG HF. Simi 8*47*88 SÓLBAÐSSTOFAN ÁNANAUSTUM CD CD 3 -Q "O CD C cn 0 *o b; "cö CD :2, .E "2 cd .52, -Q -J g c/d o *o O o = » .§ ;o -53 BfflrÍl-WhwO J «5 . « 3 w — S ■“ « ‘2 o «o E o ai io Opið: Mánud.-fimmtud. kl. 12-22. Föstud. kl. 12-20. Laugard. og sunnud. kl. 12-17. RŒKTIW Sólbaðsstofan, Ánanaustum 15, Reykjavík, sími 12815 Keflavík - Amsterdam - TORONTO Auðvelt og þœgilegt með Arnarflugi og KLM ■ Kynntu þér sérfargjöldin okkar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.