Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 1989 r /rVi -i Cn ^ - 'i r i Fréttir dv Mikil stemmning þegar páfi kom í Kristskirkju: Ógleymanleg stund fyrir söfnuðinn „Söfnuðurinn var mjög hrifmn. Hápunkturinn hjá mörgum var þeg- ar páfi kom í kirkjuna á laugardag- inn. Stemmningin var mjög mikil í kirkjunni og páfi heilsaði mjög mörg- um. Þessi stund verður ógleymanleg í minningu safnaðarfólks og mun örugglega eíla safnaðarstarfið mik- ið.“ sagði séra Jakob Loland, prestur í Kristskirkju, í samtali við DV. Mikil eftirvænting var meðal fólks, bæði fvrir utan Kristskirkju og með- al safnaðarmeðlima. nunna og presta Auður Laxness: Yndisleg samkoma „Þetta var yndisleg samkoma og við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera viðstödd," sagði Auður Lax- ness, eiginkona Halldórs Laxness, í samtali við DV. Þau hjón voru ásamt börnum sínum og barnabömum við- stödd i Landakotskirkju á laugardag þegar Jóhannes Páll páfi H átti stutta stund með söfnuði katólskra á ís- landi. Halldór Laxness lét ungur skírast til katólskrar trúar og hefur trúin mótað skrif skáldsins á margvíslegan hátt. Fjölskyldan á Gljúfrasteini stóð svo úti á hlaði og veifaði til páfa þegar hann ók framhjá á leið til Þingvalla. -Pá Halldór og Auður Laxness á Gljúfra- steini eftir samverustund með páfa. DV-mynd KAE inni í kirkjunni, áður en páfi kom akandi að Landakoti á laugardag. Um leið og bílalest páfa hafði stöðv- ast gekk hann að fólksmergðinni sem komin var að sjá hann. Heilsaði hann íjölmörgum, sagði nokkur orð, lagði lófa á höfuð barnanna og kyssti þau. Fólk var hrifið af því hvernig páfi blandaði óhikað geði við það. Örygg- isverðir voru hins vegar á nálum og voru um allt. írafár þeirra snerti páfa hins vegar ekki hið minnsta frekar en við önnur tækifæri í heim- „Hið kalda veður varð að umtals- efni þegar við ræddum við páfa í safnaðarheimilinu á laugardags- kvöld. Páfi hafði þá á orði að honum hefði þótt mun kaldara í Japan þegar hann var þar í heimsókn í febrúar 1981,“ sagði séra Jakob, prestur í kaþólska söfnuðinum, við DV. sókninni. Þá gekk páfi að skreyttri tröðinni sem liggur að kirkjunni. Þar biðu biskup kaþólsku kirkjunnar, prestar, fulltrúar leikmanna og fleiri. Heils- aði páfi þeim og gekk með þeim inn í kirkjuna til fundar við um 400 safn- aðarmeðlimi og nunnumar. Páfi gekk inn efir miðju kirkjugólf- inu að altarinu og heilsaði gestum á leiðinni. Þegar upp að altarinu kom fögnuðu nunnumar honum með fagnaðarhrópum meðan söfnuður- „Vegna kuldans gekk messan á sunnudagsmorgun hraðar fyrir sig en gert var ráð fyrir í upphafi. Hin þögla bæn páfa varð mun styttri en venjulega. En þetta hefði verið miklu verra hefði farið að rigna. Við vorum lánsöm að ekki skyldi rigna.“ Kuldinn varð mönnum mjög að inn klappaði. Blessaði páfi söfnuð- inn, fór með hljóða bæn og flutti síð- an ræðu þar sem hann ávarpaði presta, nunnur og safnaðarfólk. Þá tók páfi við blómum og blessaði síðan gullkórónu sem hann setti á höfuð tréstyttu af Maríu sem verið hefur í kirkjunni frá vígslu hennar. Fundur páfa með söfnuöinum varði Lum klukkustund. -hlh umræðuefni þessa helgi, ekki síst útlendingunum. Útlendir blaða- og fréttamenn, þéir fáu sem mættu, skulfu bókstaflega af kulda og þeir innlendu virtust ekki hafa það allt of gott heldur. -hlh Jóhannes Páll páfi II. gengur niður landganginn á Frónfara. DV-mynd KAE Við fögnum góðum gesti „Yðar heilagleiki, á tungu feðra vorra býð ég yður velkominn fyrir hönd ríkisstjórnar íslands. Við fógn- um góðum gesti.“ Þannig fórust Steingrími Hermannssyni forsætis- ráðherra orð þegar hann tók á móti Jóhannesi Páh páfa II. á Keflavíkur- flugvelli kl. 13.00 á laugardag. Klukkan var nákvæmlega 13.00 þegar Frónfari, flugvél Flugleiða, nam staðar við enda rauða dregilsins og móttökuathöfnin hófst. Þegar páfi haföi kropið og kysst íslenska jörð lék lúðrasveit þjóð- söngva Vatíkansins og íslands. Því næst flutti Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra stutt ávarp og bauð páfa velkominn og sagði meðal annars að íslendingar styddu hann heils hugar í baráttu hans fyrir friði og bættum lífskjörum. Síðan ávarpaði Jóhannes Páll páfi E. viðstadda og kvaðst hingað kom- inn vegna sérstaks áhuga síns á ís- landi og jafnframt til þess að blessa söfnuð sinn hér. Hann hvatti íslend- inga til þess að halda fast í þau kristnu viðhorf sem mótað heföu þjóðina fram á þennan dag og varð- veita þau menningarverðmæti sem þjóðin heföi erft frá stórhuga forfeð- rum sínum. Geysilegur viðbúnaður lögreglu og öryggisvarða var við komu páfa hingað til lands og fylgdust vopnaðir burstaklipptir lifverðir með hverri hreyfmgu hans. Fjórir lögreglubOar og 5 mótorhjól fylgdu bílalest páfa sem í voru 10 bifreiðir alls. -Pá Páfi gaf sig sérstaklega að börnunum þegar hann gekk meðal fólks og heilsaði því. Brosti hann góðlátlega til barnanna, sagði nokkur orð og strauk þeim bliðlega. Þessi litla stúlka hlaut blessun páfa og virtist líka vel að hitta þennan vinalega, gamla mann. DV-mynd Hanna Fannst kaldara í Japan í dag mælir Dagfari________________ Flokkur í flokki Þeir eru sniðugir í Alþýðubanda- laginu. Samkvæmt reglum flokks- ins geta ílokksfélagar myndað mörg félög innan flokksins og búið jafnvel til nýja flokka í flokknum. Þetta kemur sér vel þegar deilur spretta upp í aðalflokknum. Þá geta menn rottað sig saman og stofnað nýjan flokk í stað þess að vera að rífast í hinum flokknum. í hvert skipti sem einhver hópur innan Alþýðubandalagsins lendir í minnihluta getur hann sagt skilið við flokkinn og stofnað nýjan flokk. Þetta ætla þeir að gera í Alþýðu- bandalagsfélagi Reykjavíkur. Þar var haldinn aðalfundur um daginn og ný stjóm kjörin. Eitthvað var minnihlutinn á fundinum óánægð- ur með úrslitin og nú hefur þessi minnihluti ákveðið að stofna annað Alþýðubandalagsfélag í Reykjavík. Þar fá menn væntanlega að vera í friði fyrir meirihlutanum og þar geta þeir væntanleg haldið saman þangað til einhver meirihluti í fé- laginu kýs menn í stjóm sem minnihlutinn er á móti. Þá er ekk- ert annað að gera en að stofna enn aftur nýtt félag og svo koll af kolli. Einhver kynni að segja að þetta sé lítUl félagsþroski og muni skaða Alþýðubandalagið þegar fjölmörg félög era stofnuð á sama svæðinu, eftir því hvort meirihlutinn er minnihluti eða minnihlutinn meirihluti. En félagsþroski sósíal- ista er einmitt hin sterka hlið þessa máls vegna þess að félagsþroski er ekki fólginn í því að sætta sig við að vera í minnihluta heldur í hinu að geta stofnað félög og flokka án þesss áð ganga úr gamla flokknum. Enda segir formaður flokksins, Ólafur Ragnar Grímsson, að þetta muni styrkja Alþýðubandalagið. Ef formaðurinn er þeirrar skoðun- ar að flokkurinn batni við að klofn- ingurinn verði alvarlegri og ný fé- lög séu stofnuð til höfuðs þeim gömlu þá getur maður ekki betur séð en að það eigi að verða eitt helsta verkefni formannsins að kynda undir klofning og hatur inn- an Alþýðubandalagsins svo flokk- urinn eflist sem mest. Hingað til hefur það verið land- læg skoðun í pólitík að flokksmenn þurfi.að standa saman í blíöu sem stríðu og það hafa verið lýðræðis- legar leikreglur að minnihlutar sætti sig við meirihlutaákvarðanir, eins og til dæmis þegar kosið er til stjómar. Alþýðubandalagsmenn í Reykjavík hafa hins vegar varpað þessari keningu fyrir róða og hyggjast nú efla flokksstarfið með því að kljúfa flokkinn. Og þessi hópur áhugasamra félaga hefur formanninn með sér í slagnum vegna þess að formaðurinn vill að sem flestir kljúfi og fari og búi til ný félög. Þá veröi starfsemi Al- þýðubandalagsins með meiri og betri blæ og nýtt líf færist í alla- balla. Ólafur Ragnar hefur haldið því fram í ræðu og riti að Alþýðu- bandalagið sé jafnaöarmanna- flokkur. Samkvæmt fréttum frá Alþýðubandalagi Reykjavikur er ekki lengur pláss fyrir jafnaðar- menn 1 þessu stærsta félagi flokks- ins. Jafnaðarmennirnir í flokknum þurfa að stofna nýtt félag til að komast að fyrir trotskyistum og maóistum og gömlu klíkunni. Mun það vera einsdæmi að fólkið, sem á að vera í flokknum og flokkurinn er fyrir, skuli ekki komast að í sín- um eigin flokki og þurfi að stofna með sér félag til að fá að vera með. En það er hugsanlega eftir öðru í nýstárlegu flokksstarfí Alþýðu- bandalagsins að láta allt aðra menn stjórna flokknum heldur en þá sem flokkurinn er fyrir. Jafnvel for- maðurinn í Alþýðubandalaginu er haföur utangátta og á énga samleið með fólkinu sem kosið er í stjóm í Alþýðubandalagsfélagi Reykjavík- ur. En hvað gera menn ekki til að stækka flokka sína? Það er enda ólíkt þægilegra að hafa flokksfélag- ana í sitt hvoram hópnum í stað þess að hafa þá alla saman þar sem hver rífst upp í annan. Ef menn dreifa sér nóg ríkir sátt og sam- lyndi í hópi alþýðubandalags- manna. Aðalatriðið er að þetta fólk hittist ekki, sjái ekki hvert annað né tali saman. Þá getur Alþýðu- bandalagið með réttu hrósað sér af einingu og eflingu og lýðræðis- legum flokki. Ólafur Ragnar er greinilega að vinna mikið og gott starf í Alþýðubandalaginu. Klofn- ingurinn eykst með hverjum fund- inum. Hver höndin er uppi á móti annarri. Svona eiga almennilegir flokkar að vera. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.