Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 1989. íþróttir Sig. Grétarsson: Vona að ég komist „Ég er aö vona að ég komist í leikinn gegn Austurríkismönn- um,“ sagði Sigurður Grétarsson í samtali við DV í gær en hann býr sig nú undir lokaáfanga úr- slitakeppninnar í Sviss meö liði sfnu, Luzern. „Við eigum tvo leiki eftir og þurfum stig úr þeim til að tryggja okkur raeistaratitilinn. Fyrri leikurinn er á laugardag en sá seinni á miðvikudag í vikunni á eftir, sama dag og við mætum Austurríkismönnura í Reykja- vík,“ sagði landsliðsfraraheijinn. Sigurður var mjög ánægður með stigið sera vannst í Moskvu en var hins vegar varkár er hann leit til næstu riðureigna. Kvað Sigurður leikina fram undan mjög erfiöa: „Við verðum að ná stigi gegn Austuríkismönnum heiraa og ef við leikum eins gegn þeira og viö gerðum í Moskvu þá er þetta stig inni í myndinni. Það má hins vegar ekki horfa fram hjá því að þó aö stig hafi unnist gegn Rúss- um þá er ekki þar með sagt að við vinnum Austurríkismenn heima,“ sagði Sigurður sem hefur gert eitt mark fyrir ísiand í for- keppni heimsmeistaramótsins. JÖG í kvöld: KR mætir Pjflki Einn leikur er i L deiid karla í knattspyrnu í kvöld. Þá eigast við lið KR-inga og Fylkisraanna og fer viðureign þeirra fram á velli vesturbæinganna við Frosta- skjóL Leikurinn hefst klukkan 20. • Erlingur Kristjánsson stekkur allra hæst í leik KA og Þórs á laugardaginn. Ekkert mark var skorað í viðureign liðanna. DV-mynd Gylfi Jafht í nágraxmaslag norðan heiða: Þaðsamaogtap - sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KA, eftir 0-0 jafntefli KA og Þórs Sóknarsigur hjá Víkingum - unnu Skagamenn, 2-0, á Akranesi Stguiður Svernaaan, DV, AkranesL Víkingar gáfu ekki neinar af- mælisgjafir á Akranesi á laugardag er þeir sóttu Skagamenn heim á 24. afinælisdegi Siguröar B. Jónsson- ar, miðvarðar Akranessliðsins. Þeir fognuðu hins vegar 100. meistaraflokksleik Björns Bjart- marz með 2-0 sigri sem hefði allt eins getað orðiö helmingi stærri ef ekki hefði komið til stórgóð mar- kvarsla Ólafs Gottskálkssonar. Þessi sigur Víkinganna var að- eins sá fiórði á Akranesi á síðustu 20 árum en fyllilega verðskuldaður. Á meðan heimamenn verkuðu þungir og staöir börðust gestimir eins og ljón og uppskáru eftir því. Með þessum sigri skutust þeir upp fyrir Skagamenn á stigatöfi- unni og ef þeir leika áfram af sama krafti þuifa þeir ekki aö óttast framhaldið. Sigurði Lárussyni, þjálíara Skagamanna, er hins vegar nokkur vandi á höndum. Eftir góöan sigur á KR-ingum hafa tveir taplelkir fylgt í kjölfarið. Skagaliöið verkaði áhugalítið 1 þessum leik og gekk illa að skapa sér færi. Af þeim var hins vegar nóg við hinn enda vall- arins. Besti kafli Akumesinga í leikn- um var síðari hluti fyrri hálfleiks. Þeir gerðu þá haröa hríð að marki gestanna. Með heppni hefðu Aöal- 8teinn Víglundsson, Stefán Viðars- son og Haraldur Ingólfsson allir getaö skoraö en sömu sögu má segja um þá Atla Einarsson, Andra Marteinsson og Goran Micic þar á undan. Effir markalausan fyrri hálfleik þar sem Víkingar léku undan gol- unni áttu vallargestir von á aö Skagamenn létu tíl skarar skríða. Ekkert varð úr því en Andri Mar- teinsson skoraði hins vegar glæsi- legt mark á 52. mínútu. Þrumu9kot hans utan vítateigs sigldi yfir Ólaf í markinu, rétt undir þverslá, 1-0. Bjöm Bjartmarz fékk síðan kjör- ið færi til að tryggja stígin þrjú um miðjan síðari hálfleikinn en Ölafúr varði þá meistaralega af stuttu færi. Báðum varamönnum Akumes- inga var skipt inn á í kjöJfarið. Viö það færðist aukið líf í lið heimamanna en vöm Víkíngs gaf fá færi á 9ér. Þó skoraði Karl Þórð- arson á 75. mínútu en markiö var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Gestimir gerðu svo út um leikinn á 81. mínútu. Alexander Högnason missti þá boltann á vallarmiðjunni, Atli Einarsson braust í gegnum vöm heimamanna og renndi á Gor- an Micic sem skoraði af stuttu £æri. Skagamenn reyndu að herða sóknina enn frekar í lokin en á kostnað vamarinnar. Micic komst til að mynda einn 1 gegn en Ólafur bægði skoti hans í þverslá og á lokamínútunni skaut Atli framhjá úr dauöafæri. Þess má geta að leikurinn var spilaður á grasi. Maður leiksins: Ólafur Gott- skálksson. Bragi Bergmann ** Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Þessi úrslit eru nánast það sama og tap fyrir okkur. Ef við ætium okk- ur að sigra verðum við að nýta þau færi sem við fáum en þaö gerðum við ekki núna,“ sagði Guðjón Þórðar- son, þjálfari KA, eftir 0-0 jafntefli Akureyrarliðanna á laugardag. Guð- jón var óhress en Milan Duricic, þjálfari Þórsara, var ekki eins óá- nægöur: „Eitt stig til Þórs er mjög gott,“ sagöi hann á leið til búnings- klefans eftir leikinn. Hefði réttlætinu verið fullnægt hefði KA hirt stigin þrjú sem í boði voru með því að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Jón Grétar Jónsson, Antony Karl Gregory og Gauti Lax- dal fengu til að mynda allir góö færi til að koma KA á blað en ekkert gekk. KA var yfirburðalið í hálfleiknum og hefði átt að hafa tveggja til þriggja marka fomstu í hálfleik. En það em ekki ónotuð marktæki- færi sem telja heldur þau sem em nýtt og gefa mörk. KA náði ekki að halda yfirburðum sínum á miðju vallarins í síðari hálfleik og einum daprasta leik liðanna í íslandsmóti hin síðari ár lauk því með marka- lausu jafntefli. Það var ekki sá bar- áttuandi ríkjandi í þessum leik sem oftast einkennir leiki Akureyrarlið- anna, hvað sem olli því. Miðvörðurinn Luca Kostic var besti maður Þórs, batt vömina vel saman og er liðinu greinilega geysi- lega mikiivægur. Þá átti Birgir Karls- son mjög góðan leik og einnig Þor- steinn Jónsson. Erlingur Kristjáns- son var að venju burðarás í liði KA, geysilega sterkur og sömu sögu má segja um Bjama Jónsson. Dómari var Ólafur Lárasson, dæmdi vel og fær tvær stjörnur af þremur mögulegum. Maöur leiksins: Luca Kostic. Hvers vegna á möl? - Akureyrarliðum neitað um frestun Gylfi Kristjánssan, DV, Akuxeyri: Leikur Þórs og KA í 1. deildinni um helgina var leikinn á malarvelli Þórs. Sótt hafði verið um frestun á leiknum svo að liðin gætu leikið á grasi og hafði leikdagur verið ákveðinn 21. júní. En mótanefnd KSÍ í Reykjavík sagði nei og heimilaöi ekki frestun. Leikur- inn skyldi leikinn á mölinni og heyrðust þær skýringar helstar að liöin í deildinni skyldu sitja við sama borð. Ekki er gott að sjá í fljótu bragði hvað það kemur öðram liðum í deiidinni viö hvort Akureyrarliðin leiki innbyrðisleiki sína við þau bestu skilyrði sem hægt er að finna fyrir norðan. Þetta eru stórleikir á Akureyri og óþolandi að misvitrir mótanefndarmenn í Reykjavík stjómi á þennan hátt. Þeir mega vita að á Akureyri ríkir mikil óánægja með það að leik liðanna var ekki frestað þar til grasvellimir væra tilbúnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.