Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 1989. Útlönd__________ Þjóðarsorg í Teheran Þúsundir irana þyrptust út á götur Teheran í gær í kjölfar frétta um lát ayatollah Khomeinis, andlegs leiötoga þjóðarinnar. Allt fór að mestu frið- samlega fram. Fimmtíu milljónir írana syrgja nú hinn fallna leiðtoga sinn og hefur þjóðarsorg verið lýst yfir. Simamynd Reuter Þúsundir írana þyrptust út á götur Teheran í gær til aö syrgja ayatollah Khomeini, andlegan leiötoga lands- manna, en hann lést að kvöldi laug- ardags, 86 ára að aldri. Khomeini var hjartveikur og gekkst undir upp- skurö nýlega. Hann var talinn á bata- vegi í síöustu \dku. Þjóðarsorg ríkir nú í landinu og hópuðust margir. flestir klæddir sorgarbúningi, til heimilis leiötogans sáluga þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda um að láta það vera. Margir syrgj- enda lágu á jörðinni og börðu höfð- inu í hart undirlagið. Svartir sorgarf- ánar blaka víða í borginni og ræðum hins látna leiðtoga var útvarpað á götum úti. Ráðamenn í íran hvöttu til stilhngar og virðist scm flestir hafi hlýtt þeirri hvatningu. Lýst hef- ur verið yfir fjörutíu daga þjóðarsorg í íran. Khamenei tekur við í gær var tilkynnt að samkunda trúarleiðtoga írana hefði valið Ali Khamenei forseta til að taka við af Khomeini. Khamenei, sem er 49 ára að aldri, hefur látið lítið á sér bera í íran og var að öllu jöfnu ekki nefnd- ur þegar rætt var um hugsanlegan arftaka Khomeinis. Margir telja aö kosning hans hafi verið málamiðlun- arkosning til aö brúa biliö milli rót- tækra og íhaldssamra hópa í stjórn landsins. Khamenei er öllu hófsamari en fyr- irrennari hans i flestöllum málum. Hann hefur unnið náið með Rafsanj- ani, forseta íranska þingsins, en margir vestrænir leiðtogar bundu vonir við Rafsanjani. Segjafréttaský- rendur að ef samstarf Khameneis og Rafsanjanis haldist geti svo farið að minna verði úr valdabaráttu þeirri er margir óttuðust í kjölfar láts Kho- meinis en búist hafði verið við. Útnefning Khameneis kom á óvart vegna þess hversu lágt settur hann var í valdastiga leiðtoga shita mú- hameðstrúarmanna í íran. Ayatollah Hossein Ah Montazeri var löngum talinn sá er taka myndi við af Khom- eini en var rekinn frá völdum í mars- mánuði vegna gagnrýni á mannrétt- indabrot í Iran. Sonur Khomeinis við völd? Fréttaskýrendur búast ekki við að mikilla breytinga sé aö vænta í stefnu írans næstu mánuði. Banda- rískir embættismenn óttast að í kjöl- far láts Khomeinis muni hryðju- verkaárásir á Vesturlöndum aukast frekar en hitt en telja þó litla hættu á að pólitískt jafnvægi í þessum heimshluta raskist. Flestir fréttaskýrendur búast við hatrammri valdabaráttu innan írans áöur en ljóst verði hver muni halda um stjórnartaumana. Sonur Kho- meinis, Ahmad, var talinn líklegur til að taka við af fóður sínum og telja margir aö hann muni tryggja stöðu sína á næstu mánuðum. I haust fara fram kosningar um forseta og flestir búast viö að Rafsanjani muni sigra. Þá veröur einiiig kosið um breyting- ar á stjórnarskránni sem fréttaský- rendur telja að geti haft í fór með sér breytingar á valdajafnvægi í íran. Gæti þá svo fariö að Ahmad eða Rafs- anjani gætu tekið völdin. Reuter Þrír íranskir karlmenn tyrir utan bústað Khomeinis í útjaðri Teheran í gær. Khomeini lést seint á laugardagskvöld. Simamynd Reuter Stormasamur valdatími Áriö 1979, eftir fimmtán ára útlegð, tók ayatollah Ruhollah Khomeini völdin í íran i öldu trúarbyltingar sem skók bæði hinn vestræna heim sem og önnur ríki múhameöstrúar. Hann umbylti írönsku þjóðfélagi og setti á stofn herskátt trúarþjóð- félag er storkaöi báðum stórveld- um. Þúsundir íranskra þegna trúir hinum faUna keisara voru teknir af lífi og herinn, sem og aörar stofh- anir í íran, var beygður undir vilja hins andlega leiötoga. Khomeini hafði brotið á bak aftur 2.500 ára hefð keisaraveldisins í fran. Trúarþjóðfélag Khomeini var staðráðinn í að byggja upp strangtrúarlegt þjóð- félag. Með valdatöku hans voru margir strangir siðir múhameðs- trúarinnar teknir upp á nýjan leik í þessu landi sem orðið hafði æ vestrænna. Undir stjórnKhomeinis háði íran átta ára blóðuga baráttu við ná- grannaríki sitt, írak. Áður en yfir lauk höfðu að minnsta kosti 120 þúsund íranir fallið, sumir vest- rænir stjómarerindrekar segja fómarlömb striðsins vera nærri hálfri milljón, og efnahagur lands- ins lagður í rúst. Stríðsskaðinn er áætlaður um 350 milljarðar dollara. Verðhrun á olíu árið 1986 bætti ekki úr efnahagsvanda þjóðarinnar og i ágúst í fyrra féllst Khomeini á vopnahlé. Líkti- hann því við að drekka eitur, Efnahagsiega náði íran sér ekki á strik undir stjóm Khomeinis og segja fréttaskýrendur það vera vegna togstreitu hans nánustu samstarfsmanna um bestu leiðina til fullkomins þjoðfélags. Stríðið við írak setti og strik í reikninginn og tafði mikið fyrir uppbyggingu. Afstaða Khomeinis gagnvart stórveldunum og barátta hans fyrir málstað fatæka mannsins höfðaði til margra múhameðstrúarmanna. En andstæðingar hans kveða hann hafa stjórnað landinu harðri hendi og dregið íran aftur í fornaldir. Einangrunarstefna var tekin upp og í utanríkismálum fordæmdi Khomeini vestræn ríki. Hann sagði Bandaríkin vera „hinn mikla Sat- an“ og Sovétríkin trúarlaust land. Samskipti írans og hins vestræna Ayatollah Ruhollah Khomeini, andlegur leiðtogi irans, lést á sjúkrahúsi í Teheran aðfaranótt sunnudags. Símamynd Reuter heims fóru eilítið batnandi á síð- asta áratug en versnuðu til muna í febrúar á þessu ári þegar Kho- meini hvatti múhameöstrúarmenn víös vegar um heiminn til að myrða bresk-indverska rithöfundinn Sal- man Rushdie. Hvatningin kom til vegna meintrar móðgunar við spá- manninn Múhameð í bók Rush- dies, Sálmar Satans. Guöfræðinemi Khomeini fæddist í septeraber árið 1902. Fyrstu 60 ár ævi sinnar nam hann og kenndi guðfræði. Árið 1930 kvæntist hann og eignuð- ust þau hjón fimm börn, þrjár dæt- ur og tvo syni. Yngsti sonur hans, Ahmad, starfaði náiö með honum. Árið 1964 var Khomeini sendur í útlegð vegna andstööu hans við keisarann. Hann hélt baráttu sinni áfram og var í forsvari shita múha- meðstrúarmanna í íran. Árið 1978 var Ijóst að íran átti við mikla efna- hagslega örðugleika aö stríða. Alda mótmæla og verkfalla gekk yfir landið og óstjórn tók við. Þann 16. janúar 1979 yfirgaf Reza Pahlavi keisari íran og l. febrúar sama ár sneri Khomeini heim. Blóöugt götustríð varð síðustu ríkisstjórn keisarans að falli, fjöldaaflökur á stuðningsmönnum keisaradæmis- ins fylgdu á eftir og Khomeini tók við völdum. Reuter Tölvu- og prentaraborð frá 3210 3217 3240 3230 Tölvuborðin frá SIS eru létt og meðfærileg á sérlega hagstæðu verði. Borðin henta jafnt til fyrirtækja, stofnana og heimila. Hringið eftir myndalista, eða skoðið borðin í sýningarsal okkar að Hesthálsi 2-4,110 Reykjavík. Við póstsendum samdægurs. KRISUÁN SIGGEIRSSON SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Hesthálsi 2-4 • sími 672110 REPRÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.