Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 16
16 Spumingin Ætlar þú aö sjá landsleik íslands og Austurríkis í næstu viku? Magnús Guðjónsson nemi: Nei, ég held ekki. Ég hef ekki áhuga á fót- bolta. Matthías Birgisson nemi: Nei, ég veit nú ekki en ég horfði á landsleik ís- lendinga og Sovétmanna á miðviku- daginn og hann var ágætur. Bjarni Vestmann fréttamaður: Ég hef ekki ákveðið það ennþá en það gæti gerst. Ég sá mörkin í leiknum á miðvikudaginn. Ágústa Lúðvíksdóttir nemi: Já, en ég verð eflaust að vinna. Ég ætla að sjá hann í sjónvarpinu. Elías Hergeirsson aðalbókari: Ég verð því miður ekki á landinu en hefði örugglega séð leikinn ef ég væri heimá Við vinnum Austurrík- ismenn með 3-1. öm Helgason „undirkontóristi“: Ég hef aldrei á ævinni farið á fótbolta- leik og tek varla upp á því á gamals aldri. Lesendur MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 1989. < i K ' i ~ r ' 1 - ■ v.-<) t * Verkalýðsleiðtogar og verðhækkanir: Hvað héldu menn? Kristinn Einarsson skrifar: í blöðum og útvarpi er nú dembt yfir mann miklu fjaðrafoki og yfir- lýsingum frá verkalýðsleiðtogum vegna þeirra verðhækkana sem ganga yfir þessa dagana. Auðvitað eru verðhækkanir ekki kærkomnar. Það þarf enga verkalýðsleiðtoga til að útlista það. Það sýnir hins vegar dómgreindarleysi þessara sömu verkalýðsleiðtoga að lýsa því yfír aö þeir séu hneykslaðir á þessum verð- hækkunum rétt eftir að samningar hafa verið gerðir við launþega. Það hefur engum verið lofað því að verðhækkunum yrði útrýmt eftir endumýjaða kjarasamninga. Þessir menn hafa þá einfaldlega ekki fylgst með í þjóðfélaginu á undanfömum árum eða þá að þeir em eitthvað slappari í kollinum en allur almenn- ingur ef þeir vita ekki að verðhækk- anir fylgja ávallt í kjölfar nýrra launasamninga. Uppsláttarfyrirsagnir í blöðiun á borð við „ASÍ/BSRB: Forsendumar eru brostnar", „Hvetjum fólk til að mótmæla verðhækkununum", „Bú- um nú við óðaverðbólgu" eru bæði heimskulegar og gagnslausar og innihalda ekkert annað en áróður um það að verkalýðsforustan hafi gert rétt og eiga líklega að stuðla að áframhaldandi setu forsprakkanna í stólum sinum. Ef þessir verkalýðsleiðtogar stærstu launþegasamtakanna hefðu verið skynsamir hefðu þeir ekki samið um neinar launáhækkanir heldur eingöngu rnn ýmis frekari réttindi á félagsmálasviði svo og skattalækkanir. Þaö gerðu þeir ekki því þeir vildu þóknast þeim sem halda þeim í stólunum og því er enn og aftur komið að „næsta hring“ sem er hækkun á vömm og þjónustu til samræmis við síðustu launahækk- anir. Það er í sjálfu sér allt í lagi að mótmæla verðhækkunum og hefði átt að gera það miklu fyrr og oftar, t.d. hinu óstjórnlega verðlagi land- búnaðarvara. Enginn hefur hreyft alvömandmælum á opinberum vett- vangi vegna þess, t.d. með mótmæla- fundi á Lækjartorgi. Er þó tilefni til þess ærið. Verkalýðsforingjar hljóta að vita eins og aðrir að það er löngu komið að endalokum hér að þvi er varðar þann lífsstandard sem við höfum búið við. Honum verður ekki uppi haldið nema með erlendum lántök- um, þ. á m. til þess að greiða hærri laun til BSRB, BHM, ASÍ og allra annarra. - Mótmæli héðan í frá em einskis virði - nema í þeim tilgangi að mótmæla kröfugerð fólksins sjálfs sem vill ekki skilja að leiknum er lokið að fullu. Asmundur Stefánsson, forseti ASI, Páll Halldórsson, formaður BHM, og Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. - Hafa þeir ekki fylgst með í þjóðfélaginu á undanförnum árum? Til hamingju, félagari! Tjaldvagn hverfur Jón Stefánsson skrifar: Aðfaranótt 4. maí sl. var tjald- vagn (tegund: Combi Camp) tek- inn af bílastæði við Austurberg 30 hér í Reykjavik. LeigubOl raætti Ijóslausura Volvobíl við Austurberg og Suðurhóla og er Kklegt að tjaldvagn, sem sá bQl hafði í togi, sé sá sem tekinn vár við Austurberg. Lýslng vagnsins er þessi: Ljós- grá karfa með svörtum lista að neðan eins og er á Combi Carap vögnunum. Klæðning á körfunni er úr garðastáli, fjaðrabúnaöur er Fiat Polski, 3ja biaöa, felgur 10" Austin Mini. Nöf frá pólskum Fiat en beisli burðarmeira með röri inni. í vagninum er drapiituð svampdýna og vatnsheldur dúk- ur saumaður undir dýnuna. Tjaldið á vagninum er dökkbrúnt og yfirbreiðsla yfir vagninn er appelsínuguL Hveijum þeim sem getur gefið upplýsingar ura vagn þennan er heitið fundarlaunum og láti hann þá vita í síma 71199 eða beint til RLR. - Þessi vagn er það mikið öðruvísi í smíði að erfitt verður að vera með hann án þess að vagninn þekkist, hvemig svo sem reynt yrði að breyta honum. Heiðursmenn f átaki um landgræðslu Kristín Jónsdóttir hringdi: Þá er hafið átak í landgræðslu. Mikið er ég fegin að slikir heið- ursmenn, sem fyrir átakinu eru taldir, hafa haft forgöngu um þetta verkefhi. Ég er viss um að nú verður loks einhver árangur sjáanlegur. Það þarf alltaf einhvetja sterka „bakhjarla'1 til að vera í forsvari fyrir svona átaki sem á að ná til svo fjölmenns hóps sem nú er rætt um, allra á aldrinum 16 til 67 ára ef ég man rétt. - Ég veit að við megum treysta því að hin- ir sterku bakfijarlar og þeir heiö- ursmenn, sem taldir voru upp sem forsvarsmenn .Átaks í land- græöslu“, láta ekki sitteftirliggja og leggja fram rausnarlega upp- hæð til verkefnisins fyrstir allra. Til hamingju, íslensk þjóð, með að eiga svo ft-amsýna og sterka heiðursmenn. Reykvíkingur skrifar: Nú er fallið þetta kvennavígi sem einu sinni hét Landssamtök mál- ffeyja á íslandi. Nú geta karlmenn fylkt liöi inn í „ITC“ og æft sig í fund- arsköpum og málflutningi að vild. Ættu ekki einhver karlasamtök að taka sér þetta til fyrirmyndar og vera í takt við tímann? - Vond er jú lyktin af karlrembu en óþefurinn af kven- rembu er ekki betri. Vonandi bera félagar ITC gæfu til þess að karlamir yfirtaki ekki öll völd innan samtakanna en stuðh að því að fólk geti starfað saman að sam- D.H.L. skrifar: Vegna greinar sem vakti athygli mína þann 29. f.m., þar sem maður nokkur lýsti því hvemig hann þurfti að sækja bO sinn til lögreglunnar og greiða fyrir, langar mig til að segja frá atviki sem ég varð fyrir og um hánótt eins og hann. Ég var að leggja bO mínum á götu einni en gat ekki lagt honum ná- kvæmlega eins og til er ætlast. Þetta var við götuhom og ég hugsaöi með mér að þar sem þetta var nú í út- hverfi og alls ekki mikil umferð þarna, hlyti þetta að vera í lagi yfir blánóttina. Um morguninn ætlaði ég svo að sækja bíhnn. Ég skrapp inn tO vinkonu minnar í húsi þama viö staðinn. Tveimur tímum síðar er vinkona mín ætlaði að aka mér heim er lögreglan komin á staðinn til að láta fjarlægja bílinn minn. Ég sagði þeim sem var að ég hefði ekki getað betur í því að leggja bílnum. Þeir ýttu honum þá upp á gangstétt að hluta og sögðu að nú væri ég „heppin“ - þyrfti ekki að greiða meira en 1000 kr. í sekt úr því þeir komuá staðinn, annars 3000 kr. (að mig minnir). Mér finnst þetta mikið óréttlæti þvi eiginlegum málefnum eins og þjóð- félagið ætti reyndar allt að gera. Ekki hafa framhaldsskólamir sinnt þessum bráðnauðsynlega fé- lagsmálaþætti. Fólk getur komist upp með að fara í gegnum margra ára háskólanám án þess að þurfa nokkum tíma að standa upp fyrir framan hóp af fólki tO að tala máli sínu. En þessu má bjarga fyrir horn á meðan samtök eins og ITC em tíl og með aOri þeirri sjálfboðavinnu sem félagamir leggja á sig tO að miðla hver öðrum af reynslu sinni. - Gætu ekki framhaldsskólamir not- ég hafði enga möguleika á að færa bílinn þama um nóttina. Ég held bara (svei mér þá) að lögreglan sé í því að safna sektum. Mér finnst hún hafi af nægum öðrum verkefnum að taka. Svo var aðfaramótt sunnudagsins sl. að ég var á heimleið í Grafarvog- fært sér þetta fólk? Ég hef lengi öfundað konuna mína yfir því að vera félagi í ITC, þar sem engin sambærileg félagasamtök em til hér á landi fyrir karlmenn á mín- um aldri - með fullri virðingu fyrir góðgerðarfélögum, en þau höfða ein- hvem veginn ekki til mín. Ég hvet fleiri tO að hugsa sitt mál. það þurfa allir að vera færir um að geta tjáð sig, flutt mál sitt og svarað fyrir sig en þurfa ekki að hugsa eftir á: Ég vOdi að ég hefði þorað að segja þetta. inn. Þá sá ég jeppa sem hafði verið lagt snyrtílega við götukant og héldu steinar við dekkin. Ég hugsaði með mér að eigandi þessa væri nú hepp- inn, sá þyrfti ekki að kvíða að bílliim hans yrði tekinn. - Önnur varð hins vegar raunin. Bíllinn fjarlægöur og leystur út gegn sekt. Bílar sem lagt er ólöglega fá margir óvænta „upplyftingu" eigendum til hrellingar. Hringiö í síma 27022 miUi kl. 10 og 12 eða skrifid Bflatökur og sektir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.