Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 1989. Viðskipti -______________________________________________ pv Rekstrarkostnaður bankanna: Tveimur millörðum of hár? Samanburður á rekstrarkostnaði íslenskra banka við erlenda banka virðist mjög óhagstæður fyrir ís- lensku bankana. Bendir lauslegur samanburður til að rekstrarkostnað- urinn sé allt að 2 milljörðum of mik- ill hérlendis. Vaxtamunur er hér meiri en erlendis og sömu sögu er að segja um hlutfall rekstrarkostnaö- ar af heildarinnlánum. Það vekur athygh að starfsmönnum bankanna hefur íjölgað um 61 prósent frá árinu 1980. Þá voru stöðugildi í íslenskum bönkum samtals 1938 en í lok síðasta árs voru þau 3126 talsins. Þetta er fjölgun upp á tæplega tólf hundruð stöðugildi. Einn þeirra hagfræðinga sem borið hafa saman rekstrarkostnað ís- lenskra banka og erlendra er Már Guðmundsson, núverandi efnahags- ráðunautur úármálaráðherra. Már Guðmundsson segir að vaxta- munur bankanna, það sem meðalút- lánsvextir séu hærri en innlánsvext- ir, hafi verið á bilinu 7 til 7,5 prósent árið 1987 samkvæmt upplýsingum Seðlabankans. Hjá erlendum bönk- um sé vaxtamunurinn hins vegar um 4,5 til 5 prósent í sambærilegri starf- semi. Og í alþjóðlegum viðskiptum fari þessi vaxtamunur allt niður í um 2 til 2,5 prósent. Munurinn á 7,5 prósenta vaxtamun íslensku bankanna og 5 prósenta vaxtamun erlendu bankanna er 2,5 prósent. Miðað við heildarinnlán við- skiptabankanna og sparisjóðanna í lok október 1988 segir Már að 2,5 prósent vaxtamunur hafi þýtt um 2 milljarða króna. Rekstrarkostnaður og innlánin Már leit ennfremur á rekstrar- kostnaðinn sem hlutfall af niður- stöðutölur efnahagsreiknings bank- anna. Þetta hlutfall mæhr vel rekstr- arkostnað í samanburði við hehdar- innlán og útlán, meginstarfsemi bankanna. A íslandi er þetta hlutfall 4,7 prósent en hæstu tölur erlendis eru um 3 prósent eða mismunur upp á mn 1,7 prósent sem gerir í krónum tahð rúma 2 milijarða. Tvær mis- munandi reikningsaðferðir gáfu því sömu niðurstöðu. Fréttaljós Jón G. Hauksson Það er ennfremur athyglisvert að skoða rekstrarkostnað bankanna sem hlutfall af landsframleiðslu. Árið 1973 var það 1,7 prósent, árið 1980 var það komið í 2,2 prósent og árið 1986 var það komið í um 3,5 pró- sent. Niðurstaðan er augljós, kostn- aður bankanna eykst meira en fram- leiðsluverðmætin í landinu. Samkvæmt skýrslu bankaeftirhts- ins var heUdarrekstrarkostnaður viðskiptabankanna og sparisjóöanna um 5 mihjarðar króna árið 1987 og framreiknað til þessa árs gæti kostn- aðurinn verið núna um 7 mUljarðar. Stefán Pálsson, formaður Sam- bands viðskiptabankanna, segist draga mjög í efa að hægt sé aö draga úr rekstrarkostnaði bankanna um 2 milljarða miöað við núverandi starf- senú þeirra. „Ég tel að hægt sé að reka íslenska bankakerfið ódýrar en gert er nú enda eru allir bankar að hagræða hjá sér,“ segir Stefán. Hann segir ennfremur að þau rök haldi varla að hægt sé að bera saman rekstrareiningar hjá stórþjóðum og rekstrareiningar smáþjóða. „Allir hlutir hljóta að kosta meira fyrir smáþjóð. Það þarf ekki annað en skoða heUbrigðiskerfið og samgöng- ur þjóðarinnar tíl að sjá það.“ Að sögn Stefáns er starfsemi ís- lenskra banka víðtækari en hjá er- lendum bönkum; fólk greiði flesta sína reikninga í gegnum bankana en víða erlendis taki póstgirókerfið þetta að sér. Dýr tölvuvæðing bankanna Eitt af því sem hefur stóraukið kostnað íslensku bankanna síöustu árin er mjög ör tölvuvæðing. „Það var vitað fyrir að á meðan tölvuvæð- ingin væri að ganga yfir hefði hún aukinn kostnað í för með sér en sparnaðurinn kæmi síðar og fælist fyrst og fremst í fækkun starfsfólks. Eg hef trú á að árið 1989 sjáist fyrst umtalsverður sparnaður hjá bönk- unum vegna tölvuvæöingarinnar.“ Stefán segir að bankarnir hafi tap- að á milli 600 og 700 mUljónum króna fyrstu fjóra mánuði þessa árs og að þetta tap hafi að mestu orðið til í jan- úar þegar bankarnir lækkuðu út- lánsvexti sína, nafnvexti, niður í um 12,5 prósent að ósk stjórnvalda. Verð- bólgan hafi hins vegar ekki verið jafnlág þennan mánuð eða í kringum 20 prósent og því hafi orðið um um- talsvert vaxtatap að ræða. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlánóverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 14-16 Vb.Sp Sparireikningar 3jamán. uppsögn 14-18 Vb 6mán. uppsögn 15-20 Vb 12mán. uppsögn 16-16,5 Ab 18mán.uppsögn 32 Ib Tékkareikningar, alm. 3-9 Sp Sértékkareikningar 4-16 Vb.Ab,- Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6mán.uppsögn 2-3 Allir Innlán með sérkjörum 27-35 nema Úb Ab Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 8,25-9 Ab Sterlingspund 11,5-12 Sb,Ab Vestur-þýsk mörk 5,25-6 Sb Danskar krónur 7,5-8 Ib.Bb,- Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv-) 28-30,5 Lb,Úb Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 27,5-33 Lb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 31,5-35 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf 7,25-9,25 Lb.Bb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 27,5-33 Lb.Úb SDR 10-10,25 Allir Bandarikjadalir 11,25-11,5 nema Úb Allir Sterlingspund 14,5 nema Úb Allir Vestur-þýskmörk 8,25-8,5 Úb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 38,4 MEÐALVEXTIR óverðtr. maí89 27,6 Verðtr. maí 89 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júní 2475 stig Byggingavísitala júni 453 stig Byggingavísitalajúní 141,6 stig Húsaleiguvísitala 1,25%hækkun 1. april VERÐBRÉFASJÓÐIR 5 Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,858 Einingabréf 2 2,145 Einingabréf 3 2,537 Skammtímabréf 1,330 Lifeyrisbréf 1,940 Gengisbréf 1,730 Kjarabréf 3,867 Markbréf 2,052 Tekjubréf 1,710 Skyndibréf 1,176 Fjölþjóöabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 1,857 Sjóósbréf 2 1,528 Sjóðsbréf 3 1.314 Sjóðsbréf 4 1,095 Vaxtasjóðsbréf 1.3140 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 278 kr. Eimskip 348 kr. Fiugleiöir 171 kr. Hampiðjan 154 kr. Hlutabréfasjóður 127 kr. Iðnaðarbankinn 156 kr. Skagstrendingur hf. 200 kr. Útvegsbankinn hf. 135 kr. Verslunarbankinn 143 kr. Tollvörugeymslan hf. 106 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnu- banki kaupa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxtum og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýslngar um penlngamarkað- inn blrtast I DV á tlmmtudögum. egga f JL J tf*.... \í s y © © L frr r y li o r oriir m o 9 ( { u r. yy 7 'J/j r j arnaii Nú geturðu látið dæluna ganga og unnið reiðhjól um leið! JA STJARNAN OG JÖFUR HF. standa fyrir stór- skemmtilegum leik í heila viku þar sem hlustandi meö talfœrin í lagi getur unniö glœsilegt Peugeot reiðhjól fyrir þaö eitt aö tala stanslaust og hiklaust í þrjátíu sekúndur um gefiö umrœöuefni. É©6 £ S Og viö erum ekki aö tala um þríhjól, ónei; allt upp í tíu gíra glœsifáka fyrir TUGIÞÚSUNDA. Rúsínan í pumpuendanum er svo á sunnudeginum, þegar yið veljum besta innsenda slagorðið fyrir PEUGEOT REJÐHJjÓL, og verðlaunum þann orðvísa með stórkostlegu FIMMTAN GIRA FJALLAHJÓLI FYRIR TÆPLEGA 35 ÞÚSUND KRÓNUR. Fylgstu með leiknum á Stjörnunni frá mánudegi til laugardags og sendu þína tillögu að Peugeot-slagorði í Sigtún 7 ÞU HEFUR ENGU AÐ TAPA... .GLÆSILEGT PEUGEOT REIÐ- HJOL AÐ VINNA! Stjaman og Jöfur hf. ... þegar þú vinnur hjól! FM102 & 104 P| JÖFUR HF J Nýbýlavegi 2 • Sfmi 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.