Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 19
>.<o r/n . ; ii ;.ri 'i/„ i> NM-fatlaðra í sundi: Island vann 13 gull • Frá verðlaunaafhendingu á Norðurlandamóti fatlaðra í sundi í Vestmannaeyjum um helgina. lslendingar unnu 13 gullverðtaun á mótinu. DV-mynd Ómar íslendingar náðu mjög góðum árangri á Norðurlandamóti fatl- aöra 1 sundi sem fram fór í Vest- mannaeyjum um helgina. íslend- ingar unnu 13 gullverölaun, 16 silfurverðlaun og 19 bronsverð- laun. 22 Norðurlandameistara- mótsmet litu dagsins lós og settu íslendingar fimm þeirra. Sigrún Huld Hrafnsdóttir, íþróttaféiaginu Ösp í Reykjavík, vann til fimm gullverðlauna. Sigrún vann 400 metra skriðsund á 6.06,19 mínútum, 100 metra skriösund á 1.17,26 mínútum, 200 metra fiórsund á 3.10,72 mínút- um, 100 metra baksund á 1.32,23 mínútum sem er nýtt Norður- landameistaramótsmet og loks sigraði Sigrún í 100 metra bringu- sundi á 1.32,92 mínútum, sem er Norðurlandameistaramótsmet Gunnar Þór Gunnarsson, íþróttafélgi fatlaðra á Suðurl- andi, vann íjögur gullverölaun. Gunnar sigraöi í 400 metra skrið- sundi á 5.20,11 minútum, 200 metra fjórsund á 2.50,05 mínút- um, 100 metra baksund á 1.19,91, sem er nýtt Norðurlandameist- aramótsmet. Að lokum sigraði Gunnnar Þór í 50 metra fiug- sundi, sem einnig er Norður- landameistaramótsmet. Geir Sverrisson, Njarðvík, vann ein gullverðlaun i 100 metra bringusundi á 1.16,71 mínútum, sem er nýtt Norðurlandameist- aramótsmet. íslendingar unnu þrenn guilverðlaun í boðsundum. 80 keppendur voru á mótinu frá öllum Norðurlöndunum og í þeim hópi voru 20 íslendingar. Svíar voru með langfjölmermasta liöið á mótinu. Sunddeild ÍBV sá um framkvæmd mótsins sem tókst í alla staði mjög vel. -JKS Anderlecht vann bikarinn - annað áríð í röð sem liðið vinnur þann titil Kristján Bemburg, DV, Belgiu; Leikmenn Anderlecht komu ákveðnari í úrslitaleikinn á Heysel en flestir gerðu ráð fyrir. Þeir mættu þar Standard Liege annað árið í röð. Munaði mestu um að liðið var sam- stillt en lyktir urðu 2-0. Fyrsta mark- ið kom á 13. mínútu og gerði það Krncevic. í seinni hálfleik átti And- .erlecht um stund undir högg að sækja og var til að mynda víti haft af Standard. En er leið á óx styrkur Anderlecht aftur og. skoraði Jankovic síðara markið með lang- skoti. Anderlecht varöi þar með bik- armeistaratitil sinn en þetta var í 7. siiyi sem liðið vinnur þennan titil. Arnór Guðjohnsen Arnór mátti sætta sig við að horfa á félaga sína í beinni útsendingu á sjúkrabeði en hann var yfirburða- maður í liði Anderlecht í úrslita- leiknum í fyrra. „Ég var búinn að sætta mig við uppskurðinn og taka því sem fylgir slíku,“ sagði Arnór við DV. Það hefði verið geysilega gaman að vera á meðal félaganna núna, ég man enn stemmninguna frá því í fyrra. Mér fannst Anderlecht mun betri aðilinn og kom á óvart hversu daufir leik- sem má sætta sig við að vera frá menn Standard voru,“ sagði Arnór æfingum í tæpa þrjá mánuði. , Arnór Guðjohnsen liggur nú á sjúkrabeði eftir uppskurð vegna meiðsla. DV-mynd Marc De Waele Víkingur vann á Skaganum - bls. 26 íslenskur sigur í Nuuk - bls. 27 Blikar bæta við sig - bls. 30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.