Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 42
42 MÁNUDAGUR 5. JÚNl 1989. > >< » 'I / M 3 ‘ i C \ \ f 1 V/ Á. Afmæli Guðmundur Ingólfsson Guðmundur Ingólfsson píanóleik- ari, Grýtubakka 4, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Guðmundur er fæddur í Rvík, hóf sex ára píanónám hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni og var í námi í Tónlistarskólanum í Rvík. Hann byrjaði tólf ára að leika fyrir dansæfingum og var í framhalds- námi í píanóleik hjá Axel Arníjörð, píanóleikara í Kaupmannahöfn, 1954-1955. Guðmundur hefur verið atvinnuhljóðfæraleikari frá 1955 og er einn þekktasti djassleikari hér á landi. Hann hefur stjórnað fjölda hljómsveita og leikið með öðrum, m.a. hljómsveitum Gunnars Ormslevs og Jóns Páls. Guðmundur lék um tíma í Osló 1962, m.a. með Dexter Gordon og bjó í Noregi 1974- 1977 og lék þar í dansrokk- og djass- sveitum, m.a. með Pearcy Heath og Buddy Rich. Hann stóð fyrir mikilli djassvakningu í Reykjavík þegar hann kom heim og lék að staðaldri djass með félögum sínum í Stúden- takjallaranum, Á næstu grösum og í Djúpinu. Guðmundur hefur leikið mikið í Tríói Guðmundar Ingólfs- sonar ásamt Guðmundi Steingríms- syni og Þórði Högnasyni. Guðmund- ur gaf út plötuna Nafnakall 1982 og Þjóðlegur fróðleikur 1988 og spilað með á mörgum plötum með öðrum. Guðmundur kvæntist 5. j úní 1955 Helgu Sigþórsdóttur, f. 22. janúar 1943, viðsíuptafræðingi. Þau skildu 1975. Foreldrar Helgu eru Sigþór Þórarinsson, b. í Einarsnesi, og kona hans, Sigríður Guðmunds- dóttir. Sonur Guðmundar og Helgu er Sigþór Örn, f. 6. apríl 1965, tölvu- fræðinemi, unnusta hans er Elín Sighvatsdóttir tölvufræðinemi. Seinni kona Guðmundar var Birna Þórðardóttir, f. 26. febrúar 1949, fé- lagsfræðingur. Þau skildu. Foreldr- ar Bimu voru Þóröur Jónsson, verslunarmaður á Borgarfirði eystra, og kona hans, Sigrún Páls- dóttir, fyrrv. kennari. Börn Guð- mundar og Birnu eru Ingólfur, f. 3. júní 1979, og Ragnhildur, f. 7. júlí 1985. Bræður Guðmundar eru Sæ- mundur, f. 31. janúar 1934, vélstjóri, framkvæmdastjóri Véladeildar Kaupfélags Árnesinga, Selfossi, kvæntur Guðrúnu Hrafnhildi Óskarsdóttur, og Gunnar, f. 28. júlí 1943, bifreiðarstjóri og fyrrv. þunga- vinnuvélstjóri í Rvík. Foreldrar Guðmundar em Ingólf- ur Sveinsson, d. 3. maí 1962, bifreið- arstjóri í Rvík, og kona hans, Odd- fríður Sæmundsdóttir. Ingólfur var sonur Sveins, verkamanns í Rvík, Jónssonar, b. á Sámsstöðum í Fljóts- hlíð, Magnússonar. Móðir Jóns var Sigríður Guðmundsóttir í Skarfa- nesi, sem var talin dóttir Bjarna Thorarensen, skálds og amtmanns á Möðruvöllum í Hörgárdal, Vigfús- sonar, sýslumanns á Hlíðarenda í Fljótshlíð, Þórarinssonar, sýslu- manns á Grund í Eyjafirði, Jónsson- ar, ættfóður Thorarensenættarinn- ar. Móðir Bjarna var Steinunn Bjarnadóttir landlæknis, Pálssonar og konu hans, Rannveigar Skúla- dóttir landfógeta, Magnússonar. Móðir Ingólfs var Guðrún Teits- dóttir frá Haugum í Stafholtstung- um og konu hans, Guðrúnar Run- ólfsdóttur. Oddfríður er dóttir Sæmundar, Guðmundur Ingólfsson hreppstjóra og sýslunefndarmanns á Elliða í Staöarsveit, Sigurðssonar, b. á Hólkoti, Jónssonar. Móðir Odd- fríðar var Stefanía Jónsdóttir, b. á Elliða, Jónssonar og konu hans, Jóhönnu Vigfúsdóttur. Sigurður Einarsson Sigurður Einarsson, b. að Skúfsiæk í Villingaholtshr eppi í Árnessýslu, varð fimmtugur í gær. Sigurður fæddist á Selfossi en ólst upp í foreldrahúsum að Austurkoti í Hraungerðishreppi. Hann tók á unglingsárunum þátt í almennum bústörfum en starfaði jafnframt lengi hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi á haustin og á vorin, auk þess sem hann stundaði róðra og fiskvinnu hjá Meitlinum í Þorláks- höfn yfir fiórtán vertíðir. Sigurður bjó svo félagsbúi ásamt Ólafi bróður sínum og móður sinni í Austurkoti til 1986 en þá kvæntist hann og flutti að Skúfslæk þar sem hann hefur búið síðan. Sigurður hefur frá sautján ára aldri farið fiallferðir til smölunar á haustin en hann er nú fiallkóngur í vesturleit á Flóamannaafrétti og hefur verið það í nokkur ár. Kona Sigurðar er Ásta Ólafsdóttir húsmóðir, f. 8.1.1939. Sigurðurá fiögur stjúpböm. Þau eru Magnús Eiríksson, f.3.9.1964, vélvirki; Árni Eiríksson, f. 8.9.1966, bifreiðar- stjóri; Ólafur Eiríksson, f. 3.9.1968, nemi við Iðnskólann í Reykjavík, og Halla Eiríksdóttir, f. 10.8.1977. Albróðir Sigurðar er Ólafur, f. 27.12.1941, b. í Austurkoti í Hraun- gerðishreppi. Uppeldissystir Sig- urðar er Lára Kristjánsdóttir, f. 27.10.1945, húsmóðir á Áshóli, gift Grétari Geirssyni og eiga þau fiögur börn, Önnu, Bryndísi, Elínu og Erl- ing sem er fóstursonur þeirra hjóna. Foreldrar Sigurðar: Einar Sig- urðsson, b. í Austurkoti, og Anna Ólafsdóttir húsmóðir. Einar var sonur Sigurðar, b. í Sölvholti, Sigurðssonar, frá Hólum á Stokkseyri, Einarssonar, b. á Baugsstöðum, Jónssonar, hrepp- stjóra á Baugsstöðum, Einarssonar, Jónssonar, Pálssonar frá Eyrar- bakka. Móðir Einars í Austurkoti var Anna Einarsdóttir, b. í Sölvholti í Flóa, Sæmundssonar, hreppstjóra í Auðsholti, Steindórssonar, b. í Auðsholti, Sæmundssonar, ættfóð- ur Auðsholtsættarinnar. Móðir Sæ- mundar hreppstjóra var Arnþrúður Nikulásdóttir, silfursmiðs í Nýjabæ, Jónssonar. Móðir Einars í Sölvholti var Guðlaug Magnúsdóttir, b. á Núpi, Þórðarsonar, Magnússonar á Selfossi. Móðir Guölaugar var Steinunn Eiríksdóttir, b. á Þúfu, Brynjólfssonar.lögréttumanns á Ölfusvatni, Jónssonar, b. á Reykj- um, Ásmundssonar, b. á Minni- Völlum á Landi, Brynjólfssonar, b. á Skaröi á Landi, Jónssonar, b. á Skarði, Eiríkssonar, sýslumanns í Klofa, Torfasonar ríka í Klofa, Jóns- sonar, sýslumanns í Klofa, Ólafs- Sigurður Einarsson. sonar, sýslumanns í Reykjahlíð, Loftssonar ríka, riddara og hirö- stjóra á Möðruvöllum, Guttorms- sonar. Anna, móðir Sigurðar, var ættuð úr Mýrdalnum, dóttir Ólafs, b. í Keldudal í Mýrdal, Bjarnasonar, b. í Engigarði, Jónssonar, b. að Svarta- núpi, Þorlákssonar, b. í Flögu, Jóns- sonar. Móðir Bjarna var Þorgerður Bjarnadóttir. Móðir Ólafs var Þórdís Eiríksdóttir. Móðir Önnu var Guð- rún, dóttir Dagbjarts, b. að Ketils- stöðum, Hafliðasonar, b. á Haugum, Ólafssonar. Móðir Dagbjarts var Þrúður Eggertsdóttir. Móðir Guð- rúnar var Jórunn Ólafsdóttir. Þórir Haukur Einarsson Þórir Haukur Einarsson skólastjori, Aðalbraut 10, Drangsnesi, er sextug- uridag. Þórir fæddist í Bráðræði á Skaga- strönd og ólst þar upp en var í sveit á sumrum á Steiná í Svartárdal frá átta ára til fiórtán ára aldurs. Hann lauk stúdentsprófi frá MA1952, kennaraprófi frá KÍ1953 og prófi í forspjallsvísindum við HÍ1953. Þórir var farkennari í Vindhælis- og Engihlíöarskólahverfum í Aust- ur-Húnavatnssýslu 1953-55. Hann var skólastjóri barnaskólans á Tálknafirði 1956-58 og 1959-70. Þá starfaði hann á Aðalpósthúsinu í Reykjavík 1970-71. Þórir hefur verið skólastjóri barna- og unglingaskól- ans, síðar grunnskólans á Drangs- nesifrál971. Hann var oddviti Kaldrananes- hrepps 1974-82 og frá 1986. Þórir kvæntist 12.2.1961, Lilju Sigrúnu Jónsdóttur, f. 4.11.1939, húsmóður og leiðbeinanda, dóttur Jóns Bjama Ólafssonar, b. að Vind- heimum í Tálknafirði, og konu hans, Guðrúnar J.G. Guðjónsdóttur husmoöui. Fósturforeldrar Lilju Sigrúnar voru Ingimundur Jóhann- esson, b. í Ystu-Tungu í Tálknafirði, og kona hans, Guðbjörg B. Jóhann- esdóttirhúsmóðir. Börn Þóris og Lilju Sigrúnar eru Hólmfríöur, verslunarmaöur í Reykjavík, f. 27.6.1961, gift Pétri Erni Péturssyni tækniteiknara; Þóra, teiknari í Reykjavik, f. 10.6. 1962, sambýlismaður hennar er Sig- urður Magnússon, nemi í rafeinda- virkjun; Guðbjörg, leikari í Reykja- vík, f. 23.6.1963, sambýlismaður hennar er Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri; Ásta, nemi í Myndlista- og handíðaskóla íslands, f. 9.7.1967, og Einar Haukur, f. 11.7. 1980. Barnabörn Þóris og LOju Sigrúnar erufiögurtalsins. Foreldrar Þóris; Einar L. Péturs- son, f. 30.11.1903, d. 2.11.1960, verka- maöur í Reykjavík, og Hólmfriður Hjartardóttir, f. 31.12.1909. Stjúpfaðir Þóris er Pálmi Sigurðs- son frá Steiná í Svartárdal, lengi verkamaður á Skagasrönd og síðar Þórir Haukur Einarsson í Reykjavík. Einar var sonur Péturs Pétursson- ar, b. á Rannveigarstöðum í Álfta- firði eystra. Foreldrar Hólmfríðar voru Hjörtur Klemensson, sjómaö- ur á Skagaströnd, og Ásta Sveins- dóttir. Til hamingiu með daginn 95 ára Eiríkur Þorsteinsson, Suðurgötu 120, Akranesi. 85 ára Þuriður Rósantsdóttir, Sólgötu 7, ísafirði. 70 ára_________________ Ólafur Hákon Magnússon, Nýlendu I, Miðneshreppi. Heiðarasi 26, Reykjavík. Jónína Þ. Jónasdóttir, Stóragerði 8, Reykjavík. Snævar Vagnsson, Seljugerði 4, Reykjavík. Sævar Sigtýsson, Hólsgerði 6, Akureyri. Björg Sigurðardóttir, Strandgötu 3B, Eskifirði. 40 ára 60 ára Guðbrandur Gunnar Guðbrands- son, Búðargerði 5, Reykjavík. Jón Halldór Jónsson, Heiðargiii 8, Keflavík. Guðbjörg Sigfúsdóttir, Vesturvangi 20, Hafnarfirði. 50 ára Kolbrún Björnsdóttir, Ljósheimum 20, Reykjavík. Hákon Árnason, Auður Stefanía Sæmundsdóttir, Grænuhlíö 10, Reykjavik. Þórður Jónsson, Frostaskjóli 83, Reykjavík. Hjördís Olafsdóttir, Laufási 6, Garðabæ. Steinunn Kristinsdóttir, Austurgerði 2, Kópavogi. Þorbjörn Sigurfinnsson, Heiöarvegi 11, Vestmannaeyjum. Hafdis Hallsdóttir, Kleifarseli 25, Reykjavík. Ásthildur Lárusdóttir, Þiljuvöllum 4, Neskaupstað. Sigurður Sveinsson, Bakkagerði 8, Reykjavík. Ólafur Eyfjörð Pálsson, Höfðastíg 18, Bolungarvík. LutherCarlAlmar Hróbjartsson Luther Carl Almar Hróbjartsson símsmíðameistari, Löngumýri 28, Garðabæ, er fertugur í dag. Lutherkvæntist 31.12.1986, Bjarndísi Hannesdóttur kennara, f. 10.8.1961, dóttur Hannesar Þorkels- sonar verkamanns og Jónu Kristín- arBjarnadóttur. Börn Luthers og Bjarndísar eru Bjarni Jóhann, f. 9.8.1987, og Alma Lóa, f. 5.4.1989. Börn Luthers frá fyrra hjónabandi eru Hróbjartur, f. 6.11.1972; Jón Trausti, f. 28.4.1976, og Svava Hall- dóra, f. 24.1.1979. Fyrri kona Luthers var Elínborg Traustadóttir. Systir Luthers er Steinunn Jó- hanna Hróbjartsdóttir, f. 9.2.1940. Foreldrar Luthers: Hróbjartur Luthersson heilbrigðisfulltrúi, f. Luther Carl Almar Hróbjartsson 2.10.1914, og Svava Halldóra Péturs- dótfir húsmóðir, f. 8.1.1915. ER SMÁAUGLÝSINGA BLAÐIÐ SIMINNER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.