Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 42
42 DV. LAUG ARDAGUR 4 ■ FEBROAR1984. Gi/bert Law vildi hafa tvær kortur i takinu en það gekk ekki. Þá greip hann til sinna ráða. Eiginkontm sem hvttrf sporUmst heyra um vandræði hans. „Við mun- um gera allt sem við getum til að leysa þetta,” sagði hann. Síöan bætti hann við: „Gætumviðekki fengiðaðh'ta að- eins á heimilið? Maöur veit aldrei hvers maður gæti orðið áskynja. Að minnsta kosti gætum við fengið tilfinn- ingu fyrir andrúmsloftinu á staðnum, ef þú skilur hvað ég á við,” sagði hann. Law tók auövitaö undir þetta með rannsóknarlögreglustjóranum. Stundu síöar voru þeir allir á leiö til heimihs hans ásamt nokkrum mönn- um frá tæknideild lögreglunnar. Law lagaði tevatn fyrir þá á meöan þeir grannskoðuðu allt húsið og garðinn umhverfis það. Þremur klukkustundum síðar tóku lögreglumennirnir saman föggur sínar og sneru aftur á lögreglustöðina. Engin vísbending fannst í húsinu um að átök hefðu átt sér þar stað né heldur í garðinum. Underwood var ekki sátt- ur við þessa niðurstöðu. Hann geröi ráðstafanir til þess að sími Gilberts Law yrði framvegis hleraður dag og nótt. Hann fól einnig þremur rann- sóknarlögreglumönnum að fylgjast með Law hvert sem hann færi og áttu þeir aö skiptast á allan sólarhringinn. Dularfullt símtal Næstu þrjá daga notaði Underwood til að heimsækja sem flesta ættingja Ann Law í von um að fá þar skýringu á hvarfi hennar eöa einhverja vísbend- ingu sem hann gæti farið eftir. Ailir ættingjar hennar voru sammála um aö Ann hefði verið manni sínum trú. „Hún var þó of góð fyrir hann,” sagði eitt skyldmenna hennar. Annar ætt- ingi sagði: „Eg var á móti þessu hjónabandi frá upphafi. Eg treysti honum aldrei og ég óttast um afdrif hennar.” öllum bar þó saman um að hún hefði aldrei borið þess merki að hann hefði beitt hana likamlegu of- beldi. Enginn ættingja hennar eða vina hafði séð hana eftir kvöldið sem hún hvarf af heimili sínu. Ef trúa ætti orð- um eiginmanns hennar hafði hún horf- ið sporlaust af yfirborði jarðar. Underwood fannst ýmislegt benda til að hér væri einhver maökur í mysunni en hann hafði ekkert í höndunum til að sanna eða afsanna framburð Gilberts Law. Rannsókn málsins hefði því strandað á þessu stigi ef ekki heföi komið annað til. Þann 8. mars, fimm dögum eftir að Law tilkynnti um hvarf konu sinnar, hleraði lögreglan eftirfarandi símtal: „Eg varð að hringja til þín, elskan, til að vita hvað er að gerast. Er það satt að Ann hafi látið sig hverfa?” sagði kvenmannsrödd í símann. „Þú hefðir ekki átt að hringja hing- að,” svaraöi Law. „Eg er í svolítilli klemmu núna. Já, það er rétt að Ann er horfin, en mig grunar að lögreglan trúimérekki.” Hvers vegna ekki?” spurði kven- mannsröddin. „Þú veist hvernig þeir eru. Þá grunar að ég hafi komiö henni fyrir kattarnef,” svaraði Law. „Við verð- um að bíða enn um stund og megum ekki láta sjá okkur saman.” „En þetta er frábært fyrir okkur. Nú getum við verið saman eins og við viljum,” sagði kvenmannsröddin í símanum. „Nei, það gengur ekki. Lögregluna myndi fara að gruna eitthvað frekar,” sagði Law hraömæltur. , JCn nú getum viðekkitalaðmeiraíþennansíma. Eg skal hringja í þig úr símaklefa eða úr vinnunni.” Svoskelltihanná. En hann hafði talað nógu lengi til aö hægt væri að rekja samtalið. Nokkr- um mínútum síöar var nafn og heimil- isfang konunnar, sem hringt haföi í Law, komið inn á skrifborð Under- woods. Hann kallaði Law þegar til nýrraryfirheyrslu. „Ég geri lögregluna gjald- þrota" Þegar Law kom á skrifstofu Under- woods spurði lögreglustjórinn þegar hvassyrtur: „Hvaða skýringu gefurðu á þessu? Þú sagðist vera í hamingju- sömu hjónabandi og gafst þig út fyrir að vera sorgmæddur eiginmaöur. Nú er komiö í Ijós að þú áttir þér ástkonu. varlega. Það eruð þið ekki vanir að gera. Eg hélt að þið mynduð hæðast að mér og segja að hún myndi koma aftur í ljós þar sem hún hefði aðeins hlaupist á brott skamma stund með einhver jum öörum.” „En þú heldur þó ekki að hún hafi hlaupist á brott með einhverjum öðr- um, herra Law?” spurði Walters sposkur. „Eg veit satt aö segja ekki hvað ég á aöhalda.” „Rifust þið í gærdag áöur en hún fór?” hélt Walters áfram. „Nei,” svaraði Law stuttaraiega. „Grunar þú konu þína um að hafa staðið í ástarsambandi við einhvem annan?” spurði rannsóknarlögreglu- maðurinn. ,Jíei, hún er ekki þannig kona,” sagði Law. , ,Hún fer yfirleitt ekki út úr húsi á kvöldin nema einu sinni í viku til aðsjákvikmynd.” „Er hún þá vön aö fara ein?” spuröi Walters og grunsemdar gætti í rödd- inni. „Eg geri ráð fyrir því,” sagði Law. „Þú hefur þá aldrei spurt að því?” spurði Walters. „Það var engin ástæöa til þess. Eg treysti henni,” svaraði Law. „Hún var vön að tala um kvikmyndimar þegar hún kom heim en nefndi aldrei að neinn hefði verið með sér.” , Ji’ór hún alltaf út á sömu dögum, ég á við, var þetta einhver föst regla?” hélt Walters áfram. Nei, stundum fór hún út á miðviku- dögum, stundum á mánudögum eða fúnmtudögum. Nei, það var engin reglaíþessu.” „Hér er eitthvað gruggugt á ferðinni" Walters ákvað nú aö stöðva yfir- heyrsluna og leita ráða hjá yfirmanni sínum. Hann baö Law að biöa meðan hann brygði sér frá. Síðan gekk hann út og kvaddi dyra hjá Waliy Under- wood rannsóknarlögreglustjóra. Walt- ers gerði honum grem fyrir stöðu málsins í stuttu máli. Underwood hlustaði með athygli og sagði síðan: „Eg skal taka þetta mál að mér. Við þurfum að líta á staðinn. Mér list þannig á að eitthvað gruggugt sé hér á ferðinni.” Underwood gekk síöan inn í skrif- stofu Walters og heilsaði Law vin- gjamlega og sagði að sér þætti leitt að Það var sjónvarpsþáttur með ástr- ölsku hljómsveitinni Men at Work sem varð til þess að níu ára gamalt morð- mál upplýstist. Upphaf þessa máls má rekja til þess er Gilbert Law gekk inn á lögreglustöð- ina í Newcastle og tilkynnti um hvarf konu sinnar. Lorrimer lögregluforingi tók skýrslu um málið. Law sagöi: „Hún lét sig einfaldlega hverfa. Eg trúi varla aö þetta geti hafa gerst. Eg hef alla tíð staöiö í þeirri meiningu aö við væmm í frábæru hjónabandi. Eg trúi því ekki að hún hafi hlaupiö til ein- hvers annars. Ann er ekki þannig kona. Við emm bæði mjög tengd böm- unumokkar. Egerfarinnaðóttastum að eitthvað hafi hent hana því að ég varð þess ekki var að h ún f æri. ” Lorrimer bað þennan örvæntingar- fulla eiginmann að slaka á og greina skipulega frá málavöxtum. „Við kom- umst til botns í rnálinu ef þú segir mér frá því sem gerst hefur og svarar spumingum mínum,” sagði hann. Síð- an spurði hann hvenær Law hefði síð- ast séö eiginkonu sina. „I gærkvöldi,” svaraöi Law, „ég sá hana síöast á heimili okkar um sexleytið í gær.” „Og hvemig bar hvarf hennar að?” spurði Lorimer. „Hún sagði við mig að hún ætlaði í kvikmyndahús. Eg fór upp á efri hæð- ina og var þar í nokkrar mínútur og þegarégkomafturvarhúnfarin. Hún kvaddi ekki áður en hún fór og skildi útidyrnar eftir opnar. Börnin okkar tvö voru að leika sér inni í eldhúsi. Það er henni ekki líkt aö fara út án þess að segja orð. Það er jafnvel enn ólíkara henni að fara að heiman og skilja börn- in eftir hættu. Þauheföu getaö hlaupiö út um dymar og orðið fyrir bíl á göt- unni,” sagði Law. Mannshvarf eða.... Lorrimer spurði áfram: „Hvaö gerðistsíðan?” „Eg fór að horfa á sjónvarpið og síð- an kom ég börnunum í rúmið. Eftir það kveikti ég aftur á sjónvarpinu. Eg drakk þrjá eða fjóra bjóra og keðju- reykti. Þegar hún var ekki komin heim um miðnætti tók ég aö fyllast ör-. væntingu.” „Lögreglan myndi hæðast að mér" „Mér datt í hug að láta ykkur vita fyrr,” sagði Law vandræðalegur, „en ég hélt aö þið mynduð ekki taka það al- „Hvers vegna hafðirðu ekki sam- band viö okkur áður?” spurði Lorri- mer lögregluforingi. „Eg hélt að lögreglan hefði ekki áhuga á svona málum fyrr en fólk hefði verið týnt í heilan sólarhring,” svaraðiLaw. „En það er enn ekki liðinn heill sól- arhringur frá því að konan þín hvarf,” sagöi Lorrimer. „Nei,” sagöi Law, „en ég gat ekki sofið og ég varð aö gera eitthvað. Þess vegna kom ég hingað. Ætlaröu aö hjálpa mér eða ekki? ” Það vöknuðu grunsemdir hjá Lorri- mer þegar í upphafi um þetta mál. Hann ákvað að vísa rannsókn þess þeg- ar til rannsóknarlögreglunnar sem glæpamáli en ekki tilkynningu um mannshvarf. Hann bað því Law um að fylgja sér upp á næstu hæð lögreglu- stöðvarinnar þar sem hann kynnti Law fyrir Paul Walters rannsóknariög- reglumanni. Walters tók viö málinu. Hann bauö Law sæti fyrir framan skrifborð sitt og las yfir skýrsluna sem Lorrimer haföi skráð. Síðan tók hann til við frekari yfirheyrslu. Hannspurði fyrst hvort Ann Law hefði tekið með sér einhvem f atnaö utan þann sem hún var í. „Ekki svo ég viti,” svaraði Law. „Að því er ég fékk best séð voru öll hennar föt í fataskápnum. ” „Hringdirðu í fjölskyldu hennar og vini eftir að ljóst var að hún kæmi ekki heim á venjulegum tíma tii að aðgæta hvort hún hefði dvalist þar?” spurði Walters. „Já, ég hringdi næstum í alla sem hugsanlega gætu vitað um ferðir henn- ar, en enginn hafði séð til hennar þetta kvöld,”sagðiLaw. „Og þú hefur hringt á sjúkrahús- in?” spurði Walters áfram. „Já, ég hringdi á öll helstu sjúkra- húsin í borginni en ekkert þeirra haföi nafn hennar á skrá,” sagði Law. „En hvers vegna hugkvæmdist þér ekki að láta lögregluna vita fyrr?” hélt Walters áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.