Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR4. FEBRUAR1984. 3 „ VIÐ ERUM HREINT EKKI ORÐLAUSIR“ □ Fullyrt er, að aldrei fyrr hafi jafnmikilli tæknisnild verið beitt við hönnun á smábíl og gert var við hönnun á nýjum bíl, Suzuki SA320, sem Sveinn Egilsson h.f. kynnir nú um helgina. Markmiðið var að hanna hátæknilegan bíl, sem væri bæði mun stærri og kraftmeiri en hinn vinsæli Suzuki Alto og jafnvel sparneytnari, en þessi margfaldi (slandsmeistari í sparakstri. Allt þetta tókst og meira til. □ Suzuki-verksmiðjurnar höfnuðu allri málamiðlun við hönnun Suzuki SA310. Sem sérfræðingar í gerð smábíla gerðu þeir sér Ijóst, að ekki þýddi að notast við hefðbundnar lausnir venjulegra bíla og aðeins minnka hlutföllin. Hér þýddi aðeins að beita hátækni við hvert smáatriði. Árangurinn lét ekki á sér standa. □ Suzuki SA310 er rúmgóður bíll með framhjóladrifi. Hann sameinar þægindi og aksturseiginleika miklu stærri og dýrari bíla, en engin smábíll í sama stærðarflokki eða jafnvel minni slær honum við í sparneytni. Á 90 km jöfnum meðalhraða notar Suzuki SA310 aðeins 4,2 lítra á 100 km. □ Er hann þá afllítij]? Hreint ekki nema síður sé. Vélin, sem er öll úr léttmálmi og er eitt af mörgum dæmum um frábæra hönnun bílsins, þeytir honum upþ í 100 km hraöa á minna en 15,9 sekúndum. það er betra en margir bílar með stærri vél geta státað af. Hámarkshraðinn er meiri en 145 km/klst. Samt vegur vélin aðeins 63 kg. Hún er ein léttasta bílavél sem framleidd hefur verið. □ Sagt hefur verið um Suzuki SA310 að hann hafi tígrisklær á öllum hjólum. Slík er spyrnan og rásfestan við allar aðstæður, - í beygjum, í regni, slyddu, eðju, slabbi og snjó. □ Unnt væri að skrifa langt mál um þetta nýja tækniundur frá Suzuki-verksmiðjunum. Við viljum þó heldur að þið gerið okkur þá ánægju að líta við um helgina og við svörum spurningum hvers og eins. Við erum hreint ekki orðlausir, þegar Suzuki SA310 er annarsvegar. □ P.S. Það er ekkert leyndarmál, að General Motors stærsti bílaframleiðandi í heimi veðjar á Suzuki SA310 fyrir Bandaríkjamarkað. Hann fullnægir öllum kröfum, sem þar eru gerðar til smábíla. GM hefur fjárfest stórt í Suzuki-verksmiðjunum í Japan. GM veit að Suzuki SA310 mun slá í gegn á heimsmarkaði. Ómar Ragnarsson í DV: „Supersparibaukurinn" „Viðbragðið lygilega gott“ Sá hefur mannast! „Suzuki er orðinn stór“ SVEINN EGILSSON HF Skeifan 17 Sími: 85100 Verð frá kr. 249.000 BILASYNING UM HELGINA Laugardag kl. 10 -17 og Sunnudag kl. 13 -17 SUZUKI Nú eru allir Suzuki bílar með 6 ára ryðvarnarábyrgð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.