Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 6
DV. LAUGARÐAGUR 4. FEBRUAR1984. Ferðamál Ferðamál Ferðamál Verða reykmgar alfarið bamtaðar í itmanlandsHum ? SUNÐAY EXPRESS Krístínsson. (Ljósm. Vestf. fréttabl.) Hétel ísafJördur: llpvnt að koma rekstr ■ iiium ú réttan kjöl Hið nýja hótel á Isafiröi, sem heitir einfaldlega Hótel Isafjörður, hefur átt við mikla erfiðleika að etja sök- um tapreksturs. Taliö er að tap síð- ustu tveggja ára nemi samanlagt hátt í þrjár milljónir króna. Nýtt rekstrarfyrirkomulag var tekið upp um áramótin og er vonast til að með þvi megi koma rekstrinum á réttan kjöl. I Vestfirska fréttablaðinu, sem gefið er út á Isafirði, var fyrir skömmu gerð grein fyrir þeim breyt- ingum sem gerðar hafa verið á rekstrinum. Hér á eftir verður greint frá því sem fram kom í frétt blaðs- ins. Stjórn hótelsins hefur ákveðið í samvinnu við Ferðaskrifstofu ríkis- ins að gera tilraun með nýtt rekstr- arfyrirkomulag og á tilraunin að standa yfir í þrjá mánuði frá 1. janúar. Nú á aö skipta tekjum eftir ákveðnum reglum. Þar af rennur ákveðinn hundraðshluti til launa- greiðslna og bera hótelstjóramir ábyrgð á honum. Hinir nýju hótel- stjórar heita Jón Grétar Kjartansson og Guðmundur Kristinsson. Annar hluti teknanna fer síðan í annan rekstur, en þann þriðja fá eigendur til að borga rekstur hús- eignarinnar, áhvílandi lán og þess háttar. Verður að skila hagnaði I frétt blaðsins er rætt við f ormann stjórnar hótelsins, Olaf Halldórsson. •Hann segist ekki vita hvort þess- ar ráðstafanir nægi til að koma rekstrinum á réttan kjöl. Hins vegar hafi þetta fyrirkomulag veriö reynt í Borgamesi og gefist vel þar. Eng- rnn geti sætt sig við að reksturinn sé á núlli. Sala á mat og gistingu veröi aöskila hagnaöi. Þaö kann aö vera stutt í aö reykingar verði alfariö bannaöar í innanlandsflugi hérlendis. I frumvarpi til laga um varnir gegn tóbaksreykingum, sem liggur fyrir Alþingi, er meðal annars gert ráö fyrir banni viö reykingum í innanlandsflugi. Umræöa um reykingar um borö í flugvélum hefur færst í vöxt í ýmsum löndum upp á síðkastið og sitt sýnist hverjum eins og gengur. Þess er skemmst aö minnast er SAS bannaöi reykingar á flugleiðinni milli Oslóar og Stokkhólms um mánaðartíma í tilraunaskyni. Jafnframt var efnt til skoðana- könnunar meöal farþega þar sem þeir voru inntir ábts á því hvort banna bæri reykingar um borö eða ekki. Niðurstaöan varö sú að rrieiri- hlutinn var mótfallinn reykinga- banni, eða um 62%. Gengu sumir svo langt aö tala um ójafnrétti í þessu sambandi og SAS ákvaö aö leyfa reykingar á nýjan leik aö lokinni þessari tilraun. Hins vegar kom í ljós aö farþegar voru á móti því fyrir- komulagi SASara að öörurn megin gangvegar í flugvélum, mætti reykja. Vildu frekar aö farþegarými Umsjón Sæmundur Gudvlnsson yrði skipt á þann veg að reykinga- rnenn sætu báöum megin gangsins í hluta vélanna, en hinir heföu alfariö reyklaustsvæði. Þess má geta að tvö flugféiög í Bandaríkjunum, Air North og Muse Air, hafa bannaö reykingar í far- þegarými flugvéla sinna og segja 99,9% viðskiptavina ánægöa meö þetta bann. Reykskynjarar hjá Pan Am Eins og allir vita, sem feröast flugleiöis, er stranglega bannaö aö reykja á gangi farþegarýmis og á salemum. Því miður er þessu banni ekki alltaf framfylgt og dæmi um aö eldur hafi kviknaö á salernum í kjölfar reykinga þar inni. Pan American flugfélagiö hefur nú á- kveöiö, fyrst flugfélaga, að koma fyrir reykskynjurum á salernum farþegavéla sinna. Eiga allar vélar félagsins aö vera búnar reyk- skynjurumívor. Stuttur flugtími Svo aö aftur sé vikiö aö fyrir- huguöu banni viö reykingum í innanlandsflugi hér, þá mætti ætla aö slíkt bann mæltist vel fyrir hjá meirihluta farþega. Flugleiöir eru stuttar og þær lengstu aöeins um ein klukkustund. Enginn heyrist kvarta undan því aö bannaö er aö reykja í kvikmyndahúsum og leikhúsum meðan á sýningu stendur svo aö dæmi sé tekið. Reykingar í áætlunar- bílum hafa víöa verið aflagöar og ber ekki á öðru en allir séu sáttir viö þá tilhögun. Hins vegar ber á þaö aö líta að sumir eru taugaóstyrkir rneöan á flugi stendur og vilja fá sitt „snuð” og engar refjar til aö ,,róa taugarnar”. En þaö má ekki heldur gleyma rétti þeirra sem ekki reykja og vilja vera lausir viö óþægindi af vöidum tóbaksreyks. Eflaust veröur erfitt aö gera svo að öllum l£ki i þessu máli og þá eölilegt aö löggjaf- inn taki af skariö hvaö varöar reykingar í innanlandsflugi. Ágengni reykjara Vart kemur til þess aö reykingar veröi bannaðar á lengri flugleiðum á næstunni, til dæmis á millilanda- leiöurn. I stórum millilandaþotum er líka hægt aö tryggja þeim sem ekki reykja ómengaö loft meö skiptingu farrýmis milli reykingamanna og hinna sem ekki reykja. En það er ótrúlegt hve margir reykjarar vilja njóta þeirra þæginda að sitja í reyk- lausu lofti án þess aö stilla sig um aö reykja meöan á f lugferö stendur. Þetta fólk stendur upp úr sæti sínu og kveikir sér í. Gengur síöan reykjandi aftur eftú- ganginum og lætur sem það viti ekki af því aö stranglega er bannað aö reykja þar. Ef þaö eru laus sæti í reykhluta vélarinnar sest það gjarnan niöur og svælú- í gríð og erg. Snýr síðan aftur framí, þar sem loftið er hreint, og situr þar þangað til sama athöfn er endurtekin. I öörurn tilvikum hanga þessir reykjarar yfir flugfreyjum í eldhúsi eða stilla sér upp fyrir framan salemi og blása reyk yfú- aðra sem bíöa. Þessir reykjarar láta sér ekki segjastþótt þeúnsébentáreykinga- bann í gangi vélanna og sýna algjört tillitsleysi í garö annarra farþega. Þá vekur þaö oft f uröu mína aö sjá fólk meö ungbörn taka þann kost aö velja sæti í reykingahluta flugvéla. Loftræstikerfi eru aldrei þaö góð aö þau nái aö hreinsa allan reyk jafn- óöum og á löngum flugleiðum er loftiö í reykhlutanum langt frá því aö vera heilsusamlegt, allra síst fyrú- böm. -SG. Forsiða Sunday Express Magazine frá 18. desember. Frásögn af íslandsferð í milljóniun eintaka Eflaust muna margir eftir ofur- hugum þeim sem komu hingaö til iands síöastliöiö sumar með kajaka og vélknúna svifdreka. Á þessum tól- um ferðuðust þeú- síöan upp á Vatna- jökul og svo þaöan eftir og yfir Jökulsá á Fjöllum allt noröur í Öxar- fjörð. Bretinn Mick Coyne var upp- hafsmaöur þessa sérstæöa leiðang- urs. Hann hafði verið sjóliöi á breskri freigátu við Island á srnum tíma og hrifist mjög af tign Vatna- jökuls. Kvikmyndú- frá ferðúini hafa veriö sýndar í mörgum erlendum sjón- varpsstöðvum og myndskreyttar frásagnir birst í ýmsum blööum og tímaritum. Þar á meöal má nefna að rétt fyrir jól birtist frásögn, prýdd mörgum litmyndum, í Sunday Express Magazúie í Bretlandi og var forsíðan lögð undir mynd úr leiðangrmum. Samkvæmt upplýsingum, sem Feröasíðan hefur aflað, var þessu blaði dreift í nær þremur milljónum eintaka. Hér er því vakin mikil og góö athygli á Islandi sem væntanlega örvar enn fleiri Breta til Islands- feröa. -SG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.