Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 36
DV. LAUGARDAGUR4. FEBRUAR1984. 36 Mframkvænw3; ^ogfleiraf* Denis Smith Denis Smith — hinn gamal- kunni varnarleikmaöur Stoke. Snýr hann aftur til Victoria Ground? vöktu athygli.... Heita sætið (hot-seat) nefnist sú staða sem fram- kvæmdastjórar knattspyrnufélaganna gegna. Þaö nefnist svo vegna þess að í þessu starfi er einstak- lega auðvelt að brenna sig á hlutunum og velta úr sessi og meðal starfsaldur framkvæmdastjóra hjá félögunum er 5—6 ár. Nokkrir hafa fengið reisupass- ann í ár og sá fyrsti sem fór frá fyrstu deildar liði er Hichie Barker sem var við stjómvölinn hjá Stoke. Sá sem nú er við stjómvölinn, Bill Asprey, aðstoðar- maður Barker, hefur aðeins verið ráðinn til bráða- birgða, eða þar til forráðamenn liðsins hafa fundið nýjan mann. Asprey hlýtur þó að vera inni í myndinni ef Stoke heldur áfram að sýna leiki eins og gegn Arsenal í síðustu viku. Varnarbolti Richie Barker tók við stööunni í júní 1981, þegar Alan Durban var rekinn öllum á óvart. Sú knatt- spyrna sem Barker innleiddi hjá Stoke þótti hin skemmtilegasta á aö horfa. Þeir spiluöu ágætis sóknarbolta, sem þó var ckki alltaf mjög árangursríkur, en þegar þeim tókst vel upp -var unun á aö horfa. A þessu keppnistimabili hefur hins vegar snúist til verri vegar. Stoke City hefur veriö að draga saman í vörn og óánægja kom upp hjá leikmönnunum og þeir Sammy Mcllroy og Mike Thomas vildu yfirgefa plássiö. Hámarki náði þessi varnarbolti i nóvember sl. er liðið mætti Liver- pool á Anfield Road í Liverpool. Barker baö þá fylgjendur Stoke vinsamlegast aö halda sig heima því aö þaö yrði ekkert gaman aö horfa á. Sú varö líka raunin því aö leikmenn Stoke spiluöu stífan vanrarleik, svo stífan aö Joe Fagan, stjóri Livcrpool, sagöi: „Eg hef aldrei séð annað eins,” og ætti hann þó aö hafa séö ýmislegt. Kichic Barker Stoke. var rekinn frá Töpuðu samt Og þaö sem meira var, þessi leiðinlegi spilamáti dugði leik- mönnum Stoke ekki hætishót því Ian Rush tókst aö lauma boltanum í mark þeirra á 67. mínútu og „stela” sigrinum. Oánægja jókst hjá öllum, utan félagsins sem inn- an. Þegar svo liðiö tapaði um miöjan desember fyrir Luton þá var Barker látinn fara, enda Stoke-liðið komiö i þriöja neðsta sæti deíldarinnar. Þaö hefur líklega mest verið að þakka þeim Mike Thomas og Sammy Mcllroy aö Barker var látinn fjúka þvi aö þaö kom á daginn aö þeir tóku báðir aftur ósk sína um aö vera seldir frá félaginu, þótt Thomas sé nú kominn til Chelsea. En nú eru forráöamenn Stoke City aö leita aö nýjum stjóra og sumir segja aö Denis Smith, hjá York City, sé líklegasti arftaki Barker en Smith lék um árabil með Stoke. Honum hefur gengiö mjög vel meö York-liðið sem cr nú í toppbaráttunni í f jóröu deild. Sjálfsmörk hans vöktu athygli Eins og áöur segir lék Smith meö Stoke í fjöldamörg ár en sinn síðasta leík fyrir liöiö lék hann 1981. Iæikirnir meö Stoke voru eitt- hvaö í kringum 450 og geröi hann um 35 mörk í þessum leikjum. Þaö þykir ekki slæmt af vamarleik- manni að vera þó þaö þyki heldur ekki mjög gott. Þaö sem Smith vakti hvað mesta athygli fyrir voru öll sjálfsmörkin sem hann gerði. Þaö þótti hrein- lega ótrúlegt hversu óheppinn hann var upp viö eigiö mark. Því miður eru ekki til neinar tölur yfir fjölda sjálfsmarka sem Smith hefur gert. Hápunktur á ferli Denis Smith hefur sjálfsagt veriö er Stoke tryggði sér deildarbikarinn er liöiö sigraði Chelsea 2—1 í úrslitaleikn- um. Þetta var árið 1972 og Smith þá 25 ára og er því 36 ára núna, en lætur þaö ekki á sig fá og er ennþá aðspilameöYork. Banks — kunni hann að f Ijúga? Sá sem í marki Stoke-liðsins stóö var enginn annar en goðsögnin sjálf, Gordon Banks, sem oft varöi á svo ótrúlegan hátt aö fólk fór aö velta því fyrir sér hvort hann kynni aöfljúga. Ferill Banks, sem stóö í enska markinu á HM ’66, endaði á sorg- legan hátt. Hann var á leiðinni heim í bxl sínum eftir leik viö Liver- pool á Anfield er hann lenti í bíl- sly si og fékk glerbrot í augaö. Banks hefur starfaö sem markvarðaþjálfari hjá ýmsum liöum en viö framkvæmdastjóra- stööuna hefur hann ekki ennþá fengist. Þaö hefur hins vegar annar félagi þeirra Banks og Smith frá Wembley '72, nefnilega Jimmy Greenhoff, en hann situr viö stjóm- völinn hjá fjóröu deildar félaginu Rochdale. Greenhoff tók viö stjórninni þar í mars í fyrra. Þá var liöiö í 21. sæti (af24) en þaö endaöi leiktímabilið í 20. sæti og forráöamenn Rochdale voru nógu ánægöir meö þaö til aö bjóöa Greenhoff samning. Roch- dale er nú í neöri helmingí fjóröu deildarinnar og þykir Jimmy Greenhoff, sem ekki er enn hættur aö spila, heldur valtur í sessi. Byrjaði hjá Leeds Iæikferill Greenhoff hefur veriö langur og viðburöaríkur. Hann lék fyrst meö Leeds United, þaö var á sjöunda áratugnum, og varömeðal annars deildarbikarmeistari meö því áriö 1968. Hann varö hias vegar af öllu gamninu með Leeds-liÖinu sem vann nánast allt sem hægt var aö vinna á árunum eftir þetta. Greenhoff hafði nefnilega verið seldur til Birmingham fyrir 75.000 pund. Þar stóð hann stutt viö því áhugi Stoke City haföi vaknað. Meö Stoke lék hann í ein átta ár viö góöan orðstír og varö meðal annars deildarbikarmeistari meö þvi, eins og áöur er getið. Um áramótin 76—77 barst sú tilkynning úr her- búöum Stoke City aö þaö væri tilbú- iö aö láta Greenhoff fara frá félag- inu. ...fór til Man. United Þaö var ekki búist við miklum úlfaþyt viö þessa frétta enda Greenhoff oröinn 31 árs og virtist hafa slappast ansi mikiö. Þaö varö heldur ekki, aöeins einn fram- kvæmdastjóri haföi áhuga. Ulfa- þyturinn varö aUur viö þá frétt aö það var Tommy Docherty hjá Man- chester United sem sýnt hafði áhuga og samþykkt að greiða 120.000 pund fyrir Greenhoff. Docherty haföi oft verið stimplaöur „galinn” vegna sérstööu sinnar. Hann hafði til aö mynda teflt fram tveimur útherjum hjá United þegar sá siður hafði svo að segja aflagst í Eng- landi. Þá var sagt aö nú hefði læknirinn (The Doc), eins og hann var kaUaður, fariö yfir um á eigin sálfræði. Docherty haföi afsannaö þaö meö frábæru gengi United en nú var hann aftur oröinn vitlaus og hafði fest kaup á 31 árs bjórvömb sem var búin aö vera. Tommy Docherty aður „galinn”. var sí.impl- Gordon Banks — bifreiðaslys batt enda á glæsilegan keppuisferil hans. Liverpool- vaninn En Greenhoff var ekki lengi aö sanna híð gagnstæöa með hverju markinu á fætur ööru og í maí 1977 urðu allir aö gjöra svo vel að éta orð sín ofan í sig er Manehester United áttí leik viö Liverpool í úrsUtum bikarsins. Leikmenn Liverpool voru orönir Englands- meistarar og veömáUn voru þeim í hag. En United vann óvænt 2—1 og þaö var enginn annar en Jimmy Greenhoff sem geröi sigurmark Uösins. Hann kom aftur á Wembley tveimur árum síðar er United mætti Arsenai í sömu keppni. Nú voru þaö hins vegar Greenhoff og félagar sem láta þurftu í minni pokann. Þessi leikur endaði með sigri Arsenal, 3—2. I undanúr- sUtunum haföi United lagt Liver- pool aö velU og enn var þaö mark hjá Greenhoff sem gert haföi gæfumuninn. Liverpool sigraöi flesta sina mót- herja á þessum árum sem og í dag og vann flest þau verölaun sem hægt var aö vinna, nema FA-bikar- inn. Þaö er þvi varla ofsagt aö þaö hafi verið Jimmy Greenhoff sem kom í veg fyrir aö leikmenn Liver- pool eignuöust allar medalíur sem þeim gátu áskotnast. í fjórðu deild Greenhoff fór frá Manchester United eftir fjögurra ára veru þar og lá leið hans niöur í fjórðu deild til Crewe Alexandra. Stoppiö þar var stutt og Greenhoff var rokinn tU Kanada og lék hann þar með Toronto Blizzards en sneri aftur til Englands, kom aftur til Stoke-on- trent og hóf aö leika með nágrönn- um síns gamla félags, Port Vale. FerUl JUnmy Greenhoff sem leikmanns spannar yfir 20 ár, frá 1963—1983 og á þessum tuttugu árum hefur hann leikið 674 leiki og gert í þeim 180 mörk. Greenhoff komst aldrei í A-landsliö Englands en hann lék 5 landsleiki meö U—23 landsliðinu á meðan þaö var og hét.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.