Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 16
.NJfil HAUHSar'í A HUUAUHAiJU. vu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 92. og 95. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Víðivangi 5,1. hæð t.v., Hafnarfirði, tal. eign Jóns Kr. Sumar- liðasonar, fer fram eftir kröfu Hafnarf jarðarbæjar og innheimtu ríkis- sjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 8. febrúar 1984 kl. 17.00. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 52., 57. og 62. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Lindarhvammi 4, rishæð, Hafnarfirði, þingl. eign Lilju B. Steinþórsdóttur og Kristins Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri miðvikudaginn 8. febrúar 1984 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Hegranesi 29, Garðakaupstað, þingl. eign Elsu Sigurvinsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 6. febrúar 1984 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Dalsbyggð 2, efri hæð, Garðakaupstað, þingl. eign Hafsteins Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 6. febrúar 1984 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 85., 88. og 93. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Merkjateigi 3, Mosfellshreppi, þingl. eign Jóns Péturs Jóns- sonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands og bæjar- fógetans í Kópavogi á eigninni sjálfri mánudaginn 6. febrúar 1984 kl. 16.30. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 85., 88. og 93. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Brekkutanga 31, Mosfellshreppi, þingl. eign Kristjáns Fríðrikssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka tslands á eigninni sjálfrí mánudaginn 6. febrúar 1984 kl. 17.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 70. og 72. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Fögrukinn 4, neðri hæð, Hafnarfirði, tal. eign Sigurðar Svein- björnssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 7. febrúar 1984 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 49., 52. og 59. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Goðatúni 17, Garðakaupstað, þingl. eign Kristjáns Boga Einarssonar, fer fram eftir kröfu Steingríms Eiríkssonar hdl. á eign- inni sjálfri þriðjudaginn 7. febrúar 1984 kl. 14.30. Bæjaríógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 49., 52. og 59. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Laufási 3, efrí hæð, Garðakaupstað, þingl. eign Agnars Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Garðakaupstaðar, Hákonar Árnasonar hrí., Skúla J. Pálmasonar hrl., Guðmundar Jónssonar hdl. og innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 7. febrúar 1984 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 54., 59. og 62. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Norðurtúni 6, Bessastaðahreppi, þingl. eign Andreas Berg- mann, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka tslands og Iðnaðar- banka tslands á eigninni sjálfrí þriðjudaginn 7. febrúar 1984 kl. 16.45. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 54., 59. og 62. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Kjarrmóum 38, Garðakaupstað, þingl. eign Byggung sf., fer fram eftir kröfu Úlafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfrí þriðjudaginn 7. febrúar 1984 kl. 17.15. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. DV. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR1984. , ,Eg hef alltaf stefnt að því meö námi mínu að geta orðið þeim að liði sem minna mega sin. Þess vegna varö ég strax óð og uppvæg þegar ég vissi að til stæði að setja á stofn kvennaráðgjöf.” Þetta sagði Ragnheiður Thorlacius laganemi í samtali við DV, en hún er ein tuttugu kvenna sem sett hafa á laggirnar kvennaráðgjöf. Þessi starf- semi tekur til starfa á þriöjudags- kvöld. Þar verður boðið upp á tvenns konar þjónustu. Annars vegar ráðgjöf, félagslega og lagalega, sem veitt verður þeim konum sem til þeirra leita. Hins vegar verður konum boöið að koma og ræða mál sín í hópum, skiptast á skoðunum og þannig finna að þær eigi samleið með öðrum konum. Þessar tuttugu konur eru allar lög- fræðingar eða félagsráðgjafar eöa í námi þar að lútandi. Aðsetur þéirra verður í Kvennahúsinu við Vallar- stræti og verður opið þriðjudaga milli klukkan 20 og 22. Þangaö geta konur komið, hringt í síma 21500 eða skrifað. Viö ræddum á dögunum við tvær þessara kvenna, Ragnheiði, sem áður er nefnd, og Mörtu Bergman. Aðeins fimm prósent kvenna ná meðallaunum karla — Hvaðerkvennaráðgjöf? „Kvennaráðgjöf er hópur kvenna með ákveðið félagslegt og lögfræðilegt nám að baki, sem vill leggja sitt af , Einstæður faðir er hetja iaugum samfélagsins og fjöiskyidunnar.' Kvennaráðgjöf sett á stof n: KARL- MONNUM BANNAÐUR AÐGANGUR mörkum í kvenfrelsisbaráttunni,” segja þær stöllur. „Kvennaráðgjöf sem þessi er starfrækt á Noröurlönd- um og víðar og er eðlilegt framhald af þeirri vakningu sem er meöal kvenna í þjóöfélagi nútímans. Það er staðreynd að félagsleg staöa konunnar er mun Iakari en karlsins, þrátt fyrir lagalegt jafnrétti. Talandi dæmi um þetta er launamisréttið, en aöeins fimm prósent kvenna ná meðallaunum karla.” — Er þörf á slíkri ráðgjöf. Er þetta ekki bara enn ein stofnunin? „Nei, alls ekki. Okkur finnst svo sannarlega full þörf á ráðgjöf sem þessari og við vonumst eftir að geta veitt öðruvísi þjónustu en kostur er á nú. Þau eru mörg vandamálin sem konan getur staöið andspænis. Til dæmis slit á óvígðri sambúð. Hver er réttur konunnar í slíku? I flestum til- vikum er það karlinn sem vinnur fyrir tekjum á sambúðartímanum á meöan konan gætir bús og barna. Karlinn hefur því haft aðstöðu til að fjárfesta og oft á tíðum er allt á hans nafni og þar með hans eign eingöngu. Réttur konunnar við slit á óvígöri sambúö er því fyrir borð borinn og þar hefur hún þörf fyrir ráðgjöf og aðstoö. Einnig má nefna það að við hjúskaparslit geta vaknað margar spurningar. Má þar nefna fyrirkomulag fjármála, forræði bamanna og umgengnisrétt og fleira og fleira. Þá má ekki gleyma vandamálum sem eru samfara ofbeldi er margar konur verða fyrir. Reynsla annarra þjóða sýnir að einungis lítill hluti nauðgana og ofbeldis kemur til kasta lögreglu og dómstóla. Sennilega er sama uppi á teningnum hér á landi. ••

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.