Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 38
38' DV, LAUGARDAGUR-4.' FEB RU AR-1984. Bflar Bflar Bflar Bflar Bflar Undanfariö hafa japanskir jeppar æ meir rutt sér til rúms á markaöi hér og þá á kostnaö þeirra jeppa sem áöur voru hefðbundnir hér, bæði frá Banda- ríkjunum og Bretlandi. Af millistærðum japönsku jeppanna hefur einkum veriö um aö ræöa Isuzu Trooper og Mitsubishi Pajero auk Toyota Landcruiser og Nissan Patroi sem eru eilítið stærri. Pajero jeppinn, sem undanfariö hefur veriö hér á markaði, var minnstur þessara jeppa en nú er komin á markað mun stærri og álitlegri útgáfa af þessum bíl sem gerir allan samanburð viö hina japönsku jeppana í stærri flokknum betri. I umsögn um litla Pajero jeppann sagöi Omar Ragnarsson aö hér væri á feröinni álitlegur lipur jeppi. Fram- leiðendur heföu reynt aö þræöa hinn gullna meöalveg milli jeppa og fólks- bíls og óvenjuvel heföi tekist til aö skapa f jölhæfan bU. Margir hafa lfkt Pajero jeppanum viö Range Rover, bæði vegna aksturs- eiginleika og eins vegna frágangs og innri búnaöar. Litli Pajerojeppinn er af svipaöri stærö og gamli Broncoinn og því er honum hætt viö aö steypa stömpum, likt og aörir jeppar sem jafn- stutt erámiUihjólaá. I hugum margra trónar Range Rover enn á toppnum hvaö lúxusjeppa varöar og verður trúlega enn um sinn þrátt fyrir harönandi samkeppni. Aksturseiginleikar Range Rover eru einnig næsta sérstakir einkum vegna jafnrar þungadreifingar á öxla. Góð kaup Eftir reynsluakstur á lengri gerð Pajero jeppans eöa Super Wagon, eins og þessi gerö heitir, er hægt aö slá þvi föstu aö i þessum bíl eru ein bestu kaup i jeppa af miUistærð á markaðinum í dag. Lenging bílsins hefur gjörbreytt aksturseiginleikum hans til hins betra og plássnýting er með afbrigðum góö. Aksturseiginleikar Pajero Super Wagon eru mefl eindæmum góðir, jafnt innanbæjar og i erfiðri færð. Mitsublshí Pajero Super Wagon: Alhlida fjöLskyldubíIl Fjöörunin nýtist vel, einkum snerU- fjöðrunin aö framan sem gefur hæfUega vel eftir þótt ekið sé í ójöfn- um. Jakahröngl og skorningar á götunum undanfariö voru vel tU þess fallin að sannreyna eiginleUca bUsins við misjafnar aöstæður. Þaö sem vekur einna mesta athygli í akstri á bílnum er sú tilfinning hve plássið sé núkið í bílnum. Eftir lenginguna er bílUnn fimm dyra og með þremur sætarööum. Aftasta sæta- rööin er tvískipt og hægt aö leggja upp hvom helming fýrir sig. Eins er hægt. að leggja aftari tvær sætaraöirnar niöur og skapast þá gott svefnpláss aftur í, eöa samtals 180 sentímetra langt. Jafnframt þvi aö lengja bUinn hefur þakinu veriö lyft verulega, þannig að mörgum þykir jafnvel nóg um höfuðrýmiö. Það kemur á óvart hve lipur bUlinn er í akstri jafnt á lengri leiöum sem og innanbæjar. Vökvastýriö svarar vel og gíraskiptingar meö afbrigðum góðar. Hægt er aö stUla ökumannssætiö miöað viö þyngd ökumannsins og f jaðrar þaö við akstur í ójöfnum, sem vissulega er kostur í færðinni undanfama daga. Einn rótgróinn Range Rover eigandi lét þau orö falla um aksturseiginleika bUsins aö hann gæfi Range Rover ekk- Aftast or tvískipt sæti sem ætlað er tveimur farþegum. Hægt er að nýta helming sætisplássins fyrir farangur ef vill. Séu bæfli sætin í uppréttri stöðu fæst mjög gott farangursrými sem nýtist vel. DV-myndir GVA. ert eftir og væri jafnvel liprari í innan- bæjarakstri. Miöstöðvar- og loftræstikerfi er gott og aukamiöstöð, sem feUd er niöur i gólfið undir miðsæti, sér enn frekar um að halda þægUegu hitastigi inni þótt vel kaltséútifyrir. Af jeppa aö vera þá er bíllinn óvenju hljóölátur þótt ekið sé í fjórhjóladrifi. Er þaö aö þakka keöju í stað tannhjóla í miUikassa sem útUokar gírkassa- stöng, sem yfirleitt heyrist mjög í jeppum, einkum ef ekið er hratt. Meö Pajero Super Wagon virðist vera kominn jeppi sem sameinar vel eiginleika jeppa og stærri fjölskyldu- bíla á viöráðanlegu veröi. Meölenging- unni er þó augljóst að bílnum er hætt- ara viö aö taka niöri í miöju en styttri jeppunum en aö því frátöldu virðist fátt vera til vansa. Mörgum kynni aö þykja bíUinn fuUlágur aö framan, en samt virtist engum erfiðleikum bundið að aka bílnum í gegnum þykka snjó- skafla sem við fyrstu sýn sýndust erfiðir. Aður hefur veriö fjallaö ítarlega um styttri Pajerojeppann og útkomuna úr reynsluakstri á þeim bíl hér í DV. Viö þaö er Utlu meira að bæta. Viö leng- inguna á bílnum hefur tekist aö ná burt nikk- og bátahreyfingunum sem þóttu ljóður á styttri bUnum og pláss er miklumeira. Fyrir þá sem eru aö leita aö alhliöa fjölskyldubil í miUistærö, þá virðist hér vera kominn allvænn kostur. -JR. Mælaborðið er mjög aðgengilegt og svipar í mörgu til Range Rover. Auka- mælarnir i mifljunni gefa því skemmtilegan svip. i miðið er „hallamælir" sem sýnir þann kraft sem togar í bilinn til hliðanna efla fram og aftur. Hinir mælarnir tveir sýna smurþrýsting og spennu rafgeymisins. Mitsubishi Pajero Super Wagon: Lengd: 4600 m. Breidd: 1680 mm. Hæð: 1965 mm. Bil milli hjóla: 2695 mm. Þyngd: 1620 kiló. Vél: fjögurra strokka 2555 rúmsentim. 103 hestöfl við 4500 sn. á mín. Þjöppun 8,2:1. Girkassi: Fjögurra gira á- samt háu og lágu drifi. Vökvastýri, beygjuradius 5,9 m. Fjöflrun: Snerilfjöflrun framan/blaðfjaðrir aftan. Bremsur: Diskar framan/skálar aftan. Hjól: 215SR —15SBR. Verfl pr. 1. febrúar: 690.000. Sætin fá í heild gófla einkunn, einkum bílstjórasætið sem fjaflrar og er fjöðrunin stillanleg miðafl við þyngd ökumannsins. Einnig er hægt afl læsa því í ákveðinni stöflu ef vill. Höfuðpúflar eru bæfli á framsætum og bekkn- um i miðjunni. Inn- og útstig úr bilnum er með ágætum og enginn „þröskuldur" heldur er gólfifl slétt vifl hurflarfals.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.