Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR1984. Sjö ráöherrar hafa fengid tollfrjálsan bfí —f rá því í maf í fyrra—tveir í núverandi ríkisst jórn Sjö ráöherrar, núverandi og fyrr- verandi ríkisstjórnar, hafa frá því í maímánuði í fyrra eignast bíla meö þeim vildarkjörum sem reglur heimila. Þeir hafa fengiö niöurfelld aöflutningsgjöld sem nema rúmum helmingi af veröi bílanna. Þeir sjö, sem notfært hafa sér þessa heimild, eru: Steingrímur Hermannsson, Matthías Bjarnason, Gunnar heitinn Thoroddsen, Pálmi Jónsson, Friðjón Þóröarson, Ingvar Gíslason og Tómas Ámason. Þessar upplýsingar fékk DV úr toliadeild fjármálaráöuneytis. Stjómarskiptin voru 26. maí. Reglumar segja aö fyrrverandi ráöherrar megi notfæra sér heimild- ina í eitt ár eftir aö ráöherradómi lýkur. Aöeins þrír ráöherrar síöustu stjómar hafa ekki fengiö sér bíl á góöu kjörunum. Þaö eru alþýðu- bandalagsráöherrarnir Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Amalds. -KMU. RENAULT 18 GÆÐABÍLL Á GÓÐU VERÐI Getum nú boðið örfáa Renault 18 fólksbíla og stationbíla á einstaklega hagstæðu verði eða frá aðeins kr. 337.000.- OPIÐ LAUGARDAGA KL. 1-5. RENAULT - SPARNEYTINN, RÚMGÓÐUR OG TRAUSTUR KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANOSBRAUT 20, SÍMI '86633 0 Eyjólfur Krístjánsson og Viktor Urbancic hefja skíðakennslu í Skálafelli um helgina. SKÍDAKENNSLA í SKÁLAFELU Um næstu helgi tekur til starfa skíöaskóli í Skálafelli imdir leiösögn Eyjólfs Kristjánssonar og Viktors Ur- bancic. Þeir hafa áður kennt viö Skíða- skólann í Kerlingarf jöllum. Kennsla veröur fyrir alla aldurs- hópa, bæði fýrir byrjendur og lengra komna. Kennt veröur allar helgar frá kl. 10.30 í 2 klst. önnum. Einnig verður kennt á eftirmiödögum og á kvöldin eftir því sem veöur leyfir. Feröir í Skálafell em daglega þegar veður leyfir frá Feröaskrifstofu Ulfars Jacobsen. Hægt er að panta tíma bæöi fyrir kvöld- og helgarkennslu í símum 36400 og 34404, sem og 66095 og 67095. Strákamir sem skotið var á úr haglabyssu á laugardag: Segjast hafa séð manninn hlaða byssuna „Viö sáum manninn hlaöa byssuna,” segir einn piltanna sem var á ferö í Sól- heimunum aöfaranótt laugardags sl. Forsaga málsins er sú, eins og fram hefur komiö í DV, að þrir unglingspilt- ar voru þama á ferð, höföu sest inn í bíl á bílastæði á meðan þeir biöu eftir einum félaga sinum sem var í heim- sóknínágrenninu. Maður á sextugsaldri kom út úr húsinu númer 25 viö Sólheima meö haglabyssu í hendinni. Hann ber að ætlunin hafi veriö að hræða piltana því aö hann hafi talið aö bílaþjófar væru þarna á ferö. En síöan er haft eftir manninum aö honum hafi skrikaö fótur í hálkunni meö þeim afleiðingum aö skot hafi hlaupiö úr byssunni. Hagl lenti í fingri eins drengsins. Var hann fluttur á slysadeildina þar sem hagliö var fjarlægt. ,,Viö sátum inni í bilnum þegar maöurinn kom út úr húsinu, hann öskraði á okkur og sagöi okkur aö koma til sín,” segir pilturinn sem varð fyrir skotinu. ,,Þá sagði vinur minn: „Hann er meö byssu.” Þeir tveir sem voru frammi í flýttu sér út úr bílnum en ég var aöeins seinni, því aö ég sat aftur í og þetta er tveggja dyra bíll sem viö vorum í. Strákarnir hinkruðu eftir mér og þá sáu þeir manninn hlaða byssuna. Síðan hlupum viö niöur á Bæjarleiðir og hringdum á lög- regluna.” Samkvæmt upplýsingum rann- sóknariögreglunnar er yfirheyrslum ekki lokið en maöurinn var handtekinn og færöur strax til yfirheyrslu. En tölu- vert myrkur var þarna á bílastæðinu, aö sögn lögreglunnar og ýmsir aörir erfiðleikar aö greina það sem fram fór, meöalannarsvegnafjarlægöar. -þg. Arnarf lug leitar til hins opinbera: Ríkisábyrgð til að breyta lausaskuldum Amarflug hefur óskað eftir rikis- ábyrgö á láni aö fjárhæö um 45 milljónir króna eða 1,5 milljónir Bandaríkjadala. Félagið hefur átt við rekstraröröugleika aö stríöa og þarf aö breyta lausaskuldum í lán til lengri tíma. Ríkisstjómin fjallaöi um beiðni Arnarflugs í fyrradag. Ákveðið var aö fá frekari upplýsingar um stööu fyrir- tækisins. Máliö er nú til athugunar í samgönguráöuneytinu sem leggja mun mat á rök og tryggingar félags- ins. Ur samgönguráðuneyti fer máliö til fjármálaráðherra sem væntanlega mun leggja það fyrir Alþingi. Þing- menn hafa síöasta oröiö um beiönina. -KMU/HERB. SKÍÐALYFTA í GRUNDARFJÖRD Frá Bæring Cecilssyni, fréttaritara DV á Grundarfirði. Skíðalyfta hefur veriö sett upp í Grundarfirði. Hún er 600 metra löng og getur flutt 6—7000 manns á klukkutíma. Grundfiröingar hafa nýtt sér aðstöðuna vel og margir hafa brugöið sér á skíöi. Utlagöur kostnaður viö skíðalyftuna er um 600 þúsund krónur, en þá er ekki reiknuð meö sú vinna og fyrirhöfn sem heimamenn hafa lagt fram viö aö koma lyftunni upp. -GB. Næsti fundur í áldeilunni á mánudag: LANGTí LAND Samningafundi í kjaradeilunni í allt of lítiö þokast áfram frá því álverinu lauk klukkan 16 í gær. Næsti viðræöur hófust,” sagöi öm Friðriks- fundur hefur verið boðaöur á mánudag son, talsmaöur starfsmanna, aö klukkanl4. loknumsamningafundiígær. „Mér sýnist langt I land. Þaö hefur -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.