Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 28
I tonf ci A T raaan rrT-»“* a rrcr a ,'\tt ft r l?rí 28 DV. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR1984. Þrir harðjaxlar samankomnir og ekki mildilegir ásýndum. Þetta eru skákkapparnir alkunnu, Ingvar Ás- mundsson (lengst til vinstri), Jónas Þorvaldsson og Ólafur Magnússon. Jón L. Árnason er nýorðinn stigahæstur islenskra skákmanna, en nú á hann erfiðar stundir í kjallaranum á Hótel Hofi. En það kemur dagur eftir þennan dag, Jón! „Hér er gaman að vera, Dóri! Þetta er miklu skemmtiiegra en niðri iþingi," segir Magnús Sigurjónsson (til vinstri), en Halldór Blöndal er ekkiá sama máii; hann er /ika vel útfarinn iieikfióttum stjórnmálanna og gerir ekki upp á milli. ^tta er ekki aualvsliia' heldiir heilabvottur — sagdi bankastjóriim og losadi um bmdishniitmn Steini Snæ, hreindýraskytta og skákmaður austan afJökuldal, bendir á fifidjarfa vinningsleið en Sigurjón Magnússon lætur sér fátt urn finnast. Ekki veit ég hvaöa hugvitsmaöur þaö var sem benti stjórum Búnaðar- bankans á vænlegustu leiðina tii þess aö vekja á sér athygli innanlands og utan. Banki þessi hefur veriö að auglýsa sig í sjónvarpi og blööum eins og gengur og gerist um fyrirtæki, en ég held aö ég móögi engan þótt ég lýsi þeirri skoöun minni að þessar fjár- festingar bankans í kynningu hafi ekki borið þann árangur sem efni stóöutil. En nú er nafn þessa banka á hvers manns vörum, ekki vegna misgóðra landslagsmynda í auglýsingatímum sjónvarpsins, heldur vegna heims- kunnra skákmanna sem eru komnir hingaö um langan veg til þess aö sitja niðri í kjailaranum á Hótel Hofi og tefla hver við annan. Búnaöarbankinn mun vera fyrsta íslenska fyrirtækiö sem heldur af sjálfsdáöum alþjóölegt skákmót en Flugleiöir hafa um árabil beitt sér fyrir stórskemmtilegu skákmóti hér innanlands — svonefndu Flugleiöa- móti, sem háð er aö hausti og koma þá saman til aö berjast öflugar skák- sveitir hvaöanæva af landinu og komast færri að en vilja. En erlendis er þaö mjög algengt aö vellrík fyrirtæki bjóði skákmönnum til alþjóðlegra móta og sum þeirra hafa komið sér upp árlegum skák- viöburöi sem ber vitaskuld hróður þeirra víöa. Um Búnaðarbankamótið er þaö aö segja aö þar er að flestu leyti vel að verki staöið og framkvæmdin öllum til sóma. Auövitaö er það slæmt aö sjá hvorki Friörik Olafsson né Braga Kristjánsson meöal keppenda, en þaö verður víst ekki á allt kosið. Bragi er eins og kunnugt er fastur maöur í hinni skæöu skáksveit Búnaðarbankans en aö þessu sinni lætur hann sér nægja að skýra skákir hinna í sjónvarpssal og ferst það vel úr hendi. Það er út af fyrir sig fjarskalega viðeigandi aö Búnaöarbankinn skuli vera fyrsta íslenska fyrirtækiö til þess aö halda mót af þessu tæi. Þetta fyrirtæki hefur nefnilega á að skipa þeirri skáksveit sem frægust er um landiö fyrir afburða fræknleik og hefur reyndar fariö langt með aö leggja eignarhald á efsta sætið í Flugleiðamótinu og öðrum sveita- keppnum á síðustu árum. Bankinn hefur variö nokkrum fjármunum til þess aö styrkja þessa illvígu storm- sveit skáklistarinnar en nú hefur hann bætt um betur og aukiö hróöur sinn með því aö senda eftir nokkrum útlendum afarmennum á þessu sviði. Þaö dylst víst engum lengur hvílík auglýsing það er hverju fyrirtæki aö beita sér fyrir svona keppni, hvort sem þaö er i skák eða fótbolta eöa einhverri annarri merkilegri list- grein, en þaö hef ég sannspurt aö sumum liösoddum Búnaöarbankans þyki eiginlega nóg um, því aö þeir eru ýmsu vanir en ekki svona voða- lega stífum meöbyr. „Þetta er ekki auglýsing,” sagöi einn stjórinn og losaöi um bindis- hnútinn, „þetta erheilaþvottur.” Eg hef þaö lika eftir vissum heim- ildum, sem ekki er vert að nafn- greina að sinni, aö aðrir bankar renni nú öfundarauga niður í kjallaraholuna við Rauðarárstíg og séu farnir aö skrifa hjá sér heimilis- föng og símanúmer útlendra stór-. meistara í skáklist. Seölabankinn kvað vera kominn á skriö og verður tæplega smátækur í verölaunum því aö ekki dugir annaö en slá við Búnaðarbankanum svo að eftir veröi tekiö. „Ætli þeim dugi nokkuð minna en aö leggja fjárlögin undir,” sagöi lág- vaxinn Búnaöarbankamaöur og flýtti sér niður í kjallarann til þess aö fylgjast meö viöureign Sævars Bjarnasonar og Piu Cramling. -BH. Myndir og texti: Baldur Hermannsson Pia Cramling kom, sá og sigrar — kannski. En svo mikið er víst að þessi hugþekka, sænska stúlka hefur nú þegar gjörsigrað hug og hjarta islenskra skákunnenda með látlausri framkomu sinni og egghvössum skákstil. Hér teflir hún i 5. umferð gegn Sævari Bjarnasyni, en Helgi Ólafsson horfir á. i fjarska má lita DeFirmian. BÍLASÝNING f DAG- LAUGARDAG KL. 10 LAP&84 NÝIR OG NOTAÐIR BÍLAR TIL SÝNIS OG SÖLU KYNNUWf BifrelöarA Landbúnaöarvélar hf. SUDURLANDSBRAUT 14. SlMI 38600 Söludeid simi 312 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.