Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 37
fcflor A TT3fJ,ara k ctttóa rvT * t \rn DV. L AUG ARD AGUR 4. FEBRUAR1984. Sífelldar áhyggjur Þaö er ekki öfundsvert hlutskipti aö vera framkvæmdastjóri hjá félagi sem gengur illa. Ahangendurnir heimta sífellt að viðkomandi verði rekinn og mikil pressa hvílir á mönnum sem eru í þessari stöðu. Sífellt koma upp einhver áhyggjuefni, hvort sem lið- inu gengur betur eða verr. Ef liðinu gengur illa eru áhyggjumar aug- ljósar og ef liði gengur vel þá eru sífelldar áhyggjur um hvort sigur- ganga liðsins verði stöðvuð í bráð. Taka þarf margar ákvarðanir sem ekki falla í kramið hjá áhangendum eða leikmönnum. Og alltaf er það þannig aö fram- kvæmdastjóri er metinn af stöðu liðsins eins og hún er þá og þá stundina, en ekki hvaö hann gerði fyrir liðið í gær. Sennilega eru flestir af fylgjend- um Stoke-liðsins búnir að gleyma þeirri ágætu sóknarknattspyrnu sem liðið spilaði fyrir ári og hver ætli sé að hafa fyrir því að minnast þess aö það var einmitt Richie Barker sem keypti Mark Chamber- lain og bróður hans, Neville, til Stoke. Hann keypti einnig hinn efnilega varamarkvörð liðsins, Mark Harrison, ásamt Sammy McDroy, Mike Thomas og Paul Dyson. Barker uppgötvaði einnig efnilega leikmenn eins og Chris Maskery og Ian Painter en þaö er allt fyrir bí vegna óþolinmæði á æðri sem lægri stöðum. The Barker can Bark — but he can’t bite the Shark. (Gamall húsgangur) SigA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.