Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 16
533*//. Kolakraninn við Reykjavíkur höfn, sem hefur sett svip sinn á höfnina og borgina um 40 ára skeið verður nú að vikja fyrir stórtækum skipulags- breytingum sem verða á hafnarsvæðinu. Verður byrjað að rífa kranann í maí-júní og þar sem ekki þykir svara kostnaði að koma honum upp á öðrum stað, þar sem hlutverki hans er að mestu lokið með minnkandi kolainnflutningi hverfur fyrrum stórt vinnutæki sem deilur stóðu um á sínum tíma, þegar það kom fyrst til landsins og mótað hefur svip hafnarinnar meira en nokkur annar hlutur undangengin ár. Eigandi kolakranans er fyrir- tækið Kol & Salt. Hafði blaöiö samband við Geir Borg fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins í morgun og sagði hann eftirfar- andi: — Þar sem skipulagning hafnarinnar stendur fyrir dyr- um Verður mikil breyting á og er greinilegt að kolakraninn fær ekki að standa mikið leng ur. Ekki er talið að hægt sé að setja kolakranann á annan Dr. Reinl., leikstjóri fvið kvikmyndina og t.h. D. H. Wender, fulltrúi Flugfélags fslands i Frankfurt. 300 Færeyingar í páskaferð hingað Þegar Krónprins Frederik kemur til landsins að morgni föstudags- ins langa verða með honum um 300 Færevingar sem ætla að dveljast hér á landi yfir páskana. Er þetta þriðja árið sem Færey- ingar fjölmenna til íslands um páskana, en aldrei fyrr hafa þeir verið eins margir og nú. Voru þeir um 120 í fyrra og um 60 árið áður. Færeyingarnir munu búa um borð í skipinu meðan þeir eru hér en fara í skemmtiferðir til nær- liggjandi staða, svo sem Gullfoss og Geysis, Krýsuvíkur o.s.frv. og skipuleggja Lönd og leiðir þær ferðir. Á annan í páskum heldur Færeyingafélagið I Reykjavík mik- inn fagnað i Sigtúni fyrir landa sina, en daginn eftir, 12. april, halda þeir heim á leið. Tf'Stf SKÍAtWc.trA ttrso/tA ... . v '<*• tttát' mmm x J '<• !v { */>.'" f,P- . ............... v \ •... ■ , \> ■ * >j- -í ,> •■ L------ v r;i Sjálfstæðisfólk Munið spilakvöld Sjálf- stæðisféiaganna í kvöid. — Ávarp flytur Bragi Hannesson bankastjóri. stað þar sem ekki svarar kostn aði að flytja hann. Hlutverki kranans er því nær lokið. Hann hefur losað kol og salt undan- gengin 40 ár og auk þess verið Framh. á bls. 6 KVIKMYND UM SIGURÐ FÁFNISBANA TEKIN HÉR Hingað til lands eru komnir tveir Þjóðverjar frá þýzka kvikmynda- tökufyrirtækinu CCC-Film í Vest- ur-Þýzkalandi. Það er einn af leik- stjórum fyrirtækisins dr. Reinl og Koritowski, sem verður fram- kvæmdastjóri við kvikmyndatöku, sem unnið verður að Hér. Kvikmyndin, sem hér um ræðir er eftir sögunni af Sigurði Fáfnis- bana, og er meiningin að taka hluta myndarinnar hér. Þetta verður löng mynd, sem sýnd verður f tveimur þáttum. Einn þriðji af ;m fyrra þætti verður tekinn héma, en hitt í Júgoslavíu. Undirbúningur að kvikmyndatök- Framh. á bls. 6. Kolakraninn hefur sett svip á Reykjavík f 40 ár. Nú á hann að hverfa. ísinnfjarlægistánýen vof- ir yfír efbreytir um Borgarísinn er á vakki úti fyrir Norðurlandinu, og er það ekki nema venjulegt, að hann haldi sig á þessum slóðum um þetta leyti árs. Flogið var yfir svæðið frá Landhelgisgæzlunni í gær, og hafði breiðan þá lón að fjær landi en hún var fjór- um dögum áöur, hafði bilið breikkað mest við Rauðunúpa á Sléttu, eða um 32 sjómílur, einnig nokkuð norður af Vest- fjörðum en minna fyrir miðri norðurströndinni. Samkvæmt viðtali viö Veðurstofuna er iík- legt, að vindátt haldist óbreytt þarna næstu sólarhringa og heldur hún þá ísnum undan, en breytist áttin má gera ráð fyrir að breiöan þokist nær. I morg un var hægviðri um allt land, snjómugga sums staðar, frost undir 5 stigum sunnanlands, en 5-1Ó stig í sveitum norðan- lands, þó var 13 stiga frost á Grímsstööum á Fjöllum og 11 í Aðaldal. Alþjóðasjóstangaveiði- mót á Akureyri í júní Ákveðið hefur verið að al- þjóðamót sjóstangaveiðimanna verði háð á Akureyri, helgina 1U-12. júní og hafa sjóstanga- veiðifélögin nyrðra þegar hafið undirbúning að mótinu. Verður róið frá Dalvík, laugardag og sunnudag, en þar er oft fiski- sælt á miðum um þetta leyti sumars. Föstudag kl. 21, verða þátt- takendur boönir velkomnir í hófi sem efnt verður til í Sjálfstæð- ishúsinu á Akureyri, en lagt al stað með bílum í bítið um Framhald á bls. 6. ísbrúnln norðan vlð ísland í gær. Uppdráttur landhelgisgæzlunnar. VINNUSL YS í GÆR Það var óvenjulega slysasamt í gær, einkum á vinnustöðum; aftur á móti virðist hálkan.ekki hafa komið mikið að sök í um- ferðinni, því að þar urðu ekki riein slvs að ráði Kl. 10.18 í gærmorgun varð vinnuslys á Reykjavíkur-flug- velli. Þórður Kristjánsson, Drápuhlíð 1, var að vinna þar i fjögurra metra djúpum og all- víðum frárennslisskurði sem verið er að gera frá Loft- leiðahótelinu. Þórður vann þar við dælu, en jarð- ýta var við mokstur af botni skurðsins. Þá gerðist það, að Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.