Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 7
V ÍS IR . Þriðjudagur 29. marz 1966. 7 Atlontshafsbandaíagið hekkir mikilvægi sma þó dregið sé úr herstiórnarskinulagi NA TO Unfttiæli Couve de Murville utunríkisráðherru Frakku við blaðamenn Um fátt er meira rætt á al- þjóðayettvangi um þessar mund ir en þá ákvörðun de Gaulles Fralddandsforseta, aö krefjast brottflutnings herstjómar Nato og ails bandarísks heriiðs frá Frakklandi. Þessi ákvörðan skap ar Atlantshafsbandalaginu mikla erfiðleika og hefur de Gaulle veriö gagnrýndur harö- lega fyrir óvægna og tiffitslausa framkomu. Þrátt fyrir þaö þykir rétt, að sjónarmið Frakka í sam bandi viö þessar ákvarðanir komi fram og birtist hér á eftir hluti úr yfrrlýsingum Couve de Murville utanríkisráöherra, á fundi sem hann héit í sjónvaKpi með nokkrum blaðamönnum fyr ir nokkrum dögum: ★ Spuming: Fyrir um það bð 10 dögum afhentuð þér bandaríska sendiherranum orðsendmgu, sem fól í sér óskir um endur- skoðun á staðsetningu banda- riskra bækistöðva í Frakklandi. Má ég spyrja einfaldlega, hvers vegna fitjar Frakkland upp á þessu máli nú? Hver er tilgang- urinn með því? Svar: Það er rétt, að orösend- ingin fjailaði um bandarísku bækistöiðvamai' f Frakklandi, en ég ræddi emnig við hann al- mennt um mátefni Atlantshafs- bandaiagsins og NATO. Ég nefni þau tvö, af því að þar er í rauninni um tvo aðskitda hluti að ræöa. 1 fyista lagi er Atlantshafs- bandalagið. Þaö er bandalag sem var stofnað fyrir meira en 15 ámm miHi Vestur-Evrópulanda og Bandaríkjanna. Það var stofn að á tfirrum þegar Evrópa var bókstaflega ekki tH, hvorki efna hagslega né hemaöarlega. Það var einnig á tímum, þegar við höfðum áhyggjur af útþenslu- stefnu Sovétríkjanna og við Iit- um svo á að Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku væri ógnað. Nú hafa aöstæðumar ger- breytzt og sömuleiðis eðli ógn- unarinnar. Þrátt fyrir það telur franska ríkisstjómin að starf Atiantshafsbandalagsins eigi aö halda áfram og hefur lýst því opinberlega yfir, að hún hygg- ist ekki segja samningum npp, þegar sá tfmi kemur eftir þrjú ár, að hann er uppsegjanlegur. Við vifjum vera áfram í At- fetntshafsbandalagmu, vegna þess að við álítum það nauð- synlegt, í fyrsta lagi vegna þess að enn er okkur ógnað, — þó það sé nú orðið fjarlæg ógnun og líka vegna þess, að Atlants- hafsbandalagið er jafnvægisþátt ur í Evrópu. Þáttur til að stuðla að friði. En þetta gildir sem sagt Aflantshafsbandalagið. Á hinn bógmn kemur svo hið mikla landvamaskipulag, sem var komið á aHmörgum árum eftir að Atíantshafesamningar- inn var undirritaður í Washrng- ton 1949. Þetta skipulag felur í sér tvö atriði. Það þýðir aJþjóölega yfir- stjóm — samsteypta yfíistjóm eins og það er kallaö, — sem hefur bækistöð f Evrópu. Og hins vegar hefur það í för með i iS*** Couve de Murville utanríkisráöherra Frakklands. sér dvöl erlends herliðs og er- lendar bækistöðvar í Evrópu og Spiall Tjegar ritstjórar Þjóðviljans eru í sunnudagsskapi og hugsa einn dag vikunnar um hag verkamannsins á íslandi komast þeir jafnan að sömu niðurstöðu. Man enginn eftir því að nokkurt vik hafi verið frá þeirri skarp- legu athugun: kjör verkamanns- ins hafa ætíð farið versnandi á þessu landi .kaupmátturinn dvfn andi, allt er á niðurleið. Ef trúa ætti skriffinnum Þjóð viljans hlytu íslenzkir verka- menn að vera komnir niður á sama lífsstig og fátækustu íbú ar Indlands, nærast á um 1000 kaloríum á dag, f mesta lagi, og horfa fram á enn minna salt út í grautinn á næstu misser- um. Sfðast heyrðist þessi sultar- söngur veðurvita kommúnista- flokksins f kringum afmæli A. S.í. fyrir fáum vikum. En það var eftirtektarvert að ekki var minnsta tiiraun gerð til þess að færa sönnur á sultargöngu verka rnannsins f íslenzku þjóðfélagi með nokkrum rökum eða töl- um. Fossandi mælska og froðu hjúm var þar látið duga. Sann leikurinn er nefnilega sá, að jafn vel verkamennimir sjáifir leggja ekki trúnað á sönginn. Og það er einfaldlega vegna þess að þeir þekkja það sem sannara er. T gær kom út Fréttabréf kjara- rannsóknamefndar, marz 1966, þriðja hefti. Þar er í skil- merkilegu máli greint frá þróun tímakaups hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins síðustu misserin. Og þar á meðal em verkamenn. Samkvæmt skýrslu Kjararann- sóknamefndar hefur meðaltíma kaup verkamanna hækkað frá árinu 1964 fram á síðasta árs- fjórðung 1965 um hvorki meira né minna en 32%. Það þýðir með öðram orðum að á einu ein- asta ári hafa laun verkamanns ins á íslandi hækkað um heil an þriðjung. Mun það vera meiri hækkun en í nokkm landi Evrópu og þótt víðar væri leit að — að Sovétríkjunum ekki undanskildum. p'n bíðum nú við. Vitanlega svara spekingar Þjóðviljans því til að ekkert sé að marka þessar tölur Kjararannsóknar- nefndar, sem þeir eiga sjálfir fuliírúa' í, vegna þess að allur framfærslukostnaður hafi einn- ig hækkað stórlega. Það sé kaup mátturinn ,sem útslagið geri. Hann sýni að íslenzkir verka- menn lifi á indversku pharia- stigi. Lítum því á kaupmátt verka- mannalaunanna. Hefur hann vax ið eða minnkað síðasta árið? Niðurstöður kjararannsókna sýna að 1. marz s.l. var kaup- máttur fyrsta taxta Dagsbrúnar 14.8% hærri en 1. júní 1964. Hjá vikukaupsmönnum var þessi hækkun ennþá meiri eða 20— 25%. Hér sést það með öðrum orðum svart á hvitu að kjara bætur verkamanna hafa verið verulegar. Þeir hafa ekki orðið útundan f lífskjarakapphlaupi þjóðarinnar, nema síður væri. Tjótt sannað sé og ótvírætt að kaupmáttur verkamanna launanna hefur þannig verulega aukizt skyldi enginn halda að sigurglaðir skriffinnar Þjóðvilj- ans láti annað eins á sig fá og niðurstöður Kjararannsóknar- nefndar. Ónei. Slíkum plöggum er ýtt til hliðar méð vandlæt- ingarsvip. Það hefur ver-ið ákveðið að kjör verkamanna í auðvaldsþjóð félagi hljóti áð fara versnandi. Þess vegna fara þau versnandi. Vestri. þá sérstaklega f Frakklandi. Und ir vald þessarar samsteypustjóm ar fellur herlið Evrópulanda, og brezka, bandaríska og kana- dfska liöiö í Evrópu. Allt er þetta skipulag stirt í vöfum og verður að taka tillit til alls konar skuldbindinga og takmark ana. Þetta skipulag hefði e. t. v. átt rétt á sér fyrir fimmtán ár- um, þegar ógnunin var yfirvof- andi og mjög, mjög mikil. En okkur virðist aö það sé nú orðið að mestu leyti ótímabært. Þess vegna teljum við að þetta skipulag eigi nú aö leggja niður, eða a. m. k. aö Frakkland eigi að hætta að taka þátt I því, vegna þess að ókostir þess eru orðnir þyngri á metunum en kostir þess. Aðalgallinn við þetta skipulag er, að okkur finn st að þaö svipti okkur Frakka, — hvort sem er ríkisstjórn eða almenna borgara — ábyrgðartil finningu í iandvarnarmálum og þar af leiðandi lfka viljanum til aö verja okkur sjálf. Landvarnir verða með því einhver framandi hlutur, sem okkur finnst að við tökum ekki lengur þátt í. Og þegar svo er komið að eitthvað land hefur ekki lengur viljann til aö verja sig, — þá er ekki langt yfir í þaö, að það missi sjálfstæði sitt. ★ Spuming: Getur það verið, sem sumir halda fram, að þessi tími hafi veriö valinn með til- liti til þess, að de Gaulle forseti er að fara í heimsðkn til Sovét- ríkjanna, — að ákvörðunin hafi verið tekin til þess að undrrbúa þá ferð, að þaö myndi stuðla að því að ferðin heppnaðist vel, að Frakkland hefur tekið þessa á- kvörðun varðandi bandarfsku bækistöðvamar? Svar: Ég hef líka heyrt þessari skoðun haldið fram. Ég vildi segja þetta: Það er nú svo í mannlífmu, að fólk veröur oft undrandi yfir því, þegar einhver gerir eitthvað, se mhann hefur sagzt ætia að gera og þetta gild ir sérstaklega um frösnku stjóm ina sem er að reyna að skapa--Sér .stefnu og gera það sem hún segist ætla að gera. Vegna þess að slfkar aðgerðir koma afttaf á óvart, þá er ailtaf leitað aö öðr um hvötum og orsökum. AlBr vita ósköp vel hverjar eru ástæð urnar fyrir aögeröum okkar gagnvart Atían tsh afs skipulagimi NATO, en þeir víija ékki vKSur kenna ástæður okkar og reyna því að finna aðra. Svo taka þeir eftir þessari ferð til Moskvu, sem verður að vfsu ekki farm fyrr en eftir nokkra mámið! og þeir eru fijótir að halda því fram að það sé samband þar á milii. Ég vil ekki draga úr þýðingu ferðar de Gaulles til Moskvu í júní. Þvert á móti er hún þýðing armikið skref til að skapa skyn samlega stefnu er miðar aö því að koma á góðu sambandi viö Austur Evrópulöndin. En það snertir ekki Atlantshafsbanda- lagið og ef eitthvað samband væri þar á milli, hefðum við ekki undirbúiö ferðina með bví að lýsa yfir að við segðum okk ur ekki úr Atlantshafsbandalag- inu og ætluðum ekki að segja. okkur úr því. ★ Spurning: — Það er mjög mikilvæg spurning sem margir velta fyrir sér, hvort öryggi okk ar sé ekki stofnað í hættu með þessum aðgerðum, hvort við sé- um ekki að svipta sjálfa okkur aðstoð bandamanna okkar og sérstaklega atómvörninni. Svar. Já, þetta hefur oft verið sagt á undanförnum árum. Til dæmis 1958, þegar við hófumst handa um aö draga nokkuð úr áhrifum Atlantshafsskipuiagsins. Og þetta var sagt strax og franska stjómin neitaði að láta geyma birgðir af kjarnorku- sprengjum fyrir bandarískar sprengjuflugvélar í Frakklandi. Þá var sagt: Brottför Frakk- lands úr NATO-skipulaginu hef ur alvarlegar afleiðingar, þvl að hún veikir eða eyöir með öllu á- hrifum Atlanthafsbandalagsins sjálfs. Þetta á ég mjög erfitt meö að skilja, að Atlantshafs- samningurinn missi allt gildi sitt, þó að einn aöilinn vilji breyta því skipulagi, sem var aldrei neitt skilyröi fyrir bandalaginu og var sett á fót löngu eftir und irritun Atlantshafssamningsins. Ég get ekki heldur skilið ann- að viðhorf sem haldið hefur ver- ið á lofti, að við eigum á hættu að komast í sömu aðstöðu og Frakkland var í, í heimsstyrjöld Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.