Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 1
 , Rannsókn á hárlit á að gefa til kynna keltnesk áhrif Jens Pálsson mannfræöingur sem starfað hefur við mann- fræðistofnunina í Mains í Þvzka- landi, er kominn hingað til lands til þess að hefja mannfræði- rannsðknir h*r hrimí>. — f'iP" rannsóknir hans aðallega bein ast að bömum á skólaaldri. Rannsóknir þessar eru kostaðar 'f Vísindasjóði íslands, en þær :iunu einnig styrktar af Mann- fræðistofnuninni í Mains. Verð- ur háralitur bamanna athugað- ur og annað slíkt, en hliðstæöar rannsóknir eiga sér stað í Nor- egi og meiningin er að þær verði í írlandi einnig og veröur síöan gerður samanburður. Því hefur verið haldið fram, að Islendingar hefðu dekkra hár en aðrir Norðurlandabúar og byggist það á rannsóknum, er Guðm. Hannesson gerði hérna Framh. á bls. 6. Mynd þessi var tekin í gær við undirritun álsamningsins. Sitjandi Emanuel R. Meyer aðalforstjóri Swlss Aluminium, Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra og dr. Poul MUIler, framkvæmdastjóri Swiss Aluminium. Standandi fyrir aftan: dr. Wllli Hámmerli lögfræðilegur ráðunautur Swiss Aluminium, Hjörtur Torfason, Eiríkur Briem, framkvæmdastjóri Landsvirkjunar, SteSngrímur Hermannsson verk- fræðingur, dr. Jóhannes Nordal bankastjóri, Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytisstjóri, John B. Rhinelander lögfræðlngur Swiss Alum- inium og EJnar B. Guðmundsson hrl. (Ljósm.: P. Thomsen). I gær um kl. 18.30 síðdegis voru undirritaðir í ráðherrabú- staðnum við Tjarnargötu samn- ingar milli ríkisstjórnarinnar og Swiss Aluminium Limited, um byggingu og rekstur álbræðslu við Straumsvfk, sunnan Hafnar- fjarðar. Jóhann Hafstein, iðnaðarmála ráðherra, undirritaði samning- ana fyrir hönd ríkisstjómarinn- ar, en fyrir hönd Swiss Alum- inium Limited Emanuel R. Meyer, forstjóri félagsins og dr. Paul H. Múller, framkvæmda- stjóri. Undirskrift ráðherra er með fyrirvara um að Alþingi stað- festi samningana, en ráðgert er, að aðalsamningurinn öðlist laga gildi hér á landi. Mun málið verða lagt fyrir Alþingi í þessari viku og samkvæmt samkomu- lagi allra þingflokka má búast við, að fyrstu umræðu um málið í neðri deild ljúki fyrir páska og málinu verði vísað til nefndar. Jafnframt má vænta þess, að kosnar verði í báðum deildum Alþingis sérstakar þing nefndir, sem vinni sameiginlega að athugun málsins. Rýr vertíð austonfjalls Afli austanfjalls hefur verið heldur rýr, að þvf er Suðurland hermir. Þann 21. marz var hæsti báturinn í Þorlákshöfn kominn með 336 tonn, á Eyr- arbakka 191 tonn og Stokks- eyri 185 tonn. Bezti afladagurinn hafði þá verið í Þorlákshöfn 19. marz, þegar tveir bátar, Dalaröst og Þorlákur komu hvor um sig með 28 tonn, en á Eyrarbakka hafði 13. marz verið beztur, þegar einn báturinn, Þorlákur Helgi, hafði fengið 20 tonn. Það sem veldur rýrri vertíð er fremur stirðar gæftir og svo hitt aö aldrei hefur nein veru- leg aflahrota komið eftir að net voru lögð. Mikið af aflanum hef ur verið ufsi, en hann er nú að hverfa. Sandgígskvísl brnst undan einum þeirru r Isinn á Um sl. helgi fór 14 manna hópur á 4 jeppum frá Selfossi austur að Fagurhólsmýri og aft ur tll baka. Reyndist greiðfært austur yfir en á heimleiöinni hafði sólin brætt þaö mikiö af ísunum að fsinn á Sandgígs- kvísl brast undan elnum jeppan um og varð að bföa fram á nótt eftir að nægllega mikiö frost væri komið til að hægt væri að ná honum upp aftur. Vísir átti tal við Ólaf íshólm lögregluþjón á Selfossi í morg- un, en hann var einn í leiðangr inum. — Við fórum héðan frá Sel- fossi á föstudag í skemmtiferð austúr í Öræfi. Gistum við á Kirkjubæjarklaustri, aðfaranótt laugardags og kl. 6 á laugar- dagsmorgun héldum við austur yfir sandana. Við fórum okkur hægt, því að veður var yndis- legt og gekk ferðin vel, vorum við eina 6 tíma yfir sandana. Færðin var greið og gekk vel að komast yfir ámar. Núpsvötn og Skeiðará vom auðar að mestu og vatnslitlar, en Sand- gígskvisl og Súla vom ísilagð- ar og sæmilegt jeppahald með- an frost var í ísnum. Við fór- um ekki lengra en að Fagur- hólsmýri þvf að þar voru veöra skil og komið rok og leiðinlegt veður. En þegar við vomm komnir að Sandgígskvísl lent- um við í smávesis erfiðleikum. því að um daginn hafði veriö svo mikil sólbráð og ísinn orö inn svo meyr að er annar jepp- inn ætlaði yfir, brast ísinn undan honum og fór hann nið ur um bæði ísalögin. Viö vor- um með talstöð og báðum um hjálp frá Kirkjubæjarklaustri og lagði trukkur af stað þaðan, en hann komst aldrei til okkar. Var þá ekki um annað að ræða en aö bjarga sér sjálfur og urð um við að bíða þar til kl. 3 um nóttina að ísinn var orðinn nógu harður tll að hinir tveir Fram á bls. 6. Peysufata- dagur . Peysufatadagur Kvennaskólans ) er í dag og má sjá frfðan hóp > Kvennaskólastúlkna ganga um * borgina og syngja fyrir kenn-1 S ara og Verzlunarskólanemendur, ) eins og vant er. Þessi árlegi við : n burður hjá Kvennaskólanum ’ ^ setur skemmtilegan svip á bæj-1 > arbraginn, það léttir yfir hver- ( 1 dagnum, þegar nær hundrað j \ námsmeyjar 3. og 4. bekkjar, || Kvennaskólans ganga um f; i peysufötunum, búningi forn- mæðra sinna. Myndin var tekin I >í morgun, þegar námsmeyjar | Kvennaskólans voru að leggja | af stað frá skólanum sínum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.