Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 15
V1SIR . Þriðjudagur 29. marz 1966. 15 HARVEI FERGUSSON: * Don Pedro — Saga úr Rio-Grande-dalnum — — Ég sendi eina af þemum mín- um til yðar í kvöld með nokkrar melónur, og hún sveiflaði annarri hendinni eins og hún væri að draga upp mynd af melónu. — Melón- umar okkar eru fyrirtak. Verðið þér heima? — Vitanlega, sagði Leo og áður en hann fengi sagt meira var hún rokin á eftir gestahópnum, og hann fór í humáttina á eftir, meyr í skapi og eins og hann vissi ekki hvað hann ætti að hugsa, en jafn- framt undraðist hann ákafa hennar, lagni og snerpu í öllum gerðum. III. ... Þetta kvöld sat hann í gæru- skinnsfóðraða stólnum sínum og haföi brennivínsflösku nærtæka og glas. Hann dreypti á brennivini annað veifið, þótt allt of heitt væri í veðri til þess að drekka brenni- vin. En hann þurfti á einhverju aö halda til þess að stilla taugam- ar. Hvað eftir annað þótíist hann heyra fótatak fyrir dyrum úti eða að barið væri á hurðina, en það reyndist misheyrn. Og hann sat þama áfram og hlustaði haldinn hugarkvöl. Eitt sinn reis hann á fæt ur og gekk til dyra og opnaði þær,1 en það var enginn kominn. Klukkan var oröin tíu og oröið svalt og Don Pedro var sofandi bær, því að sá tími var kominn er almenningur tók á sig náöir. Dýpt þagnarinnar sem ríkti var engu áhrifaminni en kolsvart myrkr ið úti og nú heyröi hann alveg greinilega fótatak og að klóraö var veikt í hurðina — en slíkt hurð arklór var oft í mexikönskum þorp um tákn þess að einhver kom með leynd. Samt var hann viss um þaö, er hann opnaöi dymar, að það væri ekki hún, sem komin var, þvi aö hann sá fyrir dymm úti konu, sem vafið haföi svörtu sjali um höfuð sér, svo að ekki sást í andlitið, og hún bar körfu á höfði sér. En þaö var Lupe, og hún lét hann horfa á sig andartak. Svo gekk hún inn, lagði frá sér körfuna og tók af sér sjalið og hló. Og Leo hugsaði sem svo, að það væri henni líkt að vera með þessa sjónarspilsfram- komu. — Það kom upp í mér beygur and artak, sagði hann. Ég hélt, að þér heföuð sent þemu. Mér þykir vænt um að þér komuð sjálfur. Gerið svo vel að setjast 35. Honúm var vel ljóst hve form- lega þetta hlyti að láta í eyrum hennar. Ef til vill hefði hann átt að faðma hana að sér undir eins og hún hafði lagt frá sér körfuna og tekið af sér sjalið, en hann hafði ekki til að bera þá dirfsku, er til þess þurfti. Sannleikurinn var sá, að nú þegar hann var sannfærður um, að hans mikla stund var upp runnin var hann óstyrkur og sneyddur öryggi, kannski meðfram vegna þess hve lítið hann þekkti hana í raun og vem. Og honum fannst allt f einu, aö þau væm 'tvær ókunnugar manneskjur, ger- sneyddar skilningi hvor á annari. Hann hafði aldrei fyrr verið einn með henni við þær aöstæður, sem hér vom. Það höfðu alltaf veriö einhverjir aðrir nálægir og allt sem máli skipti er milli þeirra hafði farið og það sem í hugum þeirra bjó hafði farið milli þeirra á máli augnanna. — Una copita, sagöi hann og átti viö það hvort hún vildi staup af brennivíni. Hún tók við því, er hann rétti henni það, en lagöi það frá sér án þess að dreypa á því. Og þama sat hún, þögul, með veikt bros á vörum. Honum fannst brosið dularfullt, spyrjandi frekar en vinsamlegt, og honum fannst vottur fyrirlitningar í því. Vissu- lega ætlaöi hún sér ekki að létta undir með honum. Sú eina framkoma, sem honum var eiginleg og hann var vanur, var sú, að leita vináttu, meö vin- samlegu tali, skapa þannig öryggi og samúð, en hún fór víst ekki þannig að, að minnsta kosti ekki gagnvart karlmönnum. I hennar augum var karlmaðurinn víst alltaf andstæðingur, af manntegund ó- líkri henni sjálfri, andstæðingur, sem hún vildi berjast við, blekkja, sigra. Skilningur hans og kynni á Mexikönum hafði þau áhrif á hann að hann ályktaði svo. Meðal alþýðu manna, sem varð að strita til þess að hafa til hnífs og skeiðar, var þó meira sameiginlegt, meira sam- starf og samúð, en í augum hinna efnuðu sem valdiö höfðu var allt ástalífiö varðandi leikur, leikur á- hættu og leyndardóma. Og með því að iðka þennan leik voru syndir drýgðar og það átti sinn þátt í að menn hrifust í þátttöku hans, kom- ust í hugaræsingu, urðu gripnir eft- irvæntingu og hrifni. Og þaö mátti vel vera, aö hún vildi láta hann yfirbuga sig til þess að geta lát- izt vera ófús og full mótþróa. En hann var ekki af þeim málmi steyptur, — hann haföi ekki skap f sér til þess að koma fram af ofsa í yfirbugunarskyni. Og hann var sér þess meðvitandi, að hann skorti áræði og reynslu, sem hér þurfti til, og næstum angurvær yfir að svona var þessu varið tók hann til máls, og hélt þó enn í veika von, að breyting yrði. — Það var vinsamlegt af yöur að koma. Mig hefur alltaf langað til að tala viö yöur í einrúmi, en aldrei haft tækifæri til þess. Hún reis á fætur, ákveðin á svip og hnakkakert, og það kom eitt- hvert hljóö af vörum hennar, sem gaf greinilega til kynna fyrirlitn- ingu á honum fyrir að líta á þessa heimsókn sem tækifæri til rabbs. — Ég kom aðeins til þess að færa yöur gjöf, sagði hún. Þama em melónumar yðar. Ég vona, að yður bragðist þær. Hann óttaðist hana og hún vissi það. Hann las það úr svip hennar. Hann lagði hönd sína á handlegg hennar eins og tilraunaskyni til að reyna að stöðva hana. — Verið svo vinsamlegar að fara ekki, sagði hann. Hún hristi af sér hendi hans og sagði af ákefð: — Ég fer. Það var ekki hægt að efast um það hve ákveðin hún var. Hún stóð fyrir framan hann hnakkakert með hnyklaöar augabrúnir, hörku leg og einbeitt á svip. Þótt hann væri hærri en hún fannst honum hún standa þar sem hún gnæfði yf- ir hann og liti niður á hann. Tillit hennar var þannig, að honum fannst hún hafa hmndið sér aftur á vettvang hins auðmjúka farand- sala, sem um langt skeið hafði litið upp til hinna ríku, þar sem þeir sátu í vögnum sínum, eða riöu frfðum fákum, — þegar honum fannst, aö hann mundi aldrei kom- ast inn yfir mörk vettvangs þeirra og í þeirra’tölu. Drykklanga stund var andrúms- loftið þrungið óvissu og þau stóðu þögul andspænis hvort ööru. Svo brosti hún, dálítiö hörkulega, ef til vill til frekari ögmnar, áreiðan- lega af nokkurri fyrirlitningu og eins og henni væri skemmt. Hann hafði ávallt verið ger- sneyddur viljaorku til nokkurrar valdbeitingar, en nú sá hann allt í einu, að runnin var upp örlaga- rik stund, er hann annaðhvort lypp aðist niður og biöi viö það óbæt- anlegan siðferðilegan hnekk, eða yrði að gera eitthvað og gera það tafarlaust, áður en hún hreyfði sig úr sporum. Honum fannst að ef hann léti þessa konu fara nú væri hann að bregðast henni, ef hann not aði ekki tækifærið til fullnæingar hvatar mannlegs lífs, og það tæki færi hafði hann í greip sér ef hann heföi kjark til, og ef hann gripi það ekki glataði hann sjálfs- viröingu sinni og svipti sig virðingu annarra þar með. Hann stappaði í sig stálinu til djarflegrar sóknar, hló stuttlega, og lyfti henni í fang sér, karlmannlega að hann vonaði og bar hana inn í herbergið innar of oghenti henni í rúmið og tók til við að svipta hana klæðum. Hún velti sér á þessa hliðina eða hina og reyndi að aftra honum með neitunarorðum frambomum af ákefð, en það var henni um megn að stööva hann og hann af- klæddi Hana, fötunum og allri sýnd armennsku og þótta, án nokkurrar hugsunar um afleiöingarnar. Hún hætti allri mótspymu, er hann fór höndum um nakinn líkama hennar og þau sameinuðust, í fyrstu án viðkvæmni og mýktar, haldin á- kefð, sem var hefndaræði lík, vegna þess að þau kenndu hvort öðra um þjáningarfulla, langa biö og óvissu, en þessi ofsi stóð stutt, hann hjaðnaði og brátt kyssti hún hann af viðkvæmni og veitti hún alla blíðu sína af þeirri mýkt, inni- Ég held, að það fyrsta sem við ættum að Hæ, dragðu úr hraðanum fífliö þitt. gera Tarzan sé að fara og hitta Brand dóm- ara. Gættu þín Peter. Þarna kemur bíll á fleygiferð niður eftir götunni. leik og Ieikni, að hann hafði aldrei fyrr slíkt reynt. Fermingcirgjöfiii Gefið menntandi og þrosk- andi íermingargjöf: NYSTROM Upphleyptu landakortin og hnettirnir leysa vandann við Landa- fræðinámið. Kortin inn- römmuð með festingum. Fæst : næstu bókabúð. Heildsölubirgðir: Árni Ólafsson & Co. Suðurlandsbraut 12. Sími 37960. háriö fitnar síöur meö wbcti' Elanz- larlBSlln ilifl* nachhol j«d« friiur IMANTI H glans hárlagningar- vökva HIILDSðtUIUAKK fSLENZK ERLENDAVERZLUNARFÉL46IOHF FRAMMIOSLUMTTINDI amanti.hp

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.