Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 2
SÍÐAN Verður næsta prinsessubrúðkaup í Aþenu ef írena fær skipakónginn? það af konungbomu fólki, sem eftir er í Evrópu. Þaö skemmti sér vel. JE’yrir skömmu var haldið brúð kaup í Amsterdam — það hefur víst ekki fariö framhjá neinum. Þangað streymdi flest Úr íþróttaheiminum jþað er heldur dauft yfir í- þróttaheiminum núna, fá merkileg afrek unnin — nema hvað landinn stóð sig vel á skíð um á innanhéraðsmóti í Voss ... var þátttöku vorri þar vel fagn að, enda mátti svo heita að hún bjargaði mótinu, þar sem allir beztu skíðamenn héraðsins voru að flækjast á landsmót annars- staðar. Settu þátttakendur okk ar Vossíslandsmet á öllum vega lengdum sínum, enda er þetta í fyrsta skiptiö, sem þeir spreyta sig þar ... mátti því fyrirfram teljast öruggt að þeir færu þar fram úr sjálfum sér ... hitt eru hvorki þeir né við búin að jafna okkur eftir — að sumir þeirra skyldu líka fara framúr sumum öðrum. Við höfum ekki hingað til talið sýslusvardagana til í- þróttakeppni og er spuming hvort slíkt er ekki alrangt... um aðra helgi er var settu kepp endur að einu leyti a.m.k. fræki legt met — raunar í anda Mú- hameðs og ekki verr fyrir það .. .Þegar Múhameð sá og spámaöur hans, sem sjá áttu um keppnina, komust ekki yfir fjoll in til keppendanna, þá snöruðu keppendurnir sér yfir fjallið til þeirra. Mátti það og heldur ekki seinna vera, því að svo ruglaö- ir voru þeir fyrrnefndu þá orðn ir í kollinum að þeir þekktu ekki vog frá firði... og kölluðu því aðeins rétt svar, að aðspurð ir rugluöu þessu saman líka, hvað þeir vitanlega ekki gerðu, og höfðu þó staðiö í meiri þrek raun en spyrjendur. Kannski er þama ekki heldur um ósjálfrátt rugl að ræöa, heldur hafi spyrj endur unnið þannig að boöi þeirra, sem nú vinna til þess aö þaö falli sem bezt við hæfi raf eindaheilanna og þeirra hugs- anastarfsemi... fyrsta sporið þarna verði að gera að einu firöi og voga, síöan falla víkur í sömu einingu, loks verði allt eitt og samt, flóar firðir, vogar og víkur og þeim minniseining um þannig fækkað úr fjórum í eina ... „og allt eru þetta angar á einum skrokk,“ sagði karlinn þegar fólk hló að því og kallaði bögumæli, þegar hann kvaðst hafa marið sig á hægrifótar- þumli... Annars hafa sýslusvar dagamir verið hin skemmtileg- asta keppni á sínu sviði ... þar hefur til dæmis aö miklu leyti afsannazt sá forni orðskviður, að svo gæti einn „meðalgefinn" spurt að tíu vitringar gætu ekki svarað ... og nú dregur til úrslita í þessari hörkuspennandi keppni — hvemig væri að láta Sigurö lýsa lokasprettinum? BETRI GEVACOLOR 1 MYNDIR GEVACOLOR LITFILMUR 'GEVAE RT' ____________FAST GEVACOLOR I ALLSSTAÐAR AQFA.GEVAERT prinsessa var ekkert nema hóg- værðin — og Fabíóla hló af hjartans lyst. Það taldist til tíð infla. Grikkjaprinsessa, er ekki lengur Amsterdam, en engar sögur döpur. fara af samskiptum hans og prinsessunnar. Konstantín og Anna María fengu mest lófatakið, Paola prinsessa var sögð sú glæsileg- asta og bezt klædda, Soffía fyrr verandi Grikkjaprinsessa var sögð orðin „sjarmerandi á spánska vísu“, Benedikta Dana En hún var ekki sú eina sem hló og var glöð á svip. „Dapra prinsessan", sem lengi vel forö aöist fjöldann og lokaði sig inni í sloti síu ljómaði nú og vakti athygli allra. „Dapra prinsessan", írena „Það geislar af henni" var sagt. Og það var farið nærri um ástæðuna. Hún hlaut að vera ástfangin. Fyrir tveimur árum átti að koma henni og Haraldi Noregs prinsi saman, en þótt Friðrikka drottning gengi í málið af sín- um alkunna dugnaði, þá tókst það ekki. Haraldur krónprins var viðstaddur brúðkaupið í Sá, sem stendur að baki ham ingju írenu, er ungur griskur skipakóngur, Georges Livanos, bróðir Tinu, sem eitt sinn var gift Onassis. Hann er þrítugur. Irena og Georges hittust fyrst á Korfu síðast liöið sumar er írena var þar til að vera við- stödd skím bróðurdóttur sirm- ar Alexiu. Það var ást við fyrstu sýn, að því er kunnugir segja. Þau sáust saman á hverjum degi. Hún fór oft með honum í siglingu kringum eyjamar á hvítu snekkjunni hans er ber nafnið „La Creole“. Aö lokinni Korfu-dvölinni sneri Livanos heim til Parísar en írena heim í höllina í Aþenu, þar sem hún býr með móður sinni Friðrikku ekkjudrottningu. 1 Grikklandi er talað um trú lofun, því að Georges Livanos er álitinn hljóta aö vera „hinn fullkomni eiginmaður", ungur, myndarlegur, ríkur og með nægi lega lífsreynslu að baki sér. En — þaö er ekki víst, að það sé nóg. Friðrikka ekkjudrottning hefur sínar skoöanir og nú er' spurningin hvort hún muni hindra þá trúlofun. írena prinsessa hefur átt marga aðdáendur, sem hún hef ur verið hrifin af. Margir hafa beðið hennar, en Friðrikka ekkju drottning hefur ekki viljað sam þykkja nema einn aðdáanda — Harald krónprins í Noregi. En — hann bað aldrei írenu. Brúðkaupsgestirnir í Amster dam bíöa þess nú með eftirvænt ingu að gert verði út um málin £ Aþenu svo að þeir geti verið vissir um, hvort óhætt er að byrja strax að hlakka til næstu brúðkaupsveizlu. Kári skrifar: 'C’eröaskrifstofumar auglýsa nú páskaferðirnar hver um aðra þvera. Margir hugsa sér óefað til hreyfings um pásk- ana, ýmist er það sólskin og snjór sem heilla eöa ferð til suðrænna landa þar sem fólk getur flatmagað á sólheitum sandinum á einhverri baöströnd inni. F erðaskrif stof urnar auglýsa. I þetta sinn er meira að segja auglýst ferð tii Afríku og ís- lendingum gefst kostur á að heimsækja eyjuna Rhodos og kynnast menningu Grikkja. Svo eru einnig auglýstar ferðir til Mallorka, Kanaríeyja, ítölsku rxvierunnar og margra annarra landa, sem fjölmargir íslending ar kannast við af eigin sjón og raun af undangengnum páskaferöum. Kunningjakona Kára varö gripin útþrá mikilli þegar fyrstu auglýsingamar birtust i blöö- unum og ágerðist sóttin með hverjum deginum sem leið, unz ákvörðunin var tekin, haldið skyldi í baöstrandartúr suður á bóginn um páskana, líta ókunn lönd fylla sig upp af C-víta- míni sem entist helzt fram á mitt sumar. Rakst hún á eina ferð, sem virtist henta henni bezt og var verð mjög viðráö- anlegt í auglýsingunni. En vin- konunni brá í brún ,þegar hún komst að því aö í auglýsingunni var söluskatturinn ekki talinn með og varö áætlaður ferða- kostnaður alimiklu meiri en hún hafði gert sér í hugarlund. Ekki lét hún samt þessa uppgötvun aftra sér frá ferðinni, sem þeg ar var ákveöin. Urðu Kári og kunningjakona hans sammála um að ferða- skrifstofumar græddu ekki á þessari smábrellu sinni til lengd ar því óneitanlega veikist traust fólks á fyrirgreiðslu þeirra feröa skrifstofa, sem ekki leitast við að gefa væntanlegum ferðalöng um allar upplýsingar varðandi feröakostnaðinn eins sannar og tök eru á og mætti jafnvel sund urliöa kostnaðinn þannig að fólk geri sér enn betur grein fyrir í hvað peningamir fara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.