Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 8
B VTSTR . Prinjnðagtir 29. marz im VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR FraBnkvæmdastjóri: Agnar ólafsMM Ritstjóri: Gunnar G. Schram AÖstoðarrjtstjóri: Axel Thorstemson Prðttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn ó. Thorarensea Augjýsingastj.: Halldór Jðnsson Rhstjórn: Laugavegi 178. Slml 11860 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Túngðtu 7 Askriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands t lausasðlu kr. 7,00 eintaldð Prentsmiðja Visis — Edda h.f Alþjóðlegir gerðardómar JTramsóknarflokkurinn hefur undanfarna daga reynt aö gera stórt atriði úr því ákvæði álsamninganna að hinum svissneska viðsemjanda verður heimilt að bera hugsanlegan ágreining við ríkisstjómina undir alþjóð- legan gerðardóm. Segir Tíminn Framsóknarmenn ef- ast um að í nágrannalöndunum séu fordæmi fyrir því að rikisstjórnir semji slík mál undan eigin dómstól- um. Þetta ákvæði hljóti að byggjast á vantrausti á íslenzku réttarfari og tortryggni í garð íslenzkra dómstóla. Hér hefur Tíminn, eins og oft fyrri daginn, dregið ályktanir án þess að kanna málið og fullyrðir um efni sem ritstjórar hans hafa greinilega enga þekkingu á. Verða þess vegna skrif blaðsins um þetta atriði til þess að alröng hugmynd fæst um málið. Hið rétta er að gerðardómsákvæði þessi í álsamningnum eru í samræmi við alþjóðlegan samning sem 33 riki þar á meðal öll Norðurlöndin hafa undirritað. Er rétt- arríki vissulega engin minkunn að taka þátt í slíkum samningum, eins og forsætisráðherra benti á í út- varpsræðu sinni. Slíkir samningar eru næsta algengir þjóða í milli og mun leitun á ríkjum sem ekki hafa gert slíka gerðardómssamninga, eins og fyrr segir. Að þeir þýði eitthvert réttindaafsal er auðvitað út í bláinn, fullyrðing sem ekki byggist á neinum rökum, eins og allir sem málin hafa kynnt sér vita. ísland hefur gerzt aðili að Mannréttindadómstól Evrópu, sem starfar á vegum Evrópuráðsins. Verðum við því að hlíta úr- skurði hans, ef svo ber undir. Sama er að segja um dóma Alþjóðadómstólsins í Haag. Aðild að slíkum dómstólum er einmitt talin merki um ríka réttarvit- und þeirra landa sem þar eru þátttakendur. Það eru ekki nema íslenzku Framsóknarmennimir, sem telja að slík aðild sýni vantraust á okkar eigin dómstólum. Rannsókn í skólamálum þjóðin stendur nú á vegamótum í fræðslumálum. Grundvöllur hins gamla kerfis er orðinn úreltur. Nýr tími krefst breytinga á námi og starfi, svo æskan geti sinnt þeim þjóðfélagsverkefnum, sem á dyr knýja. Þegar hefur verið rætt um nauðsyn stórefling- ar æðstu menntastofnunarinnar, Háskólans, og þróun vísindastarfs. Nú hefur ríkisstjómin ákveðið að láta fara fram fræðilega rannsókn á öllu íslenzka skóla- kerfinu. Verði sú rannsókn undirstaða tillögugerðar um nauðsynlegar breytingar til þess að samræma skólakerfið breyttum þjóðfélagsháttum og nýjum sjónarmiðum í uppeldismálum. Það er vel að ríkis- stjómin hefur hafizt handa í þessu efni. Góðs má vænta af því starfi, sem hér er hafið. 2 ný verk (rumflutt á tónieik- um Musica Nova í Svlþjóð íslenzku tónlistarmennimir, sem lögðu land undir fót til þess að kynna Svíum islenzka tónlist á tveim hljómleikum, eins og skýrt var frá í frétt í Vísi fyrir skömmu, eru nú komn ir heim úr förinni. Tónleikar þessir voru haldn ir á vegum Musica Nova, en þeir sem fóru í förina voru Ingv ar Jónasson, fiðluleikari, Gunn- ar Egilsson, klarinettleikari, Pétur Þorvaldsson, celloleikari og Þorkell Sigurbjömsson sem spilaði á pfanó. Hafði blaðið tal af Ingvari Jónassyni, sem skýrði frá ferð inni. — Tónleikamir tveir vom þann 13. marz í Hasselby Slot og f ABF-húsinu f Stokkhólmi þann 16. marz, en þar var sýn ing íslenzku myndlistarmann- anna fimm og vom tónleikam ir haldnir í sambandi við þá sýningu. Fluttum við á tónleikunum þverskurð af íslenzkri kamm- ermúsíktónlist allt frá verkum Sveinbjöms Sveinbjömssonar fram á þennan dag. Vom meðai verkanna sem flutt vom tvö ný tónverk annað eftir Leif Þór arinsson, Tríó fyrir klarinett, celló og píanó og hit teftir Þor- kel Sigurbjömsson, en það nefn ist „Morgunmúsík“ Dúó fyrir fiðlu og celló. Var tekið framúrskarandi vel á móti okkur af Svíum og birt- ust lofsamlegir dómar um tón leikana í Svenska Dagbladet og Dagens Nyheter eftir Göran Fant, ritstjóra tímaritsins Nu- tida Musik og .Hehnel sem er þekktasti gagnrýnandi Svía. Þáðum við mörg boð og gafst okkur kostur á að hitta ýmsa af yngri tónlistarmönnum Svía Við vorum t.d. boðnir til form. sænska tónskáldafélagsins, Gunnar Bucht, en kona hans Bergljot samdi prógrammskýr- ingar fyrir tónleikana og kom okkur allsendis á óvart hvað hún var vel inni í málunum. Sænska útvarpið bauð okkur til hádegisverðar og einnig Fíl- harmoníusveit Stokkhólms. Þar hittum við m.a. Rolf Bengtson, Nýr hjónaklúbbur homleikarann, sem er mörgum að góðu kunnur og hefur verið hér á landi og er kvæntur fs- lenzkri konu, einnig feðgana Vil helm og Ib Lansky-Otto, en Vil helm var hér landi f fímm ár eftir stríð, en er nú fyrsti sóló- homisti í Fílharmom'uhijómsv. í Stokkhólmi og em allir homa leikaramir í hljómsveitinni nem endur hans. Það kom okkur á óvart, að i Stokkhólmi var búið að stofna félag eins og okkar, og ber þaö sama heiti Musica Nova, en fé- lagið var stofnað fyrir atbeina Lansky Otto. Af þeim Islendingum, sem við hittum, má nefna Snorra Þor- valdsson, sem Ieikur með Radio hljómsveitinni í Stokkhólmi og í Kaupmannahöfn kom Einar Sveinbjömsson yfir frá Málm- ey þar sem hann er konsert- meistari til þess að hitta okkur Svo skemmtilega vildi til aö sama kvöldið og viö komum til Sviþjóðar kom Einar fram í sænska sjónvarpinu og höfðu margir orð á því við okkur eftir á, en sjálfir misstum við af út- sendingunni vegna þess hve á liðið var er við komum þangað. Stofnaður hefur verið í Reykjavík „Hjónaklúbbur Reykjavíkur". Stofnendur em m.a. nokkrir af forvfgismönnum Unghjónaklúbbsins, sem starf- aði með miklum blóma fyrir 5-6 árum. Starfsemi klúbbsins fer fram í veitingahúsinu Lido, sem nú hefur starfsemi sina aftur sem vínveitingastaður, eft ir gagngerar breytingar og er annar af forráðamönnum veit- ingahússins, einn af stofnend- um klúbbsins. Fyrsta skemmtun Hjóna- klúbbsins verður 30. aprfl n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19. 30 og verður þar samkvæmis- klæðnaður og er fólki ráðlagt að mæta stundvíslega, þar sem sérstök viðurlög eru fyrir því að mæta of seint. Forráðamenn Lidos hafa nú lagt í mikinn kostnað til að end urbæta húsakynni og má segja að Lido sé eitt heppilegasta veitingahúsið i Reykjavfk undir slfka „klúbb“-starfsemi, enda er samkomusalurinn á einu gólfi rúmgott dansgólf og ágæt sena, en klúbbfélagar munu sjálf ir annast skemmtiatriði eftir því sem ástæður leyfa. Áætlað er að klúbburinn haldi 4-5 skemmtanir á ári, með mismunandi sniði. Til að byrja með verður meðlimafjöldi tak- markaður við 150 hjón. Ýmsar reglur hafa verið sett- ar klúbbfélögum til höfuðs og segir m.a. í 2. gr.: „Heimilt er að víkja þeim úr klúbbnum, er á einn eða annan hátt teljast óæskilegir, svo sem vegna ölv unar, ókurteisi við gesti o.s. frv.“ Er ekki að efa að mikil aö- sókn verður að hjónklúbb þess Ambnssador í Ungverjalandi Ákveðið hefur veriö að sendi- herra Ungverjalands á íslandi og sendiberra Islands í Ungverjalandi fái ambassadorsnafnbót um og ber þeim, sem gerast vilja félagar, að tilkynna það í póst hólf 1038 merkt „Hjónaklúbb- ur Reykjavíkur". Umsókninni skulu fylgja eftirtaldar upplýs- ingar: Nöfn, heimilisfang, at- vinna, aldur og sfmanúmer. Skírteini verða afgreidd næstu daga og kosta þau kr. 150 (fyrir hjón) og gilda þau fyrir árið. Stofnendur og stjóm Hjóna- klúbbsins eru: Jón B. Gúnn laugsson, Magnús Magnússon, framfærslufulltrúi, Magnús Guð jónsson, byggingameistari, Hilm ar Helgason framkvæmdastjóri, Kristinn Hallsson söngvari, Haukur Þórðarson læknir, Jón H. Bjömsson skrúðgarðaarki- tekt, Ingi B. Ársælsson stjómar ráðsfulltrúi og Kristján Ómar Kristjánsson forstjóri. Robert Aron flytur fyrirlestur um de GauIIe. Franskur sagnfræðingur hélt fyrirlestur um de Gaulle Á sunnudaginn flutti franskur fyrirlesari, Robert Aron fyrir- lestur á vegum Alliance Franca- ise í 1. kennslustofu háskólans og var fyrirlesturinn vel sóttur. Efnið fjallaði um stjörnmálaað- gerðir de Gaulle hershöfðingja og forseta Frakklands. Fyrirlesarinn fór ekki út í þá sálma að dæma um stefnu de Gaulles nálefnalega og vék td. ekkert að síðustu viðburð um, þ.e. að kröfu Frakka um brottflutning Bandaríkjaliðs úr landinu. Hins vegar ræddi hann nokkuð um hugmyndaheim de Gaulles og einnig um þær kænskulegu aðferðir sem hann hefur beitt til að vinna fylgi þjóðar sinnar. Hann minntist m. a. á það að de Gaulle væri af konungssinnafjölskyldu kominn og setti það svip sinn á hann, hátignarlega og stundum allt að því hrokalega framkomu hans. Hann ræddi um það, að de Gaulle hefði náð svo hátt bæði vegna þess ,að hann hefði með skarpri dómgreind kunnað að meta viðfangsefnin réttilega og þá ekki látið almannaróminn hverju sinni verða sér fjötur um fót. Hnis vegar væri það sérlega eftirtakanlegt við stjómmála- feril de Gaulle ,hve kænn hann hefði verið, hann kynni þá list að bíða með ákvarðanir sínar þar til sú rétta stund væri upp runnin og hann væri sérstak- lega leikinn i því að vinna á bak við tjöldin, að þvi að stuðla að þvi að málin þróuðust honum í vil. Nefndi hann m.a. í þessu sambandi, hvemig hann hefði unnið að því í stríðslok að hnekkja veldi franskra kommún ista. Athyglisvert hefði það ver- ið, að eitt sterkasta vopnið hjá honum á móti kommúnistum hefði verið að fara sjálfur í heimsókn austur til Moskvu. Eft ir að har.a hefði verið búinn að sitja fundi með Stalín, hefði frönsku kommúnistamir átt erf itt með að beita sér gegn hon um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.