Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 9
VÍSIR . Þriðjudagur 29. marz 1966. 9 A v-'XvXí S s.' V Heimsókn til hjúkrunark venna á fræíshmámskeiB / ISnskólamim Eins og sagt hefur verið frá 1 fréttum stendur um þessar mundir yfir fræðslunámskeið á vegum Hjúkrunarfélags ís- lands. Námskeið þetta er mikið sótt af hjúkrunarkonum, sem orðið hafa að hverfa frá starfi um stundarsakir, vegna heim- ilisanna eða af öðrum ástæðum. Reyndin hefur orðið sú, að þær koma margar til starfa aftur, þegar um hægist heimafyrir. Námskeiðið er þó opið fyrir alla félaga Hjúkrunarfélags íslands og hefur aðsókn að því verið mjög góð. Sækja það margar starfandi hjúkrunarkonur auk þeirra, sem hyggjast taka til Hjúkrunarkonur hlýða á fyrirlestur á námskeiðinu í Iðnskólahúsinu starfa á nýjan leik og jafnvel hjúkrunamemar. Virðist mikill áhugi rikja innan stéttarinnar á nýjungiun og framförum { þeim efniun, er að henni lúta. Námskeiðið hefur fengið inni í fimdarsalnum á neðstu hæð Iðnskólans, en hann rúmar varla þann fjölda, sem sækir námskeiðið, tala þátttakenda Bjamey Samúelsdóttir. — Hún vann að hjúkrun í full 45 ár. — Lengst af við berklavamir. fer yfir tvö hundruð sum kvöldin, er þá salurinn þétt set- inn og verða sumar að sitja á ganginu mframan við. Námskeið þetta byrjaði föstu- daginn 18. marz, þá flutti Sig- urður Ingimundarson, alþingis- maður erindi mn verkstjóm í nútíma þjóðfélagi og Þorkell Jó hanness.læknirerindium fíknilif Mánudaginn 21. talaði Árni Bjömsson, deildarlæknir, um brunasár og meðferð þeirra, og Bjami Jónsson, yfirlæknir, um höfuðslys. — Miðvikudaginn 23. flutti Snorri P. Snorrason deildarlæknir og Sigurður Þ. Guðmundsson, læknir, erindi um algenga lyfjameðferð á lyf læknisdeild og helztu rannsókn- ir og undirbúning á lyflæknis- deildum. — Föstudaginn 25. töl- uðu þau Þórður Möller yfir- læknir og María Finnsdóttir for stöðukona um geðlækningar og geðhjúkrun. — Á mánudaginn verða svo erindi um böm og bamahjúkrun, sem þau Krist- bjöm Tryggvason, yfirlæknir, og Alda Halldórsdóttir, deildar- hjúkrunarkona, flytja. — Nám- skeiðinu lýkur svo næstkomandi miðvikudag með erindum þeirra Ásmundar Brekkan yfir- læknis um samstarf sjúkradeilda og röntgendeildar, og Sigurðar Samúelssonar, prófessors, um kransæðasjúkdóma og meðferð hjartabilunar. Slík námskeið hafa ekki verið haldin síðan 1952 og þykir þessi nýbreytni takast framar öllum vonum. Hérlendis eru mjög tak- markaðir möguleikar til fram- haldsmenntunar fyrir hjúkmn- arkonur. Eina framhaldsmennt- unin, sem þær geta aflað sér heima er sérhæfing fyrir rönt- genhjúkrunakonur, sérþjálfun fyrir skurðstofuhjúkmnarkonur og nú nýlega hefur bætzt við sérþjálfun fyrir svæfingar. Það er stjóm Hjúkmnarfé- lagsins, sem á heiðurinn að framkvæmd þessa ágæta fyrir- tækis. Formaður félagsins er frú María Pétursdóttir og sneri blaðið sér til hennar til þess að fá þessar upplýsingar. í Hjúkmnarfélagi íslands em nú 766 félagar, þar af þrír karl- menn. Sagði María okkur að þær vildu gjafna fá fleiri unga karl- menn inn í félagið, þar eða þeir væm miklu staðfastari vinnu- kraftur en kvenfólkið. En sann- leikurinn er sá, að þær eru flestar bundnar heimilunum lengri eða skemmri tíma, þó að margar komi að vísu til starfa aftur, þegar þær sjá sér færi á. Þegar fréttamaður blaðsins brá sér niður I Iðnskóla síð- astliðinn miðvikudag sátu þar hátt f. annað hundrað hjúkrun- arkonur á öllum aldri og meðal þeirra þrír brautryðjendur í stétt hjúkrunarkvenna. Við náðum fyrst tali af Odd- nýju Guðmundsdóttur, fyrstu heilsuverndarhjúkmnarkon- unni á landinu. Oddný var gift Helga Jónssyni lækni og alþing- ismanni. — Hjúkmnarfélag Reykjavíkur hétu samtök stofn- uð af áhugamönnum árið 1902. Félag þetta hafði eina hjúkrun- arkonu starfandi á sínum vegum og var sú fyrsta dönsk kona, sem starfaði hér nokkur ár, en síðan tók Oddný Guðmunds- dóttir við. Hún hafði þá verið við nám í Danmörku. Starf hennar hjá félaginu var aðallega daghjúkrun. Við spurðum hana um inflúenzuna 1918. Jú, hún kvaðst hafa bvrjað að hjúkra sjúklingum sem lágu í veikinni um haustið. Og ég var nógu lengi á fótum, sagði hún, til þess að sjá bæinn tæmast af fólki, svo að naumast sást það á ferli, nema þá að matarílát væm borin milli húsa, eða menn skruppu í apótek eftir lyfjum. — En svo lagðist ég einnig og lá allan veturinn. Árið eftir spönsku veikina byrjaði Oddný svo að starfa hjá Lfkn. En það félag var stofnað fyrir tilstilli frú Christophine Bjarnhéðins- son. Það var einnig samtök á- hugafólks, en fékk fljótlega styrk frá bænum. Fór Oddný þá utan til Kaupmannahafnar, Óð- insvéa og Stokkhólms til þess að kynna sér heilsuvemdar- hjúkmn. Tók hún síðan til starfa við berklavamastöð hér heima á vegum Líknar. Hafði hún aðsetur í Sambandshúsinu gamla við Sölvhó), en fór síðan í vitjanir um bæinn. Fólk vár ekkert vant því í þá daga að hjúkrunarlið gerði innrás á heimilin. Oddný kvað sér þó aldrei hafa verið illa tekið og fólk hefði tekið feginsamlega þeim leiðbeiningum, sem hún gat gefið um meðferð þessa magnaða smitsjúkdóms. Hún kvaðst hafa haft mikla ánægju af þessu starfi, þó að erfiðleik- amir væm miklir og aðstæð- umar fmmstæðar miðað við það sem nú er. — Oddný hætti hjúkmn 1923, og hefur ekki unnið opinberlega að þessum störfum síðan, en hún fylgist enn þá með og telur það ekki eftir sér að arka niður f Iðn- skóla f vetrargaddinum til þess að vera með í fræðslunámskeið- inu, þét; komin ífgjöfc ÞÆR FÓRO A REIÐHJÓLUM UM BÆINN OG VITJUÐU SJÚKRA. Tveir brautryðjendur, t. v. Sigríður Efrfksdóttfr, formaður Lfknar i 26 ár, og Félags ísY. hjúkrunarkvenna f áratugi, t.h. Oddný Guð- mundsdóttir, fyrsta fsl. heilsuvemdarhjúkrunarkonan. fél. Islands, María Pétursdóttir. '41 ""A * námskeiðinu í Iðnskólan- um hittum við einnig að máli tvo af mætustu fulltrúum ís- lenzkra hjúkrunarkvenna, sem unnu mikið og merkilegt braut- ryðjendastarf þau ár, sem berklar og aðrir skæðir sjúk- dómar herjuðu hvað mest á varnarlitlu fólki, tímabilið, sem fóstraði fyrsta vfsinn að þeim veruleika, sem nú blasir við augum okkar, sjúkrahús og stofnanir, sem öllum þykja sjálf sagðar nú. Færri gera sér grein fyrir því að til er fólk, sem man þá tfma að fáir eða engir spít- alar vom til hér í Revkjavík og samtök áhugafólks hafði á sínum vegum starfsfólk, sem vann merkilegt starf við erfið- ustu skilyrði, í þröngu húsnæði. — Tvær þeirra kvenna, sem hvað mest og bezt hafa unnið að hjúkrunarstörfum hérlendis undanfama áratugi, em þær Sig ríður Eirfksdóttir og Bjamey Samúelsdóttir. Sigríður Eirfks- dóttir var formaður Lfknar í 26 ár, frá 1930 til ’56. Félag þetta var eins og fyrr segir, stofnað 191g og varð snemma mjög öfl- ugt f starfsemi sinni. Á vegum þess starfaði m.a. berklavama- stöð, ungbamavemd, svo og eft irlit með sængurkonum og mæðrahjálp. Heilsuverndarstöð Reykjavfkur tók við starfsemi þessa félags, þegar hún tók til starfa árið 1956. Sigríður var einnig formaður Hjúkmnarfé- lags Islands fá 1924 til 1960. Fé- lag þetta er stéttarfélag hjúkr unarkvenna og manna og hét f upphafi Félag íslenzkra hjúkrun arkvenna. Bjamey Samúelsdótt ir vann einnig mikið starf á vegum þessara samtaka. Hún var m.a. gjaldkeri Hjúkmnarfé- lags Islands í 23 ár. Hún starf- aði við ungbamavemd á veg- Framhald á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.