Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 4
4 V1 S IR . Þriðjudagur 29. marz 1966, UM 400 í Ný húsgögn í Hátíðasaí Háskólans / PÁSKAFERDUt TIL ÚTLANDA YFIR 150 í Það færist í vöxt með hverju ár- inu sem líður, að islendingar noti páskana til ferðalaga bæði utan- lands og innan. Bjóða ferðaskrif- stofumar upp á fjölbreytilegar ferð ir, sem farið er að auglýsa strax að jólaönnum loknum. En auk þeirra, sem taka þátt í siíkum ferð- um eða láta skipuleggja einstakl- ingsferðir fyrir sig, eru fjölmargir sem kjósa að ferðast upp á eigin spýtur. Visir fór á stjá í gær til að athuga hvað ferðaskrifstofurnar byðu fólki upp á um páskana og komst að þeirri niðurstöðu að líklega myndu talsvert á fjórða hundrað manns taka þátt í skipulögðum hópferð- um til útlanda. íslendingar munu gera innrás í Torre Molinos rétt hjá Malaga á Spáni og einnig á Mallorca og Kana ríeyjar. Munu hvorki meira né minna en 130 manns fara til Torre Molinos, 125 til Mallorca og Kana ríeyja, allt frá bömum til aldraðs fólks. Ferðaskrifstofan Sunna fer í 16 daga ferð til Mallorca, Kanaríeyja og London. Verður farið á miðviku dag í dymbilviku og dvalizt 5 daga á Mallorca, 7 daga á Kanaríeyjum og síðan 2 daga í London. Ferðaskrifstofan Útsýn ber á- byrgð á innrásinni í Torre Molinos en þar verður dvalizt í 10 daga og síðan fjóra daga í London. Verður farið héðan á skírdagsmorgun og komið á sumardaginn fyrsta og má því kalla þetta sumarauka — framan við. Þá munu Islendingar kanna ó- ORÆFIN i kunna stigu, þar sem er eyjan Jersey í Ermasundi, en þangað ! hyggst ferðaskrifstofan Saga 1 halda með um 30 manna hóp og var enn í gærkvöldi möguleiki á að komast með. Á þessari eyju, sem er rétt við Frakklandsströnd og vaxandi ferðamannastaður verður dvalizt í 8 daga síðan verður dvalizt 3 daga í | London. Verður því mikill íslend- ingafjöldi í London upp úr páskum t þegar Mallorca-, Kanaríeyja- Spán ar- og Jerseyfarar, auk hinna fjölj mörgu annarra íslenzkra ferða- i langa, sem leið sína leggja til Lond | on, verða samankomnir þar . Og fyrir þá sem ekki láta sér j nægja íslenzkt skíðaland, hvort I sem það er á Hellisheiði, ísafirði, j í Hlíöarfjalli eða annars staðar, þá bjóða Lönd og Leiðir upp á viku j skíðaferð til Noregs og verður j dvalizt á skíðahóteli í nágrenni j Hamars. Er búizt við að um 25 ; manns fari í þessa ferö. Eyjan Rhodos heillar suður í Mið ' jarðarhafi og þangað verður farið '• frá Lönd og Leiðir með um 20 manns og heldur hópurinn héðan á skírdag og dvelst í eina viku á Rhodos og síðan i fjóra daga í Kaupmannahöfn. Guðmundur Jónasson fer á veg- um Lönd og Leiðir i 5 daga ferð i í öræfi og er búið að bóka um 60 manns í þá ferð, en Islendingar eru oft svifaseinir og búizt við að enn eigi eftir að bætast við 30—40 manns. Úlfar Jacobsen fer á sömu slóð- Nýjum húsgögnum hefur nú ver j ið komið fyrir í Hátíðasal Há- j skólans. Er þar um að ræða lausa ; stóla og borö. Jafnframt er fyrir I hugað, að Hátíðasalurinn verði í* 1 framtíöinni notaður sem lestrarsal ! ur fyrir stúdenta. Voru margir þeirra þegar byrjaðir aö glugga þar í bækur sínar, þegar fréttamaður leit inn í salinn í gær. Salurinn i verður að sjálfsögöu einnig notað 1 ur til fundarhalda og við hátíðleg tækifæri eins og verið hefur og einnig i skriflegum prófum. Gömlu sætaraðirnar voru skrúf aðar fastar í gólfiö ,og torveldaði það nokkuð eðlilega nýtingu salar ins. Þó voru höfð þar skrifleg próf og kostaði þaö jafnan nokkrar til- færingar. Gömlu sætin tóku tæp, tvö hundruð, en í þeim nýju mun vera rúm fyrir drjúgum fleiri. Og áætlað er að við nýju húsgögnin geti um sextíu nemar þreytt skrif legt próf í salnum samtímis. — Húsgögnin eru smíðuö sérstaklega fyrir Háskólann hjá Kristjáni Sig geirssyni. En þau eru létt, þægileg og hin vönduðustu. Þessi ráðstöfun er meðfram gerð vegna húsnæðisvandræða í skól- anum. Einkum hefur verið tilfinn anlegur skortur á lestrarrými fyrir stúdenta. Lestrarsalur Háskóla- bókasafnsins rúmar ekki nema tak markaðan fjölda og er engan veg- inn fullnægjandi. Læknanemar hafa að vísu lestrarsal til sinna af nota og lögfræðinemar lítinn sal úti við Aragötu, en yfirleitt hafa nemendur orðið að lesa á herbergj um sínum og er þar kannski ekki alltaf næðissamt. Með tilkomu ir og Guðmundur og verður meö 60—70 manna hóp. Fara þeir báð- ir af stað á skírdag og koma aftur að kvöldi annars páskadags. Ferðafélag íslands hefur ákveðið tvær ferðir í Þórsmörk og ferð inn að Hagavatni ef færð leyfir. Er von andi að svo veröi og sól fái skin- ið á Langjökul ekki síður en Mýr- dalsjökul og að það veröi „fagurt i Þórsmörkinni". UmiB aS því að semja nýjan grundvöll vlsitölu hinna nýju húsgagna og frekari Ivera ráðin nokkur bót á þessu notkun Hátíðarsalarins ætti að | vandamáli. Stefnir Þjóðvifjan- um vegna meiðyrða Blaðinu hefur borizt eftirfarandi fregn: „Nýlega var þingfest í bæjarþingi Reykjavíkur mál, sem Jón Arn- grímsson, Lynghaga 4, Reykjavík, hefur höfðað gegn ívari H. Jóns- syni, ritstjóra og ábyrgðarmanni Þjóðviljans. Málið er höfðað vegna tveggja greina, er birtust í Þjóðviljanum 9. nóv. og 21. des. s.l. I fyrri grein- inni eru mörg ummæli, sem stefn- andi telur beint gegn sér og að ekki verði skilin öðru vísi en svo, að hann sé meiri háttar vanskila- maður um greiðslu opinberra gjalda. I síðari greininni er skýrt frá fjársvikamáli á Suðurnesjum og stefnandi Jón Amgrímsson í því sambandi borinn mjög alvarlegum sökum um refsivert athæfi, eins og „hlutdeikl í nafnafölsunum". Þá er hann talinn upp með aðiljum fjársvikamálsins, sem sfðar hafa hlotið þunga refsidóma, enda þótt hann eigi enga aðild að málinu, hafi ekki verið ákærður fyrir eitt eða neitt og sé ekki einu sinni nefndur á nafn f dómi þeim, sem nýlega var upp kveðinn. Krefst Jón ómerkingar meið- yrða þessara og að ábyrgðarmanni Þjóðviljans verði refsað skv. hegn- ingarlögum og hann dæmdur til greiðslu bóta vegna atvinnutjóns og álitshnekkis, sem stefnandi hefur orðið fyrir af þessum sök- um.“ Malblkun hf. með lægst tilboð í hituveitu í Smúíbúðuhverfi Hagstofa íslands vinnur nú að því að semja nýjan grundvöll að framfærsluvísitölu. Er geysimikið verk að semja hann og til þess þarf að nota búreikninga frá 100 fjölskyldum í Reykjavík. Hefur hag stofan nýlega fengið slíka búreikn- inga frá svo mörgum fjölskyldum yfir útgjöld til matar og drykkjar og til kaupa á hreinlætisvörum á tímabilinu marz-september á sl. ári Stjóm Félags sjónvarpsáhuga- manna hefur nú lagt fyrir Alþingi áskorun tæplega 15 þúsund Islend- ínga „aö það hlutist til um að allir þeir sem vilja og kost eiga á að njóta stjónvarpssendinga, hvaðan svo sem þær koma, fái til þess óskoraðan rétt og fullt frelsi“. Það er nú talið tímabært að framkvæma slíka neyzlurannsókn þar sem síðasta neyzlurannsókn er núverandi vísitala byggist á fór fram á árunum 1953-54 eða fyrir rúmum 12 árum. En talið er ó- heppilegt að slíkur neyzlugrund- völlur verði eldri en 10 ára. Auk þess verður að gæta aö þvl að bú ast má við að miklar breýtingar hafi orðið á neyzlugrundvellinum Fór fyrir nokkru fram undir- skriftasöfnun eins og skýrt hefur veriö frá í Vísi og fór undirskrifta fjöldinn langt fram úr þvi sem búizt hafði veriö við, eða alls 14.680 undirskriftir alls staðar að af land- inu. hér á landi á síöustu árum vegna þess, að innflutningurinn hefur mjög verið gefinn frjáls og miklar breytingar orðið á neyzluháttum landsmanna síðasta áratug. Við samningu nýs vísitölugrund- vallar má búast við að tekið verði meira tillit til margra þátta, sem lítið eða ekki hafa haft áhrif á vísitöluna hingað til, svo sem reksturskostnaður einkabifreiða, heimilstæki, skemmtanir o.fl. og emnig þarf að taka tillit til stór aukins innflutnings erlendra vöru- tegunda. Þá má búast við að land- búnaðarvörur og fiskur sem vegur tiltölulega mjög mikið á vísitöluna hafi minni áhrif en áður á hana. Ákvöröunin um að endurskoöa vísitölugrundvöllinn byggist á júní-samkomulagi ríkisstjómar og verkalýðsfélaganna 1964, þegar á- kveðið var að slík endurskoöun skyldi fara fram. Stefnt var að því að reyna að ljúka verkinu í vor, en hins vegar er nú óvíst hvort tak ast má að framkvæma það tíman lega til þess að Alþingi gefist tími til að lögfesta hinn nýja grundvöll vísitölunnar í vor. Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar bárust fjögur tilboð í svo- kallaðan 2. áfanga hitaveitufram- kvæmda í Smáfbúðahverfi, en það er sá hluti hverfisins, sem er aust an Réttarholtsvegar. Lægsta tilboðið, 8.873.410 krónur átti Malbikun h.f., en hæsta til- boðið f þessar framkvæmdir nam 11.487.390 kr. Stantía um þessar mundir yfir samningar milli Reykja víkurborgar og Malbikunar h.f. um einstök atriði útboðsins, en ekki er enn búið að ganga frá endan- legum samningum. Að því er Valgarð Briem inn- kaupastjóri Reykjavikurborgar hef ur tjáð Vísi, hafa ýmsar stórfram- kvæmdir á vegum borgarinnar ver ið boðnar út, þ. á m. eru nýjar hafnarframkvæmdir, svo og stór vöruskemma fyrir Reykjavíkur- : höfn, sem byggja á á Grandanum. Þá er í útboði stór þvottastöð fyrir strætisvagna, tveir stórir hitaveitu geymar á Öskjuhlfð auk kyndistöðv ar fyrir hitaveituna og loks hafa verið boðnar út framkvæmdir við nýja ibúðahverfið í Fossvogi, þ. e. að gera landið byggingarhæft. Nær 15 þús. undir- skriftir til Alþingis

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.