Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 10

Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 10
10 VÍ SIR . Þriðjudagur 29. marz 196b. borgin í dag borgin i dag borgin í dag Nætur og helgarvarzla i Rvík vikuna 26. marz — 2. apríl Reykjavíkurapótek. Næturvarzla í Hafnarflröi að- faranótt 29. marz Hannes Blöndal Kirkjuvegi 4, sími 50745. ÖTVARP Þriöjudagur 29. marz Fastir liðir eins og venjulega 15.00 Miödegisútvarp 16.00 Síðdegisútvarp 17.20 Framburöarkennsla í dönsku og ensku 18.00 Tónlistartími barnanna 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Guömundur Guðjónsson syngur íslenzk lög 20.20 Frá Grænlandsströndum: Þorvaldur Steinason flytur lokaerindi sitt. 20.40 Píanóverk eftir Rachmanin off, Schumann og Liszt 21.00 Þriðjudagsleikritiö: „Sæfar- inn“ eftir Lance Sieveking 21.35 „Undir itölskum himni,“ þættir úr ballettmúsik eft- ir Jurovsky. 22.10 Lestur Passíusálma 22.20 „Heljarslóðarorusta," eftir Benedikt Gröndal 22.40 „Haustblóm á heiði,“ Ro- bert leikur nokkur bert Stolz stjómar hljómsv. sem leikur nokkur lög hans 23.00 Á hljóðbergi 23.35 Dagskrárlok SJÓNVARP Þriöjudagur 29. marz 17.00 Þriðjudagskvikmynd^n ! „Scotland Yard“ 18.30 Þáttur Andy Griffiths 19.00 Fréttir 19.30 Rdams fjölskyldan "*'• . 20.00 Þáttur Red Skeltons 21.00 Assignment Underwater 21.30 Combat 22.30 Kvöldfréttir .45 Dansþáttur Lawrence Welk BLÖR OG TÍMARIT Heima er bezt 2. og 3. hefti 16. árg. eru komin út. Efni þess fyrr nefnda er m.a.: Hjónin á Brim- nesi, eftir Eirík Sigurðsson skóla stjóra, Þættir úr þróunarsögu, eftir Gísla Magnússon, Vetrar- angur á Höltavörðuheiði, eftir Þor stein Jósepsson, Gulnuð blöð frá Hawaii, eftir Guðmund J. Ein- arsson, Rangárþing, eftir Stefán Jónsson o.fl. Efni 3. heftis er m. a.: Það er gaman að selja heilag fiski, viðtal viö Steingrím í Fisk- höllinni sjötugan Gróðurkortagerð eftir Steindór Steiridórsson frá Hlöðum, Anna María Lúðvíks- dóttir og Ingimundur Sveinsson, eftir Gísla Brynjólfsson, Hún Ijósa mín, eftir A.M. Ásbjörnsson, enn fremur framhaldsgreinar .sögur o.fl. 1. tbl. Stúdentablaðsins XLIII. árg. er komið út. Efni þess er m. a: „Hvað er þá orðið okkar starf?“ eftir Helgu Kress, stud. mag., Áskorun háskólastúdenta á Alþingi, Um nýskipan á félags málum stúdenta, eftir Véstein Ólafsson stud. mag., Um æðra nám í Frakklandi, eftir Steingrím Gaut Kristjánsson, lögfræðing, Sjónvarp, Opið bréf frá mennta- málaráðherra „Og kátir mjög til íslands heim við steðjum", Morð Natans, eftir Hjört Páls- son stud. mag. Norræn for- mannaráðstefna í Oulu, eftir Helga Guðmundsson stud. jur. Gjafir til Krabbq- meinsfélagsins Gjafir til Krabbameinsfélags ls/' lands á árinu 1965: Hánnes Ásgrímsson kr. 40, Hjörtur Hjáimarsáon Flateýfi; 49ÍÍÍ.Í Frá móöur 1000, gömul kona 10. 000, Sigr. Ásmundsd. 1000, Rut Á gústsíf, 500, öryrki 100, Minning argjöf um Sig. Hildibrandsd. f. Vetleifsholti fá vinkonu 300, Hildur Gíslad., 2000, Sig Júlíus son, 34.779,99. Gjafir til Krabba- meinsfélags Reykjavíkur á árinu Leitað í gamla afþrepið aæsss«®!»®;ijiiÉÍ 1 frostunum leita endumar og svanirnir á Tjörninni í sitt gamla afdrep, heitu vökina undan Bún- aðarfélagshúsinu. Er urmull þeirra nú þar á sundi daglega og eru vegfarendum til mikiis augnayndis ekki sízt yngstu kynslóðinni. Magir koma iíka og færa þeim í gogginn og er þaö vel þegið í harð- indunum. 1965. Á. S., 500, Helgi Helgason 1000, Una B. Ölafsd., 100, frá konu 2000, Gestur Ás- mundsson 500, H.O. 100, Einar Elíasson 100, Páll Guðfinnsson 400, Einar Ólafs. 100, Jóh. Jónss. Húsavik 1000, Helga Jóhannsd., hjúkrunark. 900, Greipur Guð- bjartsson 400, Sigfús Baldvins- son 200, áheit frá N.N. 1000, frú N.N. með þakklæti fyrir skoðun- ina 300, Gunnlaugur Sigurbjörns son 1000, Jón Guðmundsson 100 Ingólfur Einarsson 500, Áheit frá G.S. 1000, ónefnd kona 200, ó- nefnd 1000, E.G. 1000, Ingibj. Jónsd. 100, Herborg Antonsd. 1Q0, Hjördís Kvaran 500, gamalt áheit frá N.N. 100, frá ættingjtim Jóns Bergsveinssonar í tilefni 50 ára afmælis 4000, áheit G.H. 500, Bergst. Bergstd. h.f. 100, Inger Amórsson 100. Spáin gildir fyrir miðvikudag- inn 30. marz. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Hafðu hraðan á ef þér býöst óvenjulegt tækifæri til að bæta aðstööu þína. Athugaðu gaumgæfilega hvað gerist í kringum þig. Nautið, 21. apríl til 21. mai: Geröu ekki ráð fyrir neinum stórsigrum í dag, en hins vegar getur þér unnizt vel á,' ef þú ert iðinn og sigur á jafnt - og þétt. Tvíburarnir, 22. maí til .21. júní: Þú munt eiga í höggi við heldur viöskotailla ‘ aðila — hyggilegast að láta þrákelkni koma á móti og láta hvergi und an síga. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Geröu þér grein fyrir hverju þú vilt fá framgengt, helzt í einstökum atriðum. Varastu allt flan og bolialeggingar, sem enga stoð eiga sér. Ljðnið, 24. júlí til 23. ágúst: Ef þú þarft að fara í heimsókn eða stutt ferðalag er dagurinn á kjósanlegur til þess. Ræddu á- hugamál þin við viðkomandi aö ila. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Láttu ekki ónotað, ef þú sérð þér leik á boröi, þaö er ekki úti lokaö að þú fáir tækifæri, sem þú hefur lengi beðiö meö ó- þreyju. Vogin, 24. sept. til 23 .okt.: Gengur á ýmsu, sumt fer betur en á horfist — annað leysist ekki fyrr en á næstunni. Farðu gætilega í umferð seinni hluta dags. Drekinn 24. okt. til 22. nóv.: Smávægilegt viðbragð þitt, serinilega óhugsað, getur vald ið nákomrium sársáuka. Ségðu ekkií allt sém þú hugsar. . Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Enn ergir þig aö þú lézt eitthvað ganga þér úr greipum kannski fyrir alllöngu. Ef til vill býöst það aftur. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Maður, sem þú hefur treyst, bregzt þér undarlega. Reyndu að grafast fyrir um or sakir áður en þú tekur afstöðu. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þér býöst gott tækifæri fyrir hádegið, en flanaöu samt ekki aö neinu og ræddu máliö við þína nánustu. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Mundu að margt smátt gerir eitt stórt og varpaðu elcki frá þér smáum ávinningi í von um meiri. Lögfræðingar ræddu barnavernd Lögfræöingafélag íslands hélt fjölmennan félagsfund 15. þ.m. í Tjarnarbúö, þar sem rædd voru barnaverndarmál og frumvarp til laga um, vernd barna og ung- menna. Frummælendur voru þeir prófessor Ármann Snævarr, há- skólarektor og Ólafur Jónsson, fulltrúi lögreglustjóra. Prófessor Ármann flutti ítarlegt og fróðlegt erindi, þar sem hann m.a. skýröi hugtakiö barnavemd og rakti sögu og þróun barnavemdarmála hér á landi og víöar. Þá vék hann aö frumvarpi til laga um vernd barna og ungmenna, sem borið var fram á Alþingi árið 1964 og reifaði þau nýmæii, sem það geýmdi, en prófessor Ármann Snævarr átti sæti í nefnd þeirri sem frumvarpið samdi. Frum- varpið hlaut ekki afgreiðslu á því þingi. Ólafur Jónsson, fulltrúi lög- reglustjóra, sem hefur verið for- maður barnaverndarnefndar Reykjavíkur undanfarin fjögur ár gerði í glöggu erindi grein fyrir störfum barnaverndarnefndar og lýsti þeim vandkvæðum, sem þær ættu viö að stíða vegna skorts á þeim stofnunum og starfsliði, sem nauðsynlegt væri til að sinna barnaverndarmálun- um á viðunandi hátt. Þó hefði talsvert áunnizt í þessum efnum í Reykjavík upp á siðkastið og verið væri 'kð vinna að frekari úrbótum. Þá tóku til máls þeir dr. juris Gunnlaugur Þórðarson og prófess or Símon Jóh. Ágústsson, en þeir áttu og sæti í nefnd þeirra sem samdi umrætt frumvarp. Fund- inum stjómaði form. félagsins Þorvaldur Garöar Kristjánsson. Góður rómur var geröur að máli ræðumanna, sem lögðu allir áherzlu á mikilvægi þess fyrir þjóðfélagið, að góð rækt væri lögö við bamavemdarmálin og nauð- syn þess að hlú betur að þeim málum en gert hefur verið og þá einkum að auka félagslega þjón- ustu í því sambandi og bæta starfsskilyrðin. Þakkir frá Rauða Krossinum Rauði kross íslands hefur beð- iö blaðið að þakka hinum fjöl- mörgu, sem aðstoðuðu félagið á einn eða annan hátt í sambandi við útbreiösluviku R.K.I. í sl. mánuði. Útbreiðsluviku R.K.f. lauk með merkjasölu á öskudaginn sem kunnugt er. Merkjasalan gekk mjög vel hjá flestum deildum fé- lagsins, þar sem veöur var skap- legt. Uppgjör hefur ekki borizt frá öllum Rauöa kross deildum utan Reykjavíkur, en til dæmis má geta þess aö Reykjavíkurdeild R.K.l. seldi merki fyrir rúmar 200 þús. kr. Stjóm Rauða kross íslands þakkar almenningi góða aðstoð og skilning á hinum mörgu verk- efnum félagsins á sviði líknar- mála. r Oska eftir atvinnu Fimm norskir menntaskóla- nemendur óska eftir atvinnu á íslandi frá um 20. júní til 20. á- gúst eða um tveggja mánaða skeið. Helzt óska þeir eftir vinnu úti viö. Þeir sem vilja sinna þessu geta snúiö sér varðandi nánari upplýs ingar til eins þeirra Bernharð Eik Larsen, Porfyrveien 7B Rea Osló 7 Norge Irskur háskólastyrkur Irsk stjómarvöld bjóða fram styrk handa Islendingi til náms við háskóla eöa hliðstæöa stofn un á Irlandi háskólaárið 1966- 1967. Styrkfjárhæðin er 350 Stpd. til kandidats, en 250 stpd. ef styrkþegi hefur ekki lokið kandi datsprófi. Styrkurinn veitist til náms í írskri tungu, bókmermtum sögu eða þjóöfræðum, eða í enskri tungu og bókmenntum. Umsóknir um styrk þennan sendist menntamálaráðuneytinu Stjórnarráðshúsinu við Lækjar- torg fyrir 20. april n.k. Umsókn fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt tvennum meðmælum og vottorði um kunnáttu umsækj- anda í ensku eða írsku. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinii. Mannf jöldi í Evrópu Ráöstefna um mannfjölda- skýrslur verður haldin á vegum Evrópuráðsins í Strassbourg 30. ágúst til 6. ‘september n.k. Er það í fyrsta sinn, sem þróun varð andi fólksfjölda í allri Vestur- og Suöur-Evrópu er rædd á alþjóð- legum sérfræðingafundi. Fjallað veröur um fjölda fæöinga og dauðsfalla, fólksflutninga, ýmiss konar flokkun fólks í mannfjölda skýrslum og um kennslu og rann sóknir varðandi mannfjölda. Sér- stakar kannanir hafa verið fram kvæmdar í ýmsum Evrópulönd- um til undirbúnings ráðstefnu þessari. Franskur háskólastyrkur Ríkisstjórn Frakklands býður fram tvo styrki handa íslending um til háskólanáms í Frakklandi námsárið 1966-1967. Styrkimir nema hvor um sig 480 frönkum á mánuði. Umsóknum um styrki þessa skal komiö til menntamálaráðu- neytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg eigi síðar en 10. apríl n.k. og fylgi staðfest afrit próf- skírteina ásamt meðmælum. Um sóknareyðublöð fást í mennta- málaráðuneytinu og hjá sendi- ráðum Islands erlendis. ÁHEIT OG GJAFÍR Strandakirkja: Frá N.N. kr. 100 og Möggu kr. 100. Hallgríms kirkja: Frá X kr. 200.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.