Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 5

Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 5
4 5 VÍSIR Þriðjudagur 29. marz 1966. Atlantshafsb. — Framh. af bls. 7 unum 1914 og 1939, aðstööu þar sem Bandaríkin hófu ekki þátt- töku f styrjöldunum fyrr en nokkrum árum eftir byrjun styrj aldanna. Þremur árum seinna en 1914 vegna þess aö þá réðust Þjóöverjar á bandarísk skip á hafinu og tveimur árum síöar en 1939, vegna þess aö Hitler sagði Bandaríkjunum strfð á hendur eftir Pearl Harbour. Þetta er samanburöur sem ég get ekki fallizt á. Ef við hefðum árið 1914 eða 1939 haft samning við Bandaríkin álíka og Atlant hafssamninginn nú ,hver hefði þá getað ætlað að Bandaríkin hefðu ekki skipt sér af styrjö'd unum fyrr en nokkrum árum síð ar. Og ég skil ekki heldur þá sem segja nú: „Atlantshafsbandalag- B5 tBefur enga þýöingu. Viö höf- um engar vamir ef við höfum ekki samsteyptu yfirstjómina. Þaö er alþjóöaherstjóm, þar sem franska herstjómin er kaffærö. Og skrifborðshem.fræðingarnir segja að með þvl aB hagga við þessari samsteyptu herstjóm sé- v um viö að hverfa aftur til 1939 eöa 1941 ef ekki aftur á 19 eða 18. öld. Mér finnst þessar hugmyndir allar bera svipmót skrifborðs- hemaöarfræöi, að búa sig undir sfðustu styrjöldina sem háð var Allur þessi hugsanagangur bygg ist á þeirri hugmynd — og guð forði þvi að það gerist nokkum tíma, — að náasta styrjöld — ef hún brýzt út verði sambærileg viö styrjöldina 1939-45, ef ekki viö styrjöldina 1914-18. Þar meö er það ekki tekið með i reikn- inginn, að ef nýr eldur kviknaöi þá kemur eitt atriöi, óþekkt at- riði inn í málið kjamorkuvopn, þau yröu aöalvopn í styrjöld milli stórveldanna. Og þá gleymist það einnig, að þessi kjamorkuvopn koma ekki hið minnsta viö Atlantshafsbanda- laginu, og ekki hið mmnsta við Atlantshafsskipulaginu. Sér- kenni atomvigbúnaðarins, er að hann fer fram innan þjóðlegra herja. Við Frakkar höfum nú okkar kjamorkuherafla. Bretar hafa líka kjamorkuherefla. Hann er ekki álitinn mikilvæg- ur og er smávægilegur saman- Rússa og Bandarikjamanna. Bandaríkjamerm hafa risavax- inn kjamcniniherafla, sem for- seti Bandarikjaima einn getur gefið fyrirmæli. Þegar við töl- um um kjamorkuvemd Banda- rikjanna yfir Evrópu, þá er það aðeins þetta sem við er átt og það er öllum augljóst að hún er ekki í neinum tengslum við Atlantshafsbandalagiö. Þegar talað er um kjamorku- vemd, þá verð ég að segja, að þetta er hugtak sem mér geðj- ast ekki að, vegna þess, að það gefur þá hugmynd að Atlants- hafriaandalagið, bandalagið við Bandaríkin sé einhBða. Með öðr um orðum að það séu Banda- ríkin sem vemda okkur en við látum ekkert í staðinn. Þetta tel ég að gefi algeriega ranga mynd af samstöðu okkar. Hvað felur áífkt bandalag f sér? Skuldbindingamar era gagn- kvæmar og ég skal koma með sönnun fyrir þvi og hún er sú, að ailan tfmann sfðan Atlants- hafsbandalagið var stofnað, þá hefur aðeins einu sinni blossað upp hættan á nýrri aihehns- styrjöld, það var fyrir nokkrum áram, haustið 1962, það var f Kúbu-deihmni, þegar rússnesk um eWflaugum var komið fyrir á Kúbu og sjálfum Bandaríkj- unum var ógnað. Á þeim ör- lagaríku tímum, sögðum við Bandaríkjamönnum, að við stæð um meö þeim, ef ráðizt yrði á þá, stæðum hlið við hlið. Þetta dæmi ætti að sýna, að Atlantshafssamningurinn er ekki aðeins einföld bandarísk vemd heldur samningur með gagnkvtemum skuldbindingum og aö við höfum skuldbinding- ar f honum alveg eins og Banda- ríkin. ★ Spuming: Ég vildi spyrja yð- ur, er ekki hætta á því að óskir frönsku stjómarinnar um brott- flutning bandarísks herliðs frá landinu stofni í voða fransk- bandarískri vináttu? Svan Það er eölilegt, að þér spyrjið. Ég þykist viss um að öll franska þjóðin hafi áhyggj ur af þessu sama sem og ríkis stjómin. Fransk-bandarísk vin- átta ristir djúpt í okkur frá fomu fari og við vildum fyrir alla muni ekki að hún yröi fyr ir áfalli. Að sjálfsögðu vitum við að ákvörðunum frönsku stjómarinnar er ekki tekið með ánægju af Bandaríkjamönnum. Þeim er ekki tekið með ánægju vegna þess að svo vill til, að það em Bandaríkjamenn sem gegna höfuðhlutverkinu í At- lantshafsskipulaginu. En það sem Bandaríkjamenn þýrftu að skilja, og ég er viss um að þeir skilji þaö, að þetta sem við höfum verið að gera er á engan hátt gert til þess að móðga þá. Við gerum þetta vegna þess að við teljum það í þágu lands okkar og vegna þess, að við teljum það heldur ekki andstætt hagsmunum bandamanna okkar. Ég sagði, að frönsk-amerísk vinátta væri fengur sem við ættum að varðveita. Ég er viss um aö þegar moldrykið í þessu máli er fallið og hægt verður að íhuga málið hhitlægt og raunhæft, að Bandarikjamenn munu þá komast að þeirri niö urstöðu að það er gagnlegra að hafa við hlið sér bandamann meö ábyrgöartilfinningu, heWur en yfir sig trúan þjón sem lítið er hægt að vita, hvernig muni bregðast viö málunum á hættu stund. þingsjá Vísis þingsjá þingsjá Vísis Meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum rædd á Aiþingi Stjómarfrumvarpiö um með- ferð, skoðun og mat á sláturaf- uröum var tekið til annarrar um ræöu í neðri deild Alþingis í gær. Gunnar Gfsla- son (S) mælti ] fyrir nefndará-j liti landbúnaðar i nefndar deildar-; innar, en hún: leggur til að frumvarpið verði samþykkt meö nokkrum breytingum og ber nefndin fram breytingartil- lögur við nokkur ákvæði frum- varpsins. Sagði framsöigumaður nefndarinnar, aö yfirdýralæknir og kjötmatsformaður hefðu mætt á fundi hjá nefndinni og hefði komið fram á máli þeirra, að mik- illa umbóta væri þörf í starf- rækslu og rekstri sláturhúsa. — Sagði ræðumaður, aö i allmörgum sláturhúsum væri nú slátrað meö undanþáguheimildum en samkv. núgildandi lögum er ráðherra heimilt að veita undanþágu til sláturhúsa í eitt ár í senn, en þessi ákvæði hafa ekki nægt; und- anþágur hafa veriö veittar ár eft- ir ár. 1 þessu frumvarpi er gert ráð fyrir að aöeins verði heimilt að veita slíka undanþágu til tveggja ára og þá í eitt ár i senn. Nefndin leggur við þetta ákvæði frumvarpsins fram breytingartil- lögu um að veita megi slíkar und- anþágur £ þrjú ár, og er það skoð- un nefndarinnar að breytingar í sláturhúsum, sem þarf aö fram- kvæma til að sláturhúsin fái heim ild til slátrunar, séu svo kostnað- arsamar og viðamiklar, aö ekki sé hægt að ætlast til að sláturhúsin geti framkv. slíkar breytingar á tveim árum. Einnig leggur nefnd- in fram breytingartillögu við það ákvæöi frumvarpsins, aö kjötmats formaöur skuli hafa aðsetur í Reykjavík. Nefndin sér ekki á- stæðu til að hafa ákvæði um þetta atriði í lögum. Einnig legði land- búnaðamefnd fram tvær aðrar breytingartillögur við frumvarpið. Sagði ræðumaöur, að nefndin væri einróma samþykk frumvarp- inu svo breyttu og væri sammála um að hér væri um mjög merkt mál aö ræöa. Ingólfur Jónsson, landbúnaöar- ráöherra, þakkaöi nefnd skjóta af greiöslu frumvarpsins og sagði að tilgangi frumvarpsins væri al- veg jafnt náð, þótt breytingartil- lögur landbúnaðamefndar yrðu samþykktar. Sagði ráðherra, að þaö væri mikill ávinningur, ef frumvarp þetta næði fram að ganga á þessu þingi. Síðan var frumvarpinu vísað til 3. umræðu, að viðhöfðu nafnakalli með 31 atkvæði gegn 3, en breytingartil- lögur landbúnaðarnefndar voru allar samþykktar. Hægri handar akstur Óskar E. Levy (S) geröi grein fyrir afstöðu sinni til þessa frumvarps, en hann skipar minni hluta allsherjamefndar neðri deildar um þetta mál. Sagði hann að ör- yugglega væri vaxandi fjöldi fólks á landinu á móti framvarpi þessu. í nefndaráliti minni hluta segir Óskar E. Levy, að hann sjái ekki neina ástæðu fyrir okkur Is- lendinga að breyta hér um, og þaö sé jafnvel ofvaxið sínum skilningi, hvers vegna við ættum nú að fara aö kosta mörgum tug- um milljóna króna eins og talið er af sumum, að kostnaðurinn muni verða, til að taka upp hægri handar akstur, sem í engu sé betri en sá vinstri, að dómi sér- jróöra manna. I lok greinargerö- aVinnar segir, að minni hlutinn telji rétt að foröast slysin, vernda mannslífin og spara pen- ingana í þessu máli og leggi hann því til, að frumvarpið verði fellt. Birgír Finnsson (A) sagöist aö- eins vilja leiðrétta eitt atriði í ræðu Halldórs Ásgrímssonar og Óskars E. Levy en þeir hafi sagt í ræðum sínum að höfundar frumvarpsins væru ekki samþykk ir því að breytt verði úr vinstri handar akstri og í hægri handar akstur. Sagðist hann vilja upp- lýsa á þessu stigi málsins að all- ir höfundar frumvarpsins að ein- um undanteknum hefðu mætt á fuhdi nefndarinnar og hefðu allir lýst þeirra skoðun sinni, aö þeir væra þess mjög fýsandi að þetta frumvarp yrði samþykkt. Sá eini er ekki hefði mætt á umræddan fund allsherjamefndar, hefði í umræðum við sig sagzt vera því eindregið fylgjandi að framvarpið verði samþykkt. Umræðu um málið var lokið, en atkvæöa- greiöslu um það frestað. Aðstoð við vatnsveitur Bjöm Fr. Bjömsson (F) mælti fyrir frumvarpi því, er hann flyt- ur ásamt fleiri þingmönnum Fram sóknarflokksins um breytingu á lögum um vatnsveitur. Fram- varpinu var að lokinni umræðu vísað til annarrar umr. og heil- brigðis- og félagsmálanefndar. Verðtrygging fjárskuldbindinga 1 neðri deild var framvarpið um verðtryggingu fjárskuldbind- inga tekið til framhalds 2. umr. Einar Olgeirsson (K) tók fyrstur til máls við umræöuna og mælti eindregið gegn framvarpinu. Sagði hann, að frumvarpið væri gott dæmi um þá stefnu, er tek- in hefði verið upp í mörgum efnum hér á landi. Sú stefna væri í þá átt, að menn, sem sætu á skrifstofu hins opinbera og hefðu í sumum tilfellum ágæta menntun á mörgum sviðum, hefðu mest vald í efnahagsmál- um landsmanna, en þessir menn hefðu oft á tíðum enga þekkingu á atvinnulífi landsmanna. Sagði hann aö þetta frumvarp stefndi á engan hátt að stöövun veröbólgunnar. Skúli Guðmundsson (F) mælti einnig gegn frumvarpinu og sagði að í frumvarpinu væra óljós á- kvæði um við hvað verðtrygging- in skuli miðuð. Einnig væri ekk- ert hægt að segja, hvemig reglur þær, er Seðlabankinn ætti að setja um það, mundu verða. Umræöu um málið var lokið, en atkvæöagreiðslu frestað. ' ^torío. 'rt í . v -t Ráðstafanir vegna sjávarutvegsins Birgir Finnsson (A) mælti fyr- ir nefndaráliti meirihluta sjávar- útvegsnefndar neðri deildar, en meiri hlutinn leggur til, að frum varpið verði samþ., þó skrifa 2 nefndarmanna undir nefndarálitiö • með fyrirvara og einn nefndar- manna, Lúðvík Jósepsson (K) segist vera samþykkur framvarp- inu, en ekki geta sætt sig við fjáröflunarleið þá, sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir aö ríkissjóður fari vegna aukinna útgjalda. Einnig gerði ræðumaöur grein fyrir breytingartillögu, sem hann flytur við framvarpið, ásamt Matthíasi Bjamasyni (S). Er til- lagan á þá leið, að heimilt verði að greiða verðuppbót á línu- og handfærafisk, veiddan á tímabil- inu 1. okt. 1965 til 31. des. 1965, .umfram þá 25 aura á hvert kg,‘ sem ájiyeðið var með lögum frá 8. maí 1965, að ríkissjóður skyldi greiða. Heildaruppbætumar skulu þó ekki fara fram úr 22 millj. kr. Lúðvík Jósepsson (K) geröi einnig grein fyrir nefndaráliti sínu, en hann kvaðst vera samþ. efni framvarpsins, en ekki geta sætt sig við fjáröflunarleið ríkis- sjóðs til að mæta auknum út- gjöldum. Við umræðuna tóku einnig til máls þeir Matthías Bjamason (S), og Guðlaugur Gíslason (S), sem kvaðst ekki taka afstöðu til málsins á þessu stigi. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F. Arður til hluthafa Samkv. ákvörðun aðalfundar hinn 26. marz s. 1. greiðir bankinn 6% arð til hluthafa fyrir árið 1965. Arðurinn er greiddur í afgreiðslusal bankans gegn framvísun arðmiða merktum 1965. Reykjavík, 28. marz 1966. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F. Matráöskona óskast að sjúkrahúsinu að Selfossi frá 1. apríl n.k. eða síðar. Húsnæði fyrir hendi. Uppl. á skrif- stofu Landssambands sjúkrahúsa. Baldurs- götu 22, sími 10030. Þriðjud. og fimmtud. kl. 17 — 19 og á kvöldin í síma 41344. Sjúkrahúsið á Selfossi. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.