Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Þriðjudagur 29. marz 1966. Hjúkrunarkonur — t'ramh. af bls 9 um Líknar fyrstu 10 árin og sið an við berklavamadeildina. Báðar unnu þessar konur við berklavamir og heimahjúkrun og hjóluðu um bæinn £ sjúkra- vitjanir. Starfið var að vísu erfitt á þessum árum, segja þær „og starfskraftamir fáir, en bær inn var líka mikiu minni þá“. L£kn hafði fyrst aðsetur sitt i einu herbergi i húsi Sambands ins við Sölvhól, þar var eins og fyrr segir berklavamastöð, fé- lagsins til húsa fyrstu árin. Sfð- an fluttist berklavamastöðin £ húsið nr. 4 við Templarasund og þar hafði félagið aðstöðu fyr- ir mikið af starfsemi sinni £ mörg ár. Félagið fékk siðar inni að Bámgötu 11, þar var bama- hjálpin lengi til húsa. Það hús átti Gfsli Jónsson alþingismaður en hann reyndist félaginu hjálp- legur um marga hluti. Rfkið út- vegaði félaginu svo húsnæði fyr ir berklavamadeildina i húsinu við hlið Alþingishússins i Kirkju stræti. Þar rak Lfkn berkla- vamastöð þar til Heilsuvemdar stöðin tók við þeirri starfsemi. Stór þáttur í starfsemi Líknar var hjúkmn í heimahúsum. Mið stöð þeirrar starfsemi var öll þessi ár á heimili formannsins, Sigrfðar Eiriksdóttur. Hún tók þar á móti pöntunum um vitjan ir og hafði sfðan samband við hjúkrunarkonur þær, sem unnu á vegum félagsins, sem síðan fóm heim á heimilin. Taldi Sig ríður það gæfu félagsins að það hefði ávallt haft úrvals hjúknm arkonum á að skipa. Þær vom orðnar 8 sfðustu árin og mynd- uðu kjamann í hjúkmnarkvenna liði Heilsuvemdarstöðvarinnar, þegar hún tók til starfa árið 1956. Þeirra á meðal ihá nefna Bjameyju Samúelsdótti^r, sem fylgdi berklavamadeildinni, þeg- ar hún var flutt í HeiÍsúVemdar stöðina úr húsinu við Kirkju- stræti og Sigrúnu Magnúsdótt ur, sem varð forstöðukona Heilsuvemdarstöðvarinnar. Starf þessara kvenna var ó- metanlegt á þessum árum at- vinnuleysisins og fátæktarinnar, þegar iítil völ var á spftölum. Fyrstu ár félagsins var Landa- kotsspítalinn eina sjúkrahúsið, sem Reykvíkingar höfðu að- gang að, en Franski spítalinn svokallaði var keyptur af rík- inu siðar. En hann var stofnaður af Fransmönnum fyrir franska sjómenn, sem hér vora margir á skútuöldinni eins og kunnugt er. — Sjúkravitjanir vom því æði margþætt og erfitt starf .sérstak lega á kreppuámnum. Sjúkdóm- arnir, sem glíma varð við, hafa verið margvíslegir, allt frá kirtla veiki í krökkum upp f bráða smitsjúkdóma eins og berkla- veiki. Konumar fóru f allt að 20 vitjanir á dag. Einkum vora það viss hverfi sem þær heim sóttu tíðum. Þannig höfðu þær oftast daglega rútu í Pólana og f Selbúðimar. Emnig höfðu þær tfða viðkomu hjá svonefnd um Grimsbylýð, en svo vom íbúarnir í hverfinu kringum Fálkagötu kallaðir í gamla daga Þar var þá mikið af sjómönnum, einkum togaramönnum og af þvi hefur nafngiftin væntanlega komið. SKIPAFRÉTTIR -SKIPAUir.tRÐ KIKISINS Ms. Esio Esja fer f páskaferð 6. aprfl. Tek- ið á mðti farpöntunum á morgun. R. M. Monson kveður Reykvfkingum er hollt að minn ast þessara ára nú, þegar mönn um er búið öryggi með almennri heilsugæzlu, og hvert sjúkrahús ið rfs upp öðm fullkomnara og hverjum og einum er til reiðu sú hjálp, sem nútímalæknavfs- indum er kleift að veita. — Það verður hins vegar aldrei metið að fullu, hvem þátt hið fóm- fúsa starf fyrstu hjúkrunar- kvennanna hefur átt í framþró un islenzkra heilbrigðismála. Það er kannskl táknrænt fyr ir starfsáhuga þessara kvenna, að enn þá skuli elztu núlifandi fulltrúar þeirra mæta á fræðslu námskeiði stéttarfélagsins. — Ef að yngstu þátttakendur þessa námskeiðs og blómi íslenzkra hjúkrunarkvenna tekur þessa brautryðjendur sér til fyrirmynd ar er heilsugæzla Islendinga f góðum höndum. Framh. af ols 16 notaður við uppskipun á öllu þvf sementi, sem hefur komið með skipum að höfninni. Á seinni árum hafa kolaflutningar minnkað og hægt er að Iosa sementsskipin með bílkrönum. i Kolakraninn hefur nú starfaðl í 40 ár eða allt frá árinu 1926 j og það má segja að á þeim tfma hafi hann gert sitt. Kom kran- inn hingað til lands á tíma Hjalta Jónssonar, Eldeyjar- Hjalta öðm nafni, sem þá var framkvæmdastjóri fyrirtækisins þótti þá f anzi mikið ráðizt að fá hingaö svo stórt uppskip- unartæki og litu hafnarverka- menn kranann homauga þar sem þetta var á atvinnuleysis- árum og þeir héldu að kraninn tæki frá þeim vinnu. Núna hafa atvinnuhorfumar breytzt, en 6- mögulegt hefði verið að anna öllu þvf sem þurfti að anna, ef kraninn hefði ekki verið til meðan kolin vom ,og hétu og einnig í stríðinu, en með minnk andi kolasölu er ekki hægt að binda heilt tæki við slfkt. Alþjóðumót — Framhald af bls. 16. morguninn til Dalvíkur. Um kvöldið koma þátttakendur sam an í Sjálfstæðishúsinu og verða þá tilkynnt úrslit þann daginn. Enn verður lagt af stað til Dal víkur að morgni, setið á miðum til kl. 16, en þegar komið er I land, haldið tll Akureyrar. Um kvöldið verður matur og kveðju hóf í Sjálfstæðishúsinu, úrslitj tilkynnt og verðlaun afhent. Ferðaskrifstofan Saga mun, eins og áður, annast alla fyrir- greiðslu og ber þátttakendum hér að snúa sér til hennar. Vinnuslys — Framh. af bls. 16 bakkinn brast og hmndi yfir Þórð og grófst hann svo undir skriðunni að rétt sást í andlit honum. Tókst von bráðar að grafa hann upp; var hann flutt- ur á Landspítalann, stórslasað- ur, að talið var. Laust fyrir hádegið varð ann- að vinnuslvs; maður að nafni Karvel Sigurðsson, til heimilis að Bárugötu 37, var að vinna þar hjá H.f. Lýsi, er honum skrikaði fótur á lýsisbrák og mun hafa meiðzt nokkuð. Kl. 16.20 varð óvenjulegt slys, en ekki eins alvarlegt og búast hefði mátt við eftir öll- um aðstæðum, er 17 ára piltur urðaðist í grjótmulningi í „síló“ grjótnáms bæjarins í Ár- túnsbrekku. Varð að grafa um þrjá metra niður f mulningshrúg una f „sílónni" til þess að ná honum upp, svo þykkt var lag- ið ofan á honum; var þetta seinlegt björgunarstarf og tók fulla þrjá tíma. Svo vel vildi til að pilturinn, Vilberg Guðjón Ágústsson, Hólmgarði 13, virtist furðulítið meiddur, þegar honum varð náð; kvaðst hann aldrei hafa misst meðvitund, var hinn hressasti, en kvartaði um kulda. Hann var fluttur á Landspftalann til nánari athug- unar. Umferðarslys varð í gærkvöld kl. 22.30 á mótum Nönnugötu og Baldursgötu, er drengur á reiðhjóli. Jón Bj. Jónsson, Óð- insgötu 9, ók fyrir bíl og kast- aðist f götuna. Hann var fluttur f slysavarðstofuna, og reyndist lítið meiddur. Laust fyrir klukk- an 18.00 var ekið utan f raf- staur á mótum Lönguhlíðar og Skaftahlíðar; mun bfllinn hafa skemmzt vemlega, en ekki urðu slys á mönnum. Um hálfsexleytið upphófust slagsmál á Tryggvagötu á milli drukkins manns, sem hnuplað hafðl þar skellinöðm, og eig- anda farartækisins, sem tókst að hafa í hendur í hári hans. Vildi sá dmkkni ekki láta far- artækið laust, og varð lögreglan að skakka leikinn. Sá drakkni var fluttur í blóðrannsókn og sfðan í fangageymslu. 4 jeppur — Framhald af bls. 1. bílamir kæmust yfir, en annar þeirra hafði festst á skörinni. Gátum við nú bundið f þá sem fastir vom og náð þeim upp og gekk feröin vel eftir það og komumst við heim á sunnudags kvöld. — Hafa margir farið yfir sandana f vor? — Ég held að þaö hafi farið nokkrir úr Öræfunum en það var áður en ámar mddu sig og ég hef ekki heyrt annað en það hafi gengið vel. — Á hvers konar jeppum vomð þið? — Bronco, Rússajeppa, Land rover og Austin Gipsy. Kvikmynd — FramhM1'* af bls 16 unni héma er þegar hafinn. Þegar hefur verið ráðinn aðstoðarleik- stjóri og aðstoðarkvikmvndatöku- maður, eru það þeir Gfsli Alfreðs- son, leikari, og Þorgeir Þorgeirsson ymyndatökumaður. Sá hluti myndarinnar, sem tek- inn verður hér mun sennilega tek- inn á Þingvöllum og víðar. Þeir dr. Reinl og Korytowski hafa skoðað sig um í nágrenninu, þar á meðal á Þingvöllum og hrifust þeir mjög af landslaginu. Leikstjóramir dr. Reinl og Gísli Alfreðsson fóm svo austur f Vík f gær, en þar er ætl- unin að taka einhvem hluta. E.t.v. verður svo einnig kvikmyndað við Mývatn. Kvikmyndafyrirtækið CCC-Film er eitt mesta sinnar tegundar í Evrópu. Það hefur mörgum úrvals leikurum og leikstjórum á að skipa. í þessari mynd munu m.a. leika Marfa Marlov, sem fer með hlut- verk Brynhildar Buðladóttur, Kar- en Dor, sem leikið hefur f 36 mynd um og Uwe Beyer, en hann er kunnur fþróttamaður, Evrópumeist- ari í kringlukasti. Kvikmyndatökumenn og annað starfsfólk við myndina munu koma hingað aftur f ágúst í sumar, en þá verður hafizt handa um gerð mynd- arinnar og er áætlað að myndatak- an hér taki þrjár vikur. Þjóðverjamir eru mjög hrifnir af landinu og fagna því að geta tekiö myndina á söguslóðunum, en slíkt tfðkast sjaldan í kvikmyndaheim- inum. Það stóð til að taka þennan hluta mvndarinnar á frlandi en fyr- ir tflstilli umboðsmanna Flugfélags fslands komust þeir á fslandsslóð- ir. Tekur við sturffi Á fimmtudag hverfur héðan af landi Reuben M. Monson, fulltrúi við Bandarisku upplýsingaþjónust- una hér á landi. Hefur hann dval- izt hér á landi undanfarin fjögur ár og eignazt fjölda vina og kunn- ingja i starfi sfnu. Eftlr nokkra dvöi í Bandaríkjunum mun Mon- son taka við nýju starfi á vegum Bandarísku upplýsingaþjónust- unnar, að þessu sinni í Suður- Vietnam. Reuben Monson hefur fyrst og fremst haft samskipti við frétta- menn blaða og útvarps hér á landi Sjálfur er hann gamall blaðamaður og hefur þvf mikla þekkingu á því starfi. Að loknu námi við St. Olafs College var hann kallaður í her- inn, og gegndi hann herþjónustu öll styrjaldarárin í landgöngusveit- um flotans og einnig sem fallhlífar- hermaður. Tók hann þátt í mörgum viðureignum og er stríðinu lauk var hann orðinn ofursti í land- gönguliðinu. í Kóreustyrjöldinni tók hann einnig þátt, sem fulltrúi í upplýsingadeild landgönguliðsins. Stundaði Monson síðan blaða- mennsku um nokkurra ára skeið en gekk f bandarfsku upplýsinga- þjónustuna 1957. í janúar 1958 var hann sendur til Osló, þar sem hann kvæntist norskri stúlku. Hingað til lands komu þau hjón í nóvember 1962. Bjuggu þau sér fallegt heimili f Eskihlíð og þar fæddust tvíbur- amir, piltur og stúlka. Á heimili þeirra hafa margir Islendingar notið gestrisni, en Monson hefur einnig mikið ferðazt með fslenzk- um blaðamönnum, bæði innanlands og utan, á þeim áram sem hann hefur dvalizt hér. Nú halda þau hjón til Wash- ington. Þar mun Monson stunda nám í skóla utanríkisþjónustunnar í tæpt ár en halda að þeim tima liðnum til starfa að upplýsingar- málum f Suður-Vietnam. Verður fjölskylda hans eftir f Bandarfkjun- í Suður-VlefNum Mr. R. M. Monsou um. Nú þegar þau hjón hverfa héð- an af landi brott fylgja þeim kveðjur og góðar óskir vina og kunningja. Runnsókn — Framhald af bls. 1. árin 1922-23 á fullorðnu fólki en þær voru bomar saman við rannsóknir, sem gerðar vom á ungu fólki f Noregi, þannig að ekki er eins mikið á þeim að byggja og ella. Þessar rannsóknir eiga að sjálfsögðu að gefa einhverja hugmynd um það hver skyld- leiki er milli þessara þjóða. — En málið er á byrjunarstigi og ekki mikið bægt að segja um það að svo stöddu. — Það verö ur ekki háriö eitt sem rannsak- að verður heldur einnig hæð barna og er meiningin að fylgzt verði með vextinum upp í gegn um vaxtarskeiðið. RAFMAGNSORGEL Til sölu er alveg nýtt og mjög vandað Farfisa rafmagnsorgel. Uppl. í símum 35972 og 34182. eftir kl. 6 á kvöldin. Til sölu Moskwitch '60 Fæst með góðum greiðsluskilmálum. Uppl. í síma 19263 kl. 6—9 e.h. Tryggingar og fasteignir Höfum til sölu: 5 herb. efri hæð á Seltjarnarnesi ca 140 ferm. harð- viðarinnrétting. Öll teppalögð, tvennar svalir móti suðri og vestri. Sér inngangur, sér hiti og þvottahús. Góð lán áhvílandi. Otb. 800 þús. 3ja herb. íbúð á efstu hæð í fjórbýlish. tilbúna undir tréverk og málningu, sameign full frá gengin. Uppsteyptur bílskúr. Mjög fallegt útsýni yfir allan Fossvoginn. Húsnæðismálalán tekið upp í eftirstöðvar 50 þús. lánaðar til 5 ára. Útb. 400 þús. sem greiðast má á 2 —3 mánuðum. Höfum verið beðnir að útvega 3ja herb. íbúð I Háa- leitishverfi eða nágrenni eða í háhýsi við Sólheima eða nálægt því hverfi. Útb. 700 — 800 þús. — Höfum einnig marga kaupendur að 2, 3, 4 og 5 herb. fbúðum með miklar útborganir. TRYGtii! m »/áR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10 a. 5. hæð. Sími 24850 Kvö^dsími 37272

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.