Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Side 31

Eimreiðin - 01.05.1905, Side 31
111 Síðar endurbætti Trewithick vagninn stórum, er varð til þess, að hann í 2 ár samfleytt var notaður til að flytja fólk milli Cheltenham og Glouchester á Englandi. Var þá skipuð nefnd til að athuga, hvort tiltækilegt mundi að koma upp bifreiðum til að ferðast á. Urðu þær málalyktir, að nefndin réði frá að nota bifreiðar, með því að það gæti komið ökumannastéttinni á kaldan klaka. Vildi hún með öllu móti koma í veg fyrir, að samgöngufærin tækju stökk í framfaraáttina. Á síðastliðinni öld fengust menn við fjöldann allan af bifreiðar-tilraunum, en mest af þeim fór út um þúfur, sökum þess að hreyfivélarnar voru mjög ófullkomnar. I'að voru hinar svonefndu tvígengisvélar, sem létu öllum illum látum og eyddu firnum af sprengilofti (Eksplosionsstof). En árið 1876 varð sú framför, að fjórgengishreyfivélin var búin til; smiður- inn hét Ottó og var Pjóðverji. Fjórgengissniðið er þann dag í dag talið allra bezt. Með því var úr vegi hrundið verstu örðug- leikunum, er hömluðu gengi bifreiðanna, og margra alda vinna launuð bærilegum árangri. Vélafræðingur- inn Gottfried Daimler þýzk- ur að ætt, notaði fyrstur fjórgeng- isvél; hann er og talinn frum- kvöðull nútíðar- bifreiða. Meir en 20 ár vann hann að því, að gjöra þær sem hag- feldastar; tókst honum það fram- ar vonum og enn er til bifreiðaverksmiðja, er ber nafn hans. Ýmsir frakkneskir vélasmiðir hafa síðan endurbætt bifreiðarn- ar. Geysistórar verksmiðjur starfa sífelt að smíði þeirra, svo sem þær, er kendar eru við Dion og Bouton og veita 2 þúsund 3. Bifreið Trewithicks liin síðari (endurbætt).

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.