Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 33

Eimreiðin - 01.05.1905, Blaðsíða 33
113 til fyrirmyndar í þessu, því að litla frægð hafa þeir sér getið meðal annarra framfaraþjóða fyrir þetta strik sitt. íslenzka þjóðin mun líka fremur æskja þess að kynna sér á réttan hátt þetta mikils- verða samgöngufæri. Pað mun flestum kunnugt, að alþingi 1903 veitti herra konsúl D. Thomsen í Reykjavík 2000 krónur, til þess að gjöra tilraunir um, hvort tiltækilegt mundi að nota bifreiðar á vegum heima á íslandi; vildu menn með því komast að raun um, hvort þessi sam- göngufæri, eins og þau nú eru úr garði gjörð, ættu nokkuð erindi þangað eða mundu hagfeld í framtíðinni. Herra Thomsen keypti svo vagn, er hann kom með til Reykjavíkur snemma sum- ars 1904. Svo vildi til, þar eð ég á þeim tíma var staddur í bænum, að ég var ráðinn til þess að stýra þessari bifreið, sem er sú fyrsta, er sést hefur á íslandi. Eg skal fúslega kannast við, að ég bjóst við því, að mér mundi verða það til talsverðrar gleði; en stór urðu vonbrigðin, er til kom og vagn þessi reyndist óhæfur. Eftir nokkrar tilraunir á götum Reykjavíkurbæjar, var ferðinni haldið til Hafnarfjarðar; gekk hún reyndar stórslysalaust, en þegar mátti sjá, að vélin var oflítil, til þess að bifreiðin gæti komist upp brekkurnar á vegunum kringum Reykjavík. I.itlu síðar lögðum við á stað austur til Eyrar- bakka og Stokkseyrar. Pótt þessi ferð gengi illa, varð hún þó til þess, að hægt var að gjöra ýmsar ályktanir, og sérstaklega kveða dóm upp yfir þessum vagni; en engan veginn verða þó af þessari tilraun bifreiðar yfirleitt dómfeldar, eða hvernig þeim mundi vegna á íslenzkum vegum. Engum, er vagn þenna leit og varð þess áskynja, hversu ferðin tókst, blandaðist hugur um, að slík áhöld mundu lítið erindi eiga til íslands, og eins gott mundi að kasta fé í sjó sem að kaupa með því þannig lagaðar bifreiðar; það skorti og heldur eigi ómjúka dóma um vagninn og ferðalagið, sem voru á rökum bygðir, að því er þenna eina vagn snerti. En sem von var, varð þeim, er eigi þektu til, á að láta þar eigi staðar numið, en úthúðuðu öllum bifreiðum og kváðu þær mundu aldri þrífast þar um slóðir. Og því eðlilegra var, að menn létu þetta álit sitt í ljós, sem vagninn var keyptur í þeim tilgangi, að hægt væri að komast að raun um, hvort bifreiðum mætti við koma heima. Eað hefur líka komið mér til að fara nokkrum orðum um vagn þenna í heyranda hljóði og kveða upp þann dóm, er hann á skilið. Ef herra Thomsen hefði keypt vagninn fyrir eigið fé og í eigin þarfir, 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.