Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 15

Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 15
95 ar og einkennilegt sýnishorn af henni, eins og hún hefir verið á seinni öldum. Nafnið »gotneska byggingarlistin« eða sgotneski stíll- inm er þannig til orðið, að þegar Gotar höfðu tekið sér bólfestu í vesturhluta Norðurálfunnar á fyrri hluta miðalda, eftir þjóðflutningana, og menningin tók að blómgast hjá þeim, þá fór því fjarri að þeir semdu sig að öllu leyti að siðum Suðurevrópuþjóðanna, þótt margt hefðu þeir af þeim lært, heldur var líf þeirra og listir sérkennilegt fyrir þá og mjög frábrugðið því, sem áður hafði tíðkast; þessi sérkennileiki kom fram í ýmsum greinum, svo sern leturgjörð, dráttlist, og þó einna mest í byggingarlist, eða að minsta kosti hefir hún geymst bezt og nútíðin er henni handgengnust. Suðurlandaþjóðirnar kölluðu þessar íþróttir »hinar gotnesku* fyrst í fyrirlitningarskyni, en síðan hafa þær verið nefndar svo til aðgreiningar frá »hinum rómönsku«. Nú þykir nafnið hið mesta heiðursnefni, einkum að því er byggingarlistina snertir. Gotneska byggingarlistin er tvenskonar: eldri og yngri. þegar á miðöldunum breiddist hin eldri út um alla Norður-Evrópu, og var hvarvetna viðhöfð við hinar stærri kirkjubyggingar og einstöku opin- berar byggingar, stundum hrein, en stundum blönduð með annarri, einkum rómanskri byggingarlist. Einstöku sýnishorn af þeim bygging- um standa enn i dag á Norðurlöndum, einkum kirkjur, en flestar hafa nú verið bygðar upp aftur að meira eða minna leyti. A íslandi veit ég ekki til að nein bygging hafi verið bygð í þessum stíl, nema hvað Fríkirkjan í Reykjavík er ofurlítið líkt eftir yngri gotneska stílnum, að svo miklu leyti sem hægt er með timburhús. Á Þýzkalandi standa enn þá margar byggingar, sem eru ágætt sýnishorn hinnar eldri gotnesku byggingarlistar. Einhver hin elzta og jafnframt prýðilegasta bygging í þeim stíl er frúarkirkjan í Niirnberg, byggð á 12. öld. í Leipzig stendur einnig æfagamalt ráðhús, sem bygt er í þeim stíl. Af byggingum, sem eru yngri, en þó í eldri gotneska stílnum, úir og grúir í hinum gömlu borgum á Þýzkalandi. Byggingarlagið breytist ekki í sjálfu sér, þótt aldir líði fram, held- ur býr sig öðrum búningi. Hið einfalda og alvarlega verður smátt og smátt að þoka fyrir öðru margbrotnara og glæsilegra á sama grund- velli. Það er hinn yngri gotneski stíll. Það er hin aðdáanlega bygg- ingarlist, sem hefir raðað hverju snildarverkinu við hliðina á öðru. Ægi- legar og yndislegar gnæfa byggingarnar með tuma og branda við heið- bláan himininn. Hver er annarri fegri og aðdáanlegri; tign og dirfð haldast í hendur, og íþróttin hrífur hugann eins og samspil margra hljóðfæra í mikilfenglegu tónverki. Heildin og hið einstaka, — sam- ræmið milli hins minsta og þess stærsta — þetta tekur hugann töfra- tökum, seiðir hann inn í völundarhús af turnum og bogum, súlum og krosshvelfingum, þangað til honum liggur við villu. Slík eru undra- verk gotnesku byggingarlistarinnar, og mikilfenglegast og fullkomnast þeirra allra er dómkirkjan í Köln talin. Ekki svo að skilja, að ekki gefi víðar á að líta fagrar bygging- ar ( gotneskum stíl. Önnur kirkja á Þýzkalandi er af mörgum talin fegursta kirkjan sem til er í þeim stíl, og er því oft kölluð »perla gotnesku listarinnar«. Það er dómkirkjan í Meissen á Saxlandi. En
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.