Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 113

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 113
105 að Gagnholti (90) ; svo heitir hátt melholt, skammt fyrir norðan Þverá, vestur að Koteyrum og austur -að hlíðarrótum Mannsfjalls. Eystra högg Stekkjarhlíðarinnar (81) heitir Stekkjarhlíðarbrún (91). Efsti tindur Mannsfjallsins heitir Mannsfjalls-hnúkur (92). Efst í Mannsfjallinu, nær uppi við Hnúk, er grasivaxin lægð, sem liggur frá norðri til suðurs og heitir Langalág (93). Af efsta tindi Manns- fjallsins er mjög víðsýnt, eins og af Sjónarhól. Sjest norður á Húna- flóa og norður í Húnavatnssýslu og víðar. I vestanverðu Mannsfjalli, upp-undan Kotmýrum, eru þrjár allstórar melbungur, sem allar eru kallaðar Pjeturs-Melar, Fremsti Pjetursmelur (94), Mið-Pjeturs- melur (95) og Heimasti-Pjetursmelur (96). Melbungur þessar liggja ofan fjallið, allar á svipaðri stærð. Lengd melanna er talsvert meiri en breidd þeirra. Gras- og lyng-geirar eru á milli melanna. Suður- högg (endi) Mannsfjallsins er jafnhallandi suður að Þverá. Þessi halli fjallsins er kallaður Mannsfjallstagl (97). Að austan Mannsfjalls, en vestan Þverár, eru fá örnefni á Þver- dal. Þá er kemur norður-eftir dalnum er klettabelti, sem Voti-hjalli heitir (98), og nokkuð þar fyrir norðan er gil, sem Moldgil heitir (99). Mannsfjall er að austan mjög gróðurlítið og jafnframt örnefnasnautt. Þá er kemur norður að botni dalsins, kemur gil úr norðvesturátt, sem Þvergil heitir (100). Allmiklar grasbreiður, sem liggja fyrir botni dalsins og hallar frá norðri til suðurs, heita Þvergilstungur (101). Takmörk þeirra eru þessi: Þvergil að vestan, Sjónarhóll (74)' og Sandarnir austur af honum að norðan, en Norðurhólagil (102) að sunnan. Gil skiptir Þvergilstungunum í tvennt; það heitir Austur- Þvergil (103). öll þessi þrjú gil koma saman í eitt og nefnast þá Þverá. Þar eru suðurtakmörk Þvergilstungna. Fjallið austur-af Þvergilstung- um er á millum Þverdals og Lambadals, sem er í Sælingsdalslandi. Þvergilstungurnar eru grasbreiður, sem liggja frá austnorðri til suð- vesturs; voru þær taldar gott heyskaparland. Á meðan fjallslægjur voru notaðar frá Hvammi, var jafnan heyjað annað sumarið í Þver- gilstungum, en hitt í Hálsinum. Hey þóttu jafnan enn betri úr Þver- gilstungum. Þá er fráfærur tíðkuðust, var setið hjá kvíánum á Hvammsdölum til skiptis. Þó þannig, að tvo dagana var setið hjá á Skeggjadal, en þriðja daginn á Þverdal. Á Þverdal austan Þverár eru örnefni þessi: Fyrir sunnan Norður- hólagil (102) eru hólar uppi undir fjallsbrúninni, sem heita Norður- hólar (104)'. Þeir eru á millum Norðurhólagils og Fremra-Hyrnugils (105)'. Fyrir sunnan þetta gil eru enn hólar, sem heita Hyrnur (106)'. Fyrir sunnan Hyrnur er gil, sem Syðra-Hyrnugil heitir (107)'. Næsta gil þar fyrir sunnan heitir Ófærugil (108)'. Mun gil þetta bera nafn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.