Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 14
12 Þorkelsson (síðar þjóðskjalavörð), og segir hann, að þeirra álit beggja, sje það, að frásögnin í Njálu eigi „mætavel við Fiskivötnin (hjá Bláfjalli), og yfir höfuð sje (er) hjer öllu vel lýst“ hjá Nj. höf. (ísaf., 1885. 76). Sigurður getur þess einnig í þessu sambandi, að sjera Páll Páls- son (síðast prestur í Þingmúla) hafi farið Fjallabaksleið yfir tuttugu sinnum, og hafi hann fundið miklar fornar götur fyrir norðan Svarta- núp, nálægt Bláfjalli, og til Mælifellssands, og vestan-til á sandinum sjeu hraunklappir „og miklar götur í klöppunum". Þetta er vafalaust sú leið, er Flosi fór, og hefur verið fjölfarin um aldir, vegna þess, hve hún var stutt og vatnalítil, en eftir að jökull lagðist yfir vestasta hluta hennar, allt niður að Goðalandi, sem vel getur verið, að hafi ekki verið fyr en á 15. eða 16. öld (sbr. ferðir Norðlendinga suður í Austur-Skaftafellssýslu, yfir Vatnajökul austanverðan, til 1575), hefur verið farið að fara Rangárvallaleiðina gömlu, um Hvanngil og Grashaga, norðan við Tindafjallajökul, og niður á Krókbæi á Rang- árvöllum. Síðar var farið nokkru suðvestar, og yfir Markarfljót á á Króknum. Rangárvallaleiðin (miðleiðin að Fjallabaki; Landmanna- leið austast) er sú sama að mestu leyti og Flosaleið vestur á Mæli- fellssand vestanverðan, en beygir þar til norðurs. Hún mun hafa verið talin 14—16 stunda reið milli byggða. Það eru engin undur, þó að hin gömlu Álftavötn hafi fylzt og horfið með öllu, og Fiskivötnin hjá Bláfjalli líka að miklu leyti, þeg- ar það er vitað, að veiðivatn, sem Kringla hjet, og var niðri í Meðal- landi, er fyrir marglöngu horfið. „Stórkostlegasta hraungos, sem orðið hefur á allri jörðunni síðan sögur hefjast, eru Skaftáreldar. Þeir stóðu nær óslitið frá 8. júní 1783 fram í janúarmánuð árið 1784, og er talið, að á þeim tíma hafi komið upp úr jörðunni meira en 12,000,000,000 (tólf þús- und miljónir) teningsmetrar af hrauni, sem breiddist um geysistór landflæmi á heiðunum út frá eldstöðvunum". (N. Nielsen, Vatna- jökull, bls. 114). Þetta var nágranni vatnanna á aðra hönd, en hve mörg þúsund milljónir teningsmetra af gosefnum hafa komið — í gegnum aldirn- ar, — frá nágrannanum á hina höndina, Kötlu? Jón Eiríksson í Hlíð segir 1884, að vötnin sjeu tvö, og „spotta- korn vegar milli þeirra, og er það brunnið land, og sömuleiðis allt umhverfis þau“. Gísli Sigurðsson, bóndi á Búlandi, skýrir svo frá í byrjun fyrra árs (brjef 8. jan. ’38), að nú sje ekki nema eitt vatn eftir „með 2 hólmum“. Á rúmri hálfri öld hefir annað vatnið horfið. Er það glöggt dæmi um það, hvaða öfl eru þarna enn að verki. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.