Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 69
ei skoðanir annara, sem staðinn hafa séð, komi heim við söguna. Sjálfur hafði ég ekki séð staðinn, og tók því ekki dýpra í árinni. Ég hef gert það síðan, og skal taka fram, að mér þykir ótrúlegt, að Kári hefði leitað sér vígis í nesinu í Meltungnaá, sem til þess hefur verið nefnt af síðari tíma mönnum. Þar virðist mjög lítilfjörlegt vígi og auðvelt að finna önnur betri. Annars hef ég vitanlega enga hugmynd um, hvort beinin, sem fundizt hafa, eru af brennumönnum. Um bar- dagann hef ég enga heimild aðra en söguna, og veit því alls ekki með vissu, hvort hann hefur nokkurn tíma átt sér stað. Þó þykir mér það líklegt. En ef svo er, hef ég enga hugmynd um, hvort höfundurinn hefur séð orustustaðinn. Þar með vona ég, að ég hafi talað svo skýrt, að ekki verði misskilið. 4) „Dr. E. Ó. Sv. telur, að ættartölur Njálu sjeu mjög gamlar, frá 12. öld a. m. k., eða jafnvel eldri (U. N. 87)“, segir A. J. J. á bls. 29. Ef menn lesa 87. bls. í riti mínu, munu þeir komast að raun um, að það er ekki rétt hjá A. J. J., að ég hafi með einu orði vikið að því, að þær væru eldri en frá 12. öld. Þess má geta um leið, að orð A. J. J. á bls. 27 nm. um skoðun mína eru mjög villandi. 5) Á bls. 30 talar A. J. J. um þann hluta ritgerðar minnar „Sagnaritun Oddaverja“, sem fjallar um ættartölu Oddaverja til Skjöldunga. Hann segir sér virðist „dr. E. Ó. Sv. vera farinn að slaka til um það, að ættartala Valgarðs gráa (o í Njálu) sje ekki eftir Sæ- mund fróða“. Ég geri í þessari ritgerð grein fyrir þeim mun, sem er á Nj. — Melabók annars vegar, öðrum heimildum hins vegar. Þá heldur A. J. J. áfram: „Síðar segist hann ekkert sjá því til fyrirstöðu, að þessi kafli ættartölunnar, þ. e. C — hann nefnir að vísu ekki, hvor gerðin, Þrándar (o: Nj. — Melab.) eða Hræreks (o: hinar heimild- irnar), en ekki er hægt að líta öðru vísi á en að það sje Þrándargerðin — sje komin frá Sæmundi fróða eða sonum hans, og virðist mjer margt styðja það".1) Það lá að, að hr. A. J. J. gæti ekki litið öðru vísi á þetta! Og þó hefði honum ekki verið vorkunn að skilja það rétt. Ég tel einmitt Melab. og Nj. sér og segi, að þar sé „gömul, hliðstæð gerð af C, hvernig sem annars á að skýra hana og hvaðan sem hún er komin“ (bls. 14). Það ætti nú að vera nokkuð augljóst mál, að með þessum orðum dreg ég ættartölu þessara tveggja bóka út úr eftir- farandi umræðu um hina almennu ættartölu Oddaverja. Þetta ætti að nægja. Öllum mönnum getur orðið á smávangá, það ber að dæma milt, en hér er ekki um slíkt að ræða. Ég skal engum getum leiða um það, hvað veldur þessum rangfærslum A. J. J., 1) Leturbreyting E. Ó. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.