Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 75

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 75
67 ingasagna heimtar þó, að grein sé gerð á þeim. Sk. G. heldur, að Ör- nefnafæð á vissum stöðum skýrist nokkuð með því, að sagan sé hér- aðssaga, allir þekktu staðina — en hvað skal þá segja um örnefnaf jölda Eyrbyggju og Laxdælu einmitt á þeim slóðum, þar sem þær gerast? Ég legg engan veginn mikið upp úr töflum mínum á bls. 344—45 í Um Nj., en mér finnst þó, að þær séu dálítið athyglisverðar. Samt tel ég meira að græða á örnefnafjölda einstakra frásagna. Hér er gott að gera greinarmun á tvennu: 1) örnefnið er ekki nauðsynlegt vegna frásagnarinnar, og 2) örnefnið er til bóta eða jafnvel nauðsynlegt. í 2. flokki er það nú fyrst og fremst, þegar stendur „á næsta bæ við“ eða því um líkt; þar má heita, að eyða sé höfð fyrir nafninu. Mér er það alveg óskiljanlegt, að hvorki Sk. G. (bls. 63) né A. J. J. (6) skuli skilja þetta; ég hélt satt að segja, að þegar einu sinni væri bent á það, mundu allir sjá, hve augljóst það er. Af 1. flokki er það hins vegar, að ekki er getið nema um höfðingjasetur, þegar líður á austurför Flosa (134. kap.), eða að ekki eru nefndir aðrir bæir á leið Kára frá bardaganum við Skaftá til Skálar (150. kap.): aðrir bæir voru alveg óþarfir. Úr 2. fl. sýnist mér það greinilega vera, þegar Njála (45. kap.) segir, að Njálssynir voru „um nóttina við hlíðina“, — Fljóts- hlíðin er ekkert hólkríli. Nokkuð líkt er um það að segja, þegar vegalengdir eru „séðar í fjarska", þær verða fyrir hugans augum minni en þær eru í raun og veru; frásögnin er engan veginn röng, en hefur á sér einkennilegan svip. Hér þarf mikla nærfærni, og geta vitanlega orðið skiptar skoð- anir um skilning, þegar svona stendur á í sögunni — ég á auðvitað við menn, sem leggja sig fram til að skilja frásögnina. En því miður virðist mér berserksgangur A. J. J. gera allt annað en auka nærfærni hans í skilningi á slíkum stöðum, svo að athugasemdir hans um þá eru lítils virði. Hér við bætist einhver einkennileg hvimpni við orð mín, jafnvel þegar þau eru sem saklausust. Það mætti æra óstöðug- an að eltast við allt það, en dæmi má nefna. Annars verð ég að biðja þá, sem hirða um þessi efni, að láta sér ekki nægja lýsingu hans á skoðunum mínum, heldur athuga orð mín óbreytt og í réttu samhengi í bók minni. Gott dæmi um hvimpni A. J. J. er það, hvernig honum verður við að orðum mínum (bls. 358) um „Eyjar“, sem sagan talar um. Ég ræði þar möguleikana ofur rólega, fús að aðhyllast þá skýringu, sem bezt komi heim við söguna. Én þegar ég get þess, að örnefni þetta kunni að tákna Landeyjar og bæti við, „og er það sú skýring, sem hendi er næst“, þá þolir A. J. J. ekki mátið. En það olli orðum mínum, að örnefnið Eyjar var engan veginn óþekkt í fornöld. 1 Þor- 5*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.