Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 32
26 sem hann segir, að ýmist sjeu hjer „fræðandi athugasemdir um stað- hætti, vísvitandi settar, eða þá að orðalag er með því móti, að sögu- ritarinn gerir ósjálfrátt ráð fyrir þekkingu lesandans“(!) (Leturbr. hjer). Þá er ekki annað hægt en að taka eftir því, að þegar dr. E. Ó. Sv. þykir eitthvað „ótrúlegt“ í lýsingu höf. í Skaftafellsþingi, eins og t. d. er brennumenn flýðu undan Kára og „hleyptu út á Skaptá sem mest þeir máttu, ok urðu svá hræddir, at þeir kvámu hvergi til bæja, ok hvergi þorðu þeir at segja tíðindin", þá á það að stafa „af skapsmunum söguritarans, en ekki af vanþekkingu á staðháttum". (U. N. bls. 362. Leturbr. hjer). Annað dæmið af þessu tæi er það, er dr. E. Ó. Sv. fer að af- saka höf. fyrir það, hvað fljótt er yfir sögu farið, er lýst er ferða- lagi Flosa í brennuferðinni (126. kap.) — sem er lang-bezta lýsingin úr Skaftafellsþingi — og Halls af Síðu (147. kap.) frá Svínafelli vestur í Mýrdal, með svofelldum orðum: „En sanna má, að þessi frásögn stafar heldur ekki af vanþekkingu; enda ætla jeg að orðin „ok léttu eigi fyrr“, sem eru óheppileg á þeim stað, sem þau standa, beri með sér, að höfundinum hafi verið ljóst, að hann hafði farjð nokkuð fljótt yfir“. (U. N. bls. 377). Svona lagaðar sannanir eða röksemdir finnast mjer ekki mikils virði. En hámarki ná þær hjá dr. E. Ó. Sv., er hann heldur því fram, að það sje staðþekkingu höf. í Skaftafellsþingi að þakka, að Járngrímur (í di'aumi Flosa) kemur úr úr Lómagnúpi, en ekki Svínafelli! (U. N. bls. 365). Ekki kemur mjer til hugar að draga það í efa, að höf. Njálu hafi verið kunnugir í Skaftafellsþingi, þó að lýsing þeirra á stöð- um þar beri ekki að öllu heim við staðina eins og þeir eru nú. Sú breyting er alveg af eðlilegum ástæðum, eins og áður er tekið fram. En málflutning dr. E. Ó. Sv. fyrir staðþekkingunni í þessu þingi er ekki unnt að taka gildan. Mín skoðun er sú, og hún er að verulegu leyti byggð á ferða- lögum um þau hjeruð, þar sem sagan gerist, — þó fyrst og fremst Rangárþing, — að þeir, sem ritað hafa Njálu, hafi víðast hvar hjer á landi haft mjög góða staðþekking, sem að líkum lætur, því að höfð- ingjar fóru víða um land á 12. og 13. öld, en af höfðingjum er sagan skrifuð. 1 næst-síðasta Skírni (1937) birtist ritgerð eftir dr. E. ó. Sv. með þessu nafni. Það, sem fyrst vakti athygli mína og jafnvel undrun við lestur hennar, var það, að hann segist hafa veitt „athygli þeim líkum, sem mæla með því, að Njála standi í einhverju sambandi við Skógverja" nokkrum árum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.