Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Page 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Page 26
26 þurt, veltugott heytorf hefði verið lagt bæði undir og yfir líkið; mátti sjá leifar af grasrótum i því, þó að svo væri það fúið, að það fjelli í duft, er við því var hreyft. Vestast í niðurgreftinuin komu fram fótleggir af 3 grindum, og var svipað utanum tvær grindurnar. Mjer taldist svo til, að þarna hefðu komið í ljós 11 grindur. Þarna var hvergi neinar minstu menjar að flnna — ekkert nema beinin tóm. örlitla flís af fúinni spýtu höfðu þeir fundið við eina grindina, en vissu ekki fyrir víst nema hún hefði hrokkið annarstaðar að. Það er enginn vafi á því, að þarna heiir verið grafreitur einhvern tima fyr á öldum og kirkja þarna á hólnum. Öskulag, 2—4 þuml. þykt, lá um alt þetta niðurgrafna svæði, hjer um bil l*/4 alin frá yfirborði, og voru víða í því spýtnakol. Og grafir þær, sem sá á, náðu niður í gegnum öskulagið; var það rótað yfir grindunum, svo að grafreiturinn hefir verið notaður eftir að hús hefir brunnið á þessum stað. Munu þarna vera leifar kirkju þeirrar, er getið er í Guðmundar sögu dýra, 23. kap (Sturl. I. 300), þegar Sigurður grikkur kom Kálfi Guttormssyni í kirkju, þegar Guðmundur dýri ætlaði að ná lífi. hans. En hvenær sú kirkja hefir niður lagst, hefi eg enga hugmynd um«. Máldagi kirkjunnar á Auðbrekku er meðal hinna svo nefndu Pjeturs -máldaga (byskups Nikulássonar), frá 1394 hjer um bil, prentaður i Fornbrs, III. b., bls. 521. — I alkirknatali einu, sem prentað er i Fornbrs. V. b., bls. 359—61, er getið Auðbrekku og að þar skyldi prestur vera annað hvert ár, eins og líka sagt er í máldaganum; kirknatalið er af útgefanda álitið vera frá tíð Olafs byskups Rögnvaldssonar, síðari hlut 15. aidar. 6913. 10/7 Ari Jónatansson, Auðbrekku: Bygg, brent, 10 gr. að þyngd, i litlu glasi. — Kom upp við gröftinn i Auð- brekku, sbr. nr. 6902—12. 6914. — Sami: Fjöl með útskurði á annari hlið, grein með blöðum, lágt upphleypt verk, sennilega frá 17. öld. Efni fura; 1. 101,6 sm., br. 15—19,5 smv þ 2,7—3,3 sm. Virðist vera af húsi, líklega bútur af vindskeið. Frá

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.