Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 10
10 upp veit, og standa béint, svo sem þær væri aðaltrjen; liggja bol- irnir mjög óreglulega hver um annan þverau, svo sem valur á vig- velli, og er því næsta örðugt um eyna að komast, þótt eigi sje vega- lengdin raíkil, en spilla þó eigi inum mikla og fagra gróðri, því að i hverju spori mega menn búast við að sökkva djúpt niður milli bolanna eða verða fastir í liminu. Allur þessi gróður er tóm benda eða flækja, svo að nálega hvergi sjer skil einstakra trjáboia eða greina, einkum þó um hásumar, er allur gróður eyjarinnar er með mestum blóma, enda vaxa þar grös og aðrar jurtir mæta vel í skjóli trjánna. Slíkt gróðrarfar, sem hjer er lýst, mun nú hvergi vera til á landinu, nema ef vera kynni að finna mætti eina og eina björk í kjarri eða hrísi, er heflr eigi verið grisjað af kunnáttu öldum saman, svo sem merki hefir mátt- sjá til í Anabrekkuskógi á Mýrum og Vatnaskógi á Hvalfjarðarströnd. Enjarðlægir hafa trjábolirnir liklega orðið mest fyrir þá sök, að jarðvegurinn er svo þunnur, að rætur- nar hafa eigi mátt flnna þar næga festu, er trjen stækkuðu, og lögð- ust þau því út af í veðrum og af snjóþyngslum á vetrum. Á landnámstíð mun ið einkennile^a og fágbeta gróðrarfar eyjar- innar hafa verið með sama móti sem nú, með því að gróðrarskilyrði öll hafa þá verið söm eða mjög lík, en vatnið hefir veitt eynni og gróðrinum þar næga vörn gegn ágangi manna og búfjár, svo sem öxarhólma í Sogi undan Brú inni neðri, svo að af þeim sökum hefir þar engin breyting þurft á að verða. Nú er það alkunna, að forn- menn gáfu stöðum iðulega nöfn eftir þeirri liking, er þeim virtist vera milli staðarins og einhvers alkunnugs hlutar í náttúrunni, jafn- vel lima á mönnum eða dýrum, eða eítir einkennum staðarins sjálfs, svo sem jurtum þeim, er þar uxu og báru af öðrum, eða gróðri staðarins yfirleitt. Á þetta við nöfn svo sem: Espihóll, Grænhóll, Reynihóll, Fíflavellir, Fífuhvammur, Murnavöllur, Reynisvatn, Brokey, Engey, Fagurey, Hrísey, Rúfey, Skógey, Viðey, enda hygg eg, að ey sú, sem hjer er um að ræða, hafi á sama hátt verið upphaflega kend við gróðurinn, sem verið hefir einkennilegur með afbrigðum, engu siður þá en nú. í fornum ritum er jarðarinnar víða getið, en hún var samnefnd vatninu, svo sem áður er á minst: 1. Landnáma (Sturlubók), 2. þ. 3. kap. (ísl. s. I, 71): Hreðu- vatni. í útg. Finns Jónssonar, Kmh 1900, 145 bls : Hredu- v a t n i. I Hauksbók og registrinu við útg. F. J. er þessu ruglað saman við örnefnið Helgavatn og bæði látin tákna eitt og ið sarna.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.