Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 12
12 bvo aera •í'innur Jónsson hetir til getið (Safn. IV, 507); það mun þvi á engan hátt eiga skylt við in alkunnu viðurnefni »hreða« og *hroði«, enda þótt mönnum á 13. öld og síðar kunni að hafa hug- kvæmst slíkur skyldleiki. Fyrri hiuti nafnsins á vatninu er eflaust kvenkynsorð veikrar beygingar, í nefnifalli h r e i þ a (h r e i ð a) og í öðrum föllum h r e i þ o (h r e i ð u). Orðið hetir táknað bendu eða fiækju, er jurtir, hár, tágar eða tætlur og hvað annað þess háttar er fært saman í hrúgu eða múga og liggur hvað á og hjá öðru á meiri eða minni ringulreið, er i einum flóka eða þófa. Slíkt orð hefir átt einkar vel við um gróðraríar eyjarinnar. Hygg eg því, að hún hafi upphaflega verið nefnd fullu nafni Hreiþoey, og vatnið síðan tekið nafn af eynni og heitið hreiþoeyjarvatn, en það mátti vel eða hlaut jafnvel á elstu tímum að styttast í Hreiþovatn, svo sem það hefir heitið að rjettu lagi upp frá því. Af þessu orði er orðið h r e i ð r dregið með afleiðsluendingunni -r, því að fuglar gera sjer bæli, hver tegund á sinn hátt, með því að færa saman strá, hár, fjaðrir, kvisti og viðarteinunga, alt í eina hreiðu. Af því er og danska og norska orðið rede (fuglem/e; beint framhald, svo og í norsku alþýðumáli reid og sænsku reds og ree, en aftur á móti kemur orðið h r e i ð r fram í norsku alþýðumáli reir og fornri sænsku reþer og eru því beint framhald þess, svo að báðar inar fornu íslensku orðmyndir hafa á fyrri öldum verið kunn- ar og tíðkaðar um öll Norðurlönd. Af sömu rót mun og runnið orð- ið hríð (=bylur, hviða o. s. frv.) og eiginheitin Hreiðarr, Hreiðmarr, Hreiðúlfr, fíreiðunn, en skýring .1 óns Jónssonar á þessum nöfnum (Safn III, 617) virðist naumast mega teljast rjett; sönnu nær mun hreið í þessum nöfnum haft uin háralagið og tákna skrúfhára eða hrokkinhærða menn, svo sem nöfnin Kára, Kári, Kárr, og því samrar merkingar sem latnesku lýsingarorðin crispus, cincinnatus, sem einnig voru mannanöfn. — Rót þessa orðs h r e i ð - má rekja til annarra tungna og virðist frummerkingin vera: að fljetta, snúa eða vinda. Af tjeðum rökum má sjá, að vatnið og jöi’ðin heitir rjettu nafni Hreiðuvatn, en hvorki Hreðuvatn nje Hreðavatn Steini prestnr Þorvarösson hefir verið mætur maður og þjóðrækinn og með þvi að honum hefir þótt ey þessi fögur og merkileg, þá hefir honum hugkvæmst að vernda þessa gersemi með þvi að gefa nana heilagri kirkju í Stafholti, enda hefir það dngað tii þesaa dags, en auk þess færi nú vel á að þinglýst væri friðhelgi eyjarinnar. Pdlmi Pdlsson.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.