Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 9
Mreiðuvatn. Neðsti eða syðsti bærinn í Norðurárdal í Mýrasýslu, alllangt fyrir sunnan og vestan Baulu og suður og austur af Vikrafelli, er nú venjulega nefndur að Hreðavatni. Bærinn stendur i fögr- um hvammi undir brattri brún lágra hálsa, er ganga þar fram úr hálendinu og lykja um hvamminn að vestan, norðan og að nokkuru leyti að austan; tún og engjar blasa við suðri og austri; er þar því hlýlegt mjög á sumrum og fagurt útsýni, en snjóþyngsli talsverð á vetrum, einkum í norðanátt. Skamt suður og vestur af túninu er stöðuvatn eitt fremur lítið, er bærinn er við kendur, og nú kallað Hreðavatn. Vatnið diggur í kvos syðst og vestast i hvamminum og nær Brókarhraun þar að því á nokkurum kafla; við suðausturenda vatnsins, að sunnan og vestan, eru skógi vaxnir hálsar, en brekkan norðan við það er nú að austanverðu skóglaus að mestu, en í fyrndinni hafa allar brekkur og hæðir umhverfis hvamminn og hlíð- ir is'orðurárdals verið skógi vaxnar; má sjá þess nokkurar minjar enn, þar sem lægðir eru eða afdrep fyrir norðannæðingum. Vatnið er nokkuð langt, en fremur mjótt; að vestanverðu i því og þó nær norðurlandinu er ey ein lítil, á að giska 40 m. að lengd og 10 m. að breidd. Ey þessi er ein samfeld klöpp, er rís víðast hvar nær þver- hnípt upp úr vatninu og verður eigi gengið þurrum fótum um- hverfis hana, en aðdýpi talsvert viðast hvar og má leggja báti al- veg að hamrinum, þar sem helst er viðlit upp að klifa, en sjálf er eyin nær 3 m. að hæð, nokkurn veginn j’afnhá og flöt ofan. .Tarð- vegur er ofan á berginu mjög gljúpur og þunnur, líklega hvergi meir en svo sem 25 sm. Öll er eyin vaxin miklum gróðri, svo að hvergi sjer í bergið undir niðri, en mest ber þar á víði og björk, er standa afar þjett, hylja allan jarðveginn og teygja sig út af berg- inu, svo að eyin er tilsýndar sem laufkróna eða iðgræn þústa syndi þar ofan á vatninu. En bjarkirnar eru vaxnar með undarlegu móti, bolir flestra þeirra, sem nokkurs vaxtar eru, liggja flatir við jörð, eru jarðlægir, og sjást því eigi, fyr en upp i eyna er komið, en limar eða greinir þeirra eru allar vaxnar upp af þeirri hliðinni, er 2

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.