Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 21
21 nr. 6866; 8t. 19X13,3 sm. Á smástöng með krossfæti. Fáninn orðinn upplitaður; einkum hafa bláu reitirnir orðið Ijósari. — Þessar fánamyndir (nr. 6864 — 67) eru gerðar af gef. í Kaupmannahöfn í byrjun febrúarmán- aðar 1906 og silkifáninn saumaður um likt leyti eftir nr. 6867 af heitmey hans, nú konu. — Nr. 6866 er er fyrsta frummynd þess fána fyrir Isiand, sem þenn- an dag ('% 1915) er fyrirskipaður. Sbr. ennfr. Skýrslu fánanefndarinnar (íslenski fáninn), Kvk. 1914, bls. XI,—XII. og flgr. I., bls. .18—19. 6869. 27/o Prjedikunarstóll, smíðaður úr furu, með 5 hliðum og myndar önnurhver rjett horn við aðra frá eins og í reglulegum átthyrningi, en op er þar sem 3 hliðar væru, ef heill átthvrningur væri. Hæð 102,5 sm., br. hliðanna dálitið misjöfn: 27,5—32 sm. Stór brún, út- standandi, er yör; virðist vera aukin, hækkuð. I hverri hlið eru 2 spjöld og eru máluð blóm á þau með ýmsum litum, allvel gert; alþýðulist. Á efra spjaldinu i miðhliðinni eru 2 islensk skjaldarmerki saman; er á öðru hálfur, gulur björn (ísbjörn) í rauðum feldi, og á liinu hálfur, hvitur einhyrningur í bláum feldi. Á hjálminum uppi yfir er stór fugl. Þar uppi yfir eru uphafsstafirnir B:Þ:S:H: og J:S:D: Fyrir neðan skjaldarmerkin stendur ANO 1726 Upphafsstafirnir eru Brynjólfs Þórðarsonar, Illíðarenda, og Jórunnar Skúla- dóttur, konu hans, sem var 8. maður frá Eggerti lögm. Eggertssyni, er fjekk aðalsmerkið með einhyrningnum °/8 1488. Hitt skjaldarmerkið er naumast gamalt; kann Bryjólfur að hafa tekið það upp. — Prjedikunarstóllinn var fyrst í Hlíðarenda-kirkju, en fór svo i Keldna- kiikju, líklega 1802, er Hlíðarenda-kirkja var af tekin. — Umhverfis spjöldin eru hliðarnar gráar nú, en hafa fyrrum verið bláar og fyrst rauðar. Botninn er nú úr. — Kominn frá Keldum á Rangárvöllum. 6870. — Lás eða skrá úr járni, gagnryðguð og ekki heil; nokk- urn vegin ferstrend, 2,6 og 1,7 sm. að þverm. og bryggja út úr á annari mjórri hliðinni; 5,5 sm. Kveikt saman með látúni. — Fundið fyrir austan Knafahóla, og virð- ist mjög gamallegt. 6871. — Blijmet nær teningsmyndað, þverm. 1,5, 1,3 og 1 sm ; þyngd 19 gr. Hvítt orðið utan. Virðist fornlegt.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.