Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 35
35 6957. Vs 6958. b/8 6959. 6/8 6960. ®/8 6961. — 6962. — á heillegu beinagrindinni. Rónaglar (sbr. nr. 6957) fundust í moldinni hjá. Sami: Járnnagli ryðbrunninn og eru trjeleifar utan á. L. 2,5 sm. og mun nokkuð brotið af. Haus sporöakju- lagaður, þverm. 1,6—2,1 sm. — Fanst hjá nr. 6956. Kann vera úr skildi. — Eru nú um 10 ár síðan þessi dys fanst. — Um gripina nr 6953-57 sbr. brjef gef. til forstöðum. safnsins 16. okt. 1905. Gunnar Jócsson, Húsavík í Borgarfjarðarhreppi: Tóbaksfjöl úr eik, bútur úr skipsplanka, 1. 33, br. 22,5—22,7 og þ. 5,3—6,2 sm. Skál gerð í aðra hliðina til að skera í neftóbak. Virðist all-gömul. Baldvin Jóhannesson, Stakkahlíð í Loðmundaríirði: Steinkola úr gráleitum steini, eitlóttum; 1. 15,8 sm., br. 7,7 sm. mest, fremst, afturmjó og er nær sívöl um tang- ann. Holan sporbaugsmynduð, 1. 8, br. 5, dýpt 1,6 sm. — Fanst í gömlum rústum i Stakkahlíð Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku í Mjóafirði: Rúmfjöl úr furu, spengd með bækispöngum á endunum að aft- an. L. 99,5 sm., br 20,2 sm., þ. 1,4 sm. 011 i'ramhlið- in er útskorin, mest hringar með sex blaða blómum í, sumir, en sumir með eins konar hálfmánum. A miðju er stórt sex blaða blóm og leturhringur um- hverfis með þessari áletrun: ÞOORDISGISLADOTTIR AHOFEAFM. (þ. e. á fjölina með [rjettu]). — »Þórdís þessi var móðir Rósu, konu Jóns Torfasonar á Grund, móður Hávarðar föður Helga, sem nú er vitavörður á Dalatanga og nú um fimtugt* • (gef.). Sami: Steinkola úr gráum steini, þjettum, 1. 13,4 sm.; blaðið allvel kringlótt., um 7,5—8,5 sm. að þverm.; brotið úr börmunum. Skálin er um 1,8 sm að dýpt í miðju. Aftur af er köntóttur tangi eða skaft. — Fanst í jörðu á Brekku árið 1882. Sbr. helst nr. 5410. Sarni: Klappa úr járni, með auga sem á öxi og hefir verið skaft í því; niður frá er ferstrendur broddur, líkur meitli,. með egg á; 1. 8,3 sm., en augað er barið saman; virðist 1. öll hafa verið um 14 sm. Hefir lík- lega verið höfð til að klappa með í klaka eða stein; máske til að höggva upp kvarnarsteina. Virðist jarð- legin og all-gömul. ó*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.