Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 32
sþerrileggir 2, framfótarleggir (ossa mctacarpi digiti tertii) 2, 1. 23 (eyddur) og 23,5 sm., jaxlar 2, smáköggl- ar 2 og 2 rifbútar. Þessum beinum (nr. 6947—48 a-b) fylgir þessi skýrsla í dagbók fornmenjavarðar: Litlu-Núpar heitir eyðibýli eitt i fjaxamýrar landi; er það suðvestan í svonefndum Heiðarenda, enda Hvammsheiðar, í krika, sem gengur þar inn í heiðina upp frá Laxá. Eru þar uú valllendisbrekkur og móar og sjer þar á nokkrum stöðum fornar tóftir, bæði niður við ána og hærra uppi, en þar sem verið hafa bæjarhúsin sjálf hafa verið á síðari öldurn beitar- hús stór frá Laxamýri, sem lögð hafa verið niður fyrir 2 árum (1913). Túngirðing forn sjest umhverfis og önnur varnargirðing miklu utar. Heflr hún varið næsta heimalandið, sem að líkindum hefir alt verið viði vaxið í fyrndinni. Nyrst í þessu landi innan girð- ingarinnar hafa blásið upp 2 dysjar, því að þar hefir sumstaðar orðið örfok niður í möl. Í annari komu í Ijós 3. júlí í sumar mannabein, hauskúpa úr manni. Bar svo við, að drengur nokkur frá Laxamýri sá hun- angsflugu fljúga inn í þúfu. Rótaði hann þá í þúfunni til þess að leita búsins, og varð þar þá fvrir hauskúp- an, en flugnabúið var í henni. Fór hann nú heim og sagði frá fundi sínum. Egill bóndi Sigurjónsson á Laxa- mýri kom boðum til fornmenjavarðar, sem þá var á ferð norður, og bað hann athuga dysina. Fornraenja- vörður kom að Laxamýri 17. s. m. og athugaði þá ásamt Agli bónda og Sigurði syni hans dysjarnar, er þeir fundu þarna 2, mannsdysina með hauskúpunni og handleggsbeinum, er sýndu, að maðurinn hafði verið lagður með höfuðið í noiður og fætur i suður, og 14 m. í norðvestur frá henni fundu þeir leifar af hests- dys með nokkrum beinum, er sýndu að liöfuð hestsins hafði snúið í norður, en lend í suður. Sum af hest- beinunum höfðu borist nokkuð frá dysinni, því að hún var uppblásin, og skamt frá henni fundust mjaðmar- bein úr öðrum hesti en þeim, er beinin fundust úr í dysinni. Hefir verið hjer önnur hestsdys í nánd, en hana var ekki hægt að finna; ef til vill hafa 2 heatar verið dysjaðir saman i einni dys eins og átti sjer stað

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.