Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 7
7 svo mjög frábrugðinn ýmsum íslenskum útskurði frá 17. ÖÍd, seni margt er til af, að ástæða sje til að ætla þá hans vegna mjög miklu eldri. Af íslenskum trjeskurði frá 16. öld er nú mjög lítið til, en fáein útskorin drykkjarhorn og nokkrir hlutir úr málmi eru enn til og sýna að þá hefir tíðkast likt skrautverk og til er frá síðari tím- um. Það virðist með öllu ástæðulaust að ætla, að áletrunin um hús- trú Þórunni sem eiganda stólsins sje yngri en stóllinn sjálfur, eða sett á hann af öðrum en sama smiðnum, sem að líkindum hefir verið sá Benedikt Narfason, er áletrunin greinir. Hefir dr. Kálund efalust rjettl fyrir sjer i því að þessir 2 stólar hafi verið meðal þeirra þriggja, er Grundarkirkja átti 1613, og tekur hjer af allan vafa brjef eitt, sem dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður hefir fyrir skemstu fundið og bent mjer á í brjefabók Guðbrands byskups Þorláks- sonar; er hún farkarbroti og varðveitt í Þjóðskjalasafninu í Reykjavik, en skjal það sem hjer er um að ræða er á bls. 26 b — 27 a og er virðingargerð 11 tiigreindra manna, gerð á Grund árið 1551; eru þar tilgreindir meðal ýmsra gripa, er Þórunn Jónsdóttir hafði at'hent Grundar-kirkju, »stolar iij nyer skorner«. Þar sem stólar þessir eru þá nefndir nýir munu þeir varla hafa verið meira en fárra ára í mesta iagi og verður ekki nánar ákveðið en að þeir sjeu smíðaðir um eða litlu fyrir árið 1550. Eins og bent var á hjer áður er sá stóll, sem áletrunin segir að hústrú Þórunn eigi, miklu lægri en hinn, og öll ástæða til að ætla, að stærri stóllinn sje ætlaður karlmanni. Af því að jeg lít svo á, að smiðurinn hafi skorið A í raiðkringluna á miðfjölinni í framhlið stólsins, svo sem áður var getið, hefir mjer komið til hug- ar að þar væri upphafsstafur eigandans, eða þess er stóllinn var ætlaður, og þá ekki Isleifs, bónda Þórunnar. En rúnamerkin á endunum, sem og var' getið hjer að framan: /|(^|-f held jeg sjeu þá nafn þess er eiga skyldi stólinn: Ari. Er þar þá naumast um annan að ræða en Ara lögmann, bróður hústrú Þórunnar. — Þetta er vitanlega óglögt og ósannanlegt og verður því ekkert fullyrt um það. — Við þessa hugmynd koma konungs- og byskups-myndirnar á stólbakinu vel heim, en einhver ákveðin hugsun virðist vera á bak við það að skera þær á stólinn einmitt þar sem mest ber á þeim. — Þau syst- kynin hústrú Þórunn á Grund og Ari lögmaður voru nágrannar, þvi að Ari bjó helst á Möðrufelli; — kona hans var Halldóra, dóttir Þorleifs rika Grímssonar á Möðruvöllum og mun Ari oft hafa verið þar. Hann var lögmaður norðan og vestan 1529—40, en 10 síðustu ár æfi sinnar var hann ekki lögmaður, og á þeim síðustu þeirra

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.